Sjáðu heitasta framherjann á Ítalíu minna vel á sig á móti Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 15:01 Victor Osimhen tók af sér grímuna þegar hann fagnaði marki sínu yrir Napoli á móti Roma á Diego Armando Maradona leikvanginum. AP/Alessandro Garofalo Napoli er á góðri leið að verða ítalskur meistari í fyrsta skiptið án hjálpar frá Diego heitnum Maradona. Napoli er nú með þrettán stiga forystu og fyrsti meistaratitilinn frá 1990 er í augsýn. Ástæðan er ekki síst mögnuð samvinna þeirra Khvicha Kvaratskhelia og Victor Osimhen í framlínunni. Kvaratskhelia, eða Kvaradona eins og sumir vilja kalla hann, er allt í öllu í sóknarleik liðsins og fremstur er síðan markaskorarinn Victor Osimhen sem er sá heitasti í ítölsku deildinni í dag. Osimhen hefur skorað fjórtán mörk í sextán deildarleikjum en þar af eru tólf mörk í ellefu leikjum síðan að hann kom aftur inn í liðið eftir meiðsli í september og október. Osimhen skoraði í fjórða leiknum í röð þegar Napoli vann 2-1 sigur á Roma um síðustu helgi. Markið sýndi styrk hans og snilli og um leið samvinnu hans við umræddan Kvaratskhelia. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum þar á meðal þetta magnaða mark kappans sem kom eftir sendingu frá Kvaradona sem var þarna að gefa sína áttundu stoðsendingu í deildinni í vetur. Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Roma Þetta var fjórtánda deildarmark Osimhen eins og áður sagði en hann er með tveggja marka forskot á Ademola Lookman hjá Atalanta og þriggja marka forskot á Lautaro Martinez hjá Inter í baráttunni um markakóngstitilinn. Osimhen er 24 ára Nígeríumaður sem kom til Napoli frá franska félaginu Lille í september 2020. Hann skoraði fjórtán mörk á 27 leikjum á síðasta tímabili og á fyrsta tímabili sínu með ítalska liðinu skoraði hann tíu mörk í 24 leikjum. Áður en hann kom til Napoli hafi hann skipt um lið þrjú sumur í röð, farið frá Wolfsburg í Þýskalandi, til Charleroi í Belgíu og loks til Lille í Frakklandi þar sem hann var með 13 mörk í 27 leikjum tímabilið 2019-20. Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Napoli er nú með þrettán stiga forystu og fyrsti meistaratitilinn frá 1990 er í augsýn. Ástæðan er ekki síst mögnuð samvinna þeirra Khvicha Kvaratskhelia og Victor Osimhen í framlínunni. Kvaratskhelia, eða Kvaradona eins og sumir vilja kalla hann, er allt í öllu í sóknarleik liðsins og fremstur er síðan markaskorarinn Victor Osimhen sem er sá heitasti í ítölsku deildinni í dag. Osimhen hefur skorað fjórtán mörk í sextán deildarleikjum en þar af eru tólf mörk í ellefu leikjum síðan að hann kom aftur inn í liðið eftir meiðsli í september og október. Osimhen skoraði í fjórða leiknum í röð þegar Napoli vann 2-1 sigur á Roma um síðustu helgi. Markið sýndi styrk hans og snilli og um leið samvinnu hans við umræddan Kvaratskhelia. Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum þar á meðal þetta magnaða mark kappans sem kom eftir sendingu frá Kvaradona sem var þarna að gefa sína áttundu stoðsendingu í deildinni í vetur. Klippa: Mörkin úr leik Napoli og Roma Þetta var fjórtánda deildarmark Osimhen eins og áður sagði en hann er með tveggja marka forskot á Ademola Lookman hjá Atalanta og þriggja marka forskot á Lautaro Martinez hjá Inter í baráttunni um markakóngstitilinn. Osimhen er 24 ára Nígeríumaður sem kom til Napoli frá franska félaginu Lille í september 2020. Hann skoraði fjórtán mörk á 27 leikjum á síðasta tímabili og á fyrsta tímabili sínu með ítalska liðinu skoraði hann tíu mörk í 24 leikjum. Áður en hann kom til Napoli hafi hann skipt um lið þrjú sumur í röð, farið frá Wolfsburg í Þýskalandi, til Charleroi í Belgíu og loks til Lille í Frakklandi þar sem hann var með 13 mörk í 27 leikjum tímabilið 2019-20.
Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira