Efling í leit að ófriði þegar friður er í boði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 31. janúar 2023 18:23 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddi um kjaradeilu samtakanna við Eflingu í Reykjavík síðdegis. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir allar aðgerðir Eflingar vera líkt og forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Þá sé stéttarfélagið einungis að leita að ófriði þegar friður er í boði. Hann á von á því að félagsdómur dæmi SA í vil í máli samtakanna gegn Eflingu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilu SA og Eflingar, stefnu samtakanna á hendur Eflingar og fleira. Hann segir það liggja fyrir að ríkissáttasemjari hafi boðað bæði samninganefndir Eflingar og SA til skrafs og ráðagerða áður en hann lagði tillöguna fram. Klippa: Segir viðbrögð Eflingar við miðlunartillögu vera loftfimleika og hundakúnstir „Þar að auki hef ég lagt vel við hlustir undanfarna daga, og hef líka lesið mér mikið til í gegn um árin, ég lagði við hlustir, þegar Ásmundur Stefánsson sem margir kalla æðsta prest íslenskrar verkalýðshreyfingar, fyrrverandi forseta ASÍ og ríkissáttasemjara, þar sem hann tætti þennan málflutning í sig. Þannig að ekkert af honum stendur eftir eftir að hann hefur rætt um þessi mál út frá sínu sjónarhorni,“ segir Halldór. Forystan á harðahlaupum undan félagsfólki Hann segist horfa á alla taktík og aðgerðir Eflingar með þeim hætti að forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Með stjórnsýslukæru vegna miðlunartillögunnar séu þau einungis að búa til tímafrest til að koma í veg fyrir að félagsmenn geti greitt atkvæði um tillöguna. Þegar tillagan var lagð fram sagðist Halldór ekki vera sáttur með hana og mat sem svo að staða SA í deilunni væri mjög sterk. Hann segist hafa viljað takast á við Eflingu eftir þeim leiðum sem vinnulöggjöfin leyfir. Þrátt fyrir það hafi hann skilað inn atkvæðaskrá samtakanna, annað en Efling. „Mér finnst allar aðgerðir Eflingar, allur bragur á þeirra kjaraviðræðum benda til þess að þau séu í leit að ófriði þegar friður er í boði. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur undirritað kjarasamninga við SA og tryggt góðan frið á vinnumarkaði,“ segir Halldór. Stefnan þingfest fyrir Félagsdómi í dag Stefna SA á hendur Eflingar var þingfest hjá Félagsdómi klukkan þrjú í dag. Stefnan sýnst um það að SA vilja fá úr því skorið, og halda því fram, að verkfallsboðun Eflingar sé ólögmæt. Í gærkvöldi var greint frá því að boðunin hafi verið samþykkt og hefst vinnustöðvun hjá starfsmönnum Eflingar hjá Íslandshótelum þann 7. febrúar næstkomandi. „[Verkfallsboðunin] sé ólögmæt á þeim grunni að ríkissáttasemjari hafi lagt fram miðlunartillögu sem Efling er með ólögmætum hætti að koma í veg fyrir að kosið verði um. Þar af leiðandi teljum við að þessi verkfallsboðun sé ólögmæt og að Félagsdómur muni úrskurða samfélaginu og SA í vil,“ segir Halldór. Býstu við að það verði af verkfallinu? „Það er alltaf erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Sérstaklega þegar um er að ræða mál sem eru fyrir dómstólum. SA eru fullkomlega ábyrgur aðili í þessu samfélagi. Við erum ekki að eyða tíma dómstóla nema við teljum að við séum í ríkum rétti og það séu verulegar líkur á að dómur muni falla okkur í hag. Þannig ég vona það besta en þegar kemur að samskiptum við forystu Eflingar þá óttast ég hið versta og útiloka ekkert,“ segir Halldór. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. 31. janúar 2023 13:41 Miðlunartillagan stenst að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra metur það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins standist. Hún segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara, þrátt fyrir að hann hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja leggja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. 31. janúar 2023 12:33 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í deilu SA og Eflingar, stefnu samtakanna á hendur Eflingar og fleira. Hann segir það liggja fyrir að ríkissáttasemjari hafi boðað bæði samninganefndir Eflingar og SA til skrafs og ráðagerða áður en hann lagði tillöguna fram. Klippa: Segir viðbrögð Eflingar við miðlunartillögu vera loftfimleika og hundakúnstir „Þar að auki hef ég lagt vel við hlustir undanfarna daga, og hef líka lesið mér mikið til í gegn um árin, ég lagði við hlustir, þegar Ásmundur Stefánsson sem margir kalla æðsta prest íslenskrar verkalýðshreyfingar, fyrrverandi forseta ASÍ og ríkissáttasemjara, þar sem hann tætti þennan málflutning í sig. Þannig að ekkert af honum stendur eftir eftir að hann hefur rætt um þessi mál út frá sínu sjónarhorni,“ segir Halldór. Forystan á harðahlaupum undan félagsfólki Hann segist horfa á alla taktík og aðgerðir Eflingar með þeim hætti að forystan sé á harðahlaupum undan félagsfólki sínu. Með stjórnsýslukæru vegna miðlunartillögunnar séu þau einungis að búa til tímafrest til að koma í veg fyrir að félagsmenn geti greitt atkvæði um tillöguna. Þegar tillagan var lagð fram sagðist Halldór ekki vera sáttur með hana og mat sem svo að staða SA í deilunni væri mjög sterk. Hann segist hafa viljað takast á við Eflingu eftir þeim leiðum sem vinnulöggjöfin leyfir. Þrátt fyrir það hafi hann skilað inn atkvæðaskrá samtakanna, annað en Efling. „Mér finnst allar aðgerðir Eflingar, allur bragur á þeirra kjaraviðræðum benda til þess að þau séu í leit að ófriði þegar friður er í boði. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur undirritað kjarasamninga við SA og tryggt góðan frið á vinnumarkaði,“ segir Halldór. Stefnan þingfest fyrir Félagsdómi í dag Stefna SA á hendur Eflingar var þingfest hjá Félagsdómi klukkan þrjú í dag. Stefnan sýnst um það að SA vilja fá úr því skorið, og halda því fram, að verkfallsboðun Eflingar sé ólögmæt. Í gærkvöldi var greint frá því að boðunin hafi verið samþykkt og hefst vinnustöðvun hjá starfsmönnum Eflingar hjá Íslandshótelum þann 7. febrúar næstkomandi. „[Verkfallsboðunin] sé ólögmæt á þeim grunni að ríkissáttasemjari hafi lagt fram miðlunartillögu sem Efling er með ólögmætum hætti að koma í veg fyrir að kosið verði um. Þar af leiðandi teljum við að þessi verkfallsboðun sé ólögmæt og að Félagsdómur muni úrskurða samfélaginu og SA í vil,“ segir Halldór. Býstu við að það verði af verkfallinu? „Það er alltaf erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Sérstaklega þegar um er að ræða mál sem eru fyrir dómstólum. SA eru fullkomlega ábyrgur aðili í þessu samfélagi. Við erum ekki að eyða tíma dómstóla nema við teljum að við séum í ríkum rétti og það séu verulegar líkur á að dómur muni falla okkur í hag. Þannig ég vona það besta en þegar kemur að samskiptum við forystu Eflingar þá óttast ég hið versta og útiloka ekkert,“ segir Halldór.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. 31. janúar 2023 13:41 Miðlunartillagan stenst að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra metur það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins standist. Hún segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara, þrátt fyrir að hann hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja leggja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. 31. janúar 2023 12:33 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. 31. janúar 2023 13:41
Miðlunartillagan stenst að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra metur það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins standist. Hún segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara, þrátt fyrir að hann hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja leggja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. 31. janúar 2023 12:33
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent