Vilja flytja út norskt gjafasæði til Íslands Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 09:01 Livio í Noregi vill flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. Mynd/ Getty. Livio í Noregi hefur sóst eftir því að hefja útflutning á norsku gjafasæði og horfir sérstaklega til Íslands og Svíþjóðar. NRK fjallaði um málið nú á dögunum. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ segir Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK. Hún segir að oft verði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi hefur fullnýtt „kvótann.“ Livio vill þess vegna flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Það er vöntun á sæðisgjöfum í Noregi, og það vantar líka gjafa í Svíþjóð og á Íslandi. Það er hægt að nota auka hylkin okkar þar.“ Blaðamaður NRK ræðir einnig við Anne Forus hjá Landlæknisembættinu í Noregi sem segir að enn eigi eftir að yfirfara umsókn Livio áður en hægt verði að heimila útflutning á gjafasæði. „Við verðum meðal annars að íhuga hvers konar skilyrði við þurfum að setja og hverskyns takmörk við þurfum að setja á notkun.“ Upplifir sig sem hálfa manneskju Útflutningur á gjafasæði gæti þýtt að gjafasæðisbörn í Noregi eignist stóran hóp af hálfsystkinum úti í heimi. NRK ræðir við konu sem kemur fram í fréttinni undir nafninu Julie. Julie er 36 ára og var getin með gjafasæði. Hún notaðist við gagnabanka á netinu til rekja uppruna sinn og komst að því að hún ætti 20 hálfsystkini. Hún hefur enga hugmynd um hversu mörg kunni að vera í viðbót. „Þetta gefur til kynna að þessi börn séu bara eins og hver önnur framleiðsluvara, og hafi ekki sömu réttindi og önnur börn,“ segir hún og bætir við að í stað þess að feta í fótspor annarra landa með útflutning á gjafasæði ætti Noregur að „taka skref aftur á bak“ og sjá hvaða áhrif þetta hefur á börnin sem fyrir eru. Hún segir það vera erfiða tilhugsun að eiga svona mörg hálfsystkini út um allt. „Mér líður eins og ég sé fjöldaframleidd. Þetta er eins og að vera hálf manneskja.“ Gætu orðið „ofurgjafar“ Einnig er rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi en um er að ræða samtök fólks sem getið er með gjafasæði. Samtökin hafa lýst yfir áhyggjum sínum af mögulegum útflutningi og óttast Øystein Tandberg að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ segir Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa. Noregur Tækni Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
NRK fjallaði um málið nú á dögunum. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ segir Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK. Hún segir að oft verði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi hefur fullnýtt „kvótann.“ Livio vill þess vegna flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Það er vöntun á sæðisgjöfum í Noregi, og það vantar líka gjafa í Svíþjóð og á Íslandi. Það er hægt að nota auka hylkin okkar þar.“ Blaðamaður NRK ræðir einnig við Anne Forus hjá Landlæknisembættinu í Noregi sem segir að enn eigi eftir að yfirfara umsókn Livio áður en hægt verði að heimila útflutning á gjafasæði. „Við verðum meðal annars að íhuga hvers konar skilyrði við þurfum að setja og hverskyns takmörk við þurfum að setja á notkun.“ Upplifir sig sem hálfa manneskju Útflutningur á gjafasæði gæti þýtt að gjafasæðisbörn í Noregi eignist stóran hóp af hálfsystkinum úti í heimi. NRK ræðir við konu sem kemur fram í fréttinni undir nafninu Julie. Julie er 36 ára og var getin með gjafasæði. Hún notaðist við gagnabanka á netinu til rekja uppruna sinn og komst að því að hún ætti 20 hálfsystkini. Hún hefur enga hugmynd um hversu mörg kunni að vera í viðbót. „Þetta gefur til kynna að þessi börn séu bara eins og hver önnur framleiðsluvara, og hafi ekki sömu réttindi og önnur börn,“ segir hún og bætir við að í stað þess að feta í fótspor annarra landa með útflutning á gjafasæði ætti Noregur að „taka skref aftur á bak“ og sjá hvaða áhrif þetta hefur á börnin sem fyrir eru. Hún segir það vera erfiða tilhugsun að eiga svona mörg hálfsystkini út um allt. „Mér líður eins og ég sé fjöldaframleidd. Þetta er eins og að vera hálf manneskja.“ Gætu orðið „ofurgjafar“ Einnig er rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi en um er að ræða samtök fólks sem getið er með gjafasæði. Samtökin hafa lýst yfir áhyggjum sínum af mögulegum útflutningi og óttast Øystein Tandberg að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ segir Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa.
Noregur Tækni Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira