Vilja flytja út norskt gjafasæði til Íslands Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 09:01 Livio í Noregi vill flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. Mynd/ Getty. Livio í Noregi hefur sóst eftir því að hefja útflutning á norsku gjafasæði og horfir sérstaklega til Íslands og Svíþjóðar. NRK fjallaði um málið nú á dögunum. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ segir Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK. Hún segir að oft verði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi hefur fullnýtt „kvótann.“ Livio vill þess vegna flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Það er vöntun á sæðisgjöfum í Noregi, og það vantar líka gjafa í Svíþjóð og á Íslandi. Það er hægt að nota auka hylkin okkar þar.“ Blaðamaður NRK ræðir einnig við Anne Forus hjá Landlæknisembættinu í Noregi sem segir að enn eigi eftir að yfirfara umsókn Livio áður en hægt verði að heimila útflutning á gjafasæði. „Við verðum meðal annars að íhuga hvers konar skilyrði við þurfum að setja og hverskyns takmörk við þurfum að setja á notkun.“ Upplifir sig sem hálfa manneskju Útflutningur á gjafasæði gæti þýtt að gjafasæðisbörn í Noregi eignist stóran hóp af hálfsystkinum úti í heimi. NRK ræðir við konu sem kemur fram í fréttinni undir nafninu Julie. Julie er 36 ára og var getin með gjafasæði. Hún notaðist við gagnabanka á netinu til rekja uppruna sinn og komst að því að hún ætti 20 hálfsystkini. Hún hefur enga hugmynd um hversu mörg kunni að vera í viðbót. „Þetta gefur til kynna að þessi börn séu bara eins og hver önnur framleiðsluvara, og hafi ekki sömu réttindi og önnur börn,“ segir hún og bætir við að í stað þess að feta í fótspor annarra landa með útflutning á gjafasæði ætti Noregur að „taka skref aftur á bak“ og sjá hvaða áhrif þetta hefur á börnin sem fyrir eru. Hún segir það vera erfiða tilhugsun að eiga svona mörg hálfsystkini út um allt. „Mér líður eins og ég sé fjöldaframleidd. Þetta er eins og að vera hálf manneskja.“ Gætu orðið „ofurgjafar“ Einnig er rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi en um er að ræða samtök fólks sem getið er með gjafasæði. Samtökin hafa lýst yfir áhyggjum sínum af mögulegum útflutningi og óttast Øystein Tandberg að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ segir Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa. Noregur Tækni Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
NRK fjallaði um málið nú á dögunum. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ segir Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK. Hún segir að oft verði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi hefur fullnýtt „kvótann.“ Livio vill þess vegna flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Það er vöntun á sæðisgjöfum í Noregi, og það vantar líka gjafa í Svíþjóð og á Íslandi. Það er hægt að nota auka hylkin okkar þar.“ Blaðamaður NRK ræðir einnig við Anne Forus hjá Landlæknisembættinu í Noregi sem segir að enn eigi eftir að yfirfara umsókn Livio áður en hægt verði að heimila útflutning á gjafasæði. „Við verðum meðal annars að íhuga hvers konar skilyrði við þurfum að setja og hverskyns takmörk við þurfum að setja á notkun.“ Upplifir sig sem hálfa manneskju Útflutningur á gjafasæði gæti þýtt að gjafasæðisbörn í Noregi eignist stóran hóp af hálfsystkinum úti í heimi. NRK ræðir við konu sem kemur fram í fréttinni undir nafninu Julie. Julie er 36 ára og var getin með gjafasæði. Hún notaðist við gagnabanka á netinu til rekja uppruna sinn og komst að því að hún ætti 20 hálfsystkini. Hún hefur enga hugmynd um hversu mörg kunni að vera í viðbót. „Þetta gefur til kynna að þessi börn séu bara eins og hver önnur framleiðsluvara, og hafi ekki sömu réttindi og önnur börn,“ segir hún og bætir við að í stað þess að feta í fótspor annarra landa með útflutning á gjafasæði ætti Noregur að „taka skref aftur á bak“ og sjá hvaða áhrif þetta hefur á börnin sem fyrir eru. Hún segir það vera erfiða tilhugsun að eiga svona mörg hálfsystkini út um allt. „Mér líður eins og ég sé fjöldaframleidd. Þetta er eins og að vera hálf manneskja.“ Gætu orðið „ofurgjafar“ Einnig er rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi en um er að ræða samtök fólks sem getið er með gjafasæði. Samtökin hafa lýst yfir áhyggjum sínum af mögulegum útflutningi og óttast Øystein Tandberg að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ segir Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa.
Noregur Tækni Börn og uppeldi Fjölskyldumál Frjósemi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira