Fjórða fálkaorðan í fjölskylduna og framhald á Verbúð Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 3. febrúar 2023 06:00 Nína Dögg var gestur í Bakaríinu á Bylgjunni. Bylgjan „Já, ég get alveg sagt að við erum á fullu að undirbúa, hugsa og pæla fyrir einhverskonar ákveðnu framhaldi,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir sposk á svip aðspurð út í framhald á sjónvarpsseríunni Verbúð. Óvænt velgengni Verbúðarinnar erlendis Í morgunþættinum Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag ræddi Nína Dögg meðal annars um Verbúðarævintýrið, kvikmyndina Villibráð, leikhúsið og lífið sjálft. Verbúð hefur hlotið mikla athygli erlendis og nú þegar sópað til sín fjölda verðlauna. Serían gengur því mjög vel á erlendum markaði sem Nína segir einstaklega gaman en þó fremur óvænt þar sem um ræðir þáttaseríu um séríslenskan raunveruleika á níunda áratugnum. „Við hugsuðum ekkert endilega að þetta myndi ná út fyrir landsteinana og hvað þá vinna til verðlauna, en það er auðvitað bara alltaf mjög ánægjulegt og hjálpar okkur að selja seríuna.“ Lofar að biðin verði ekki of löng Þó svo að Nína staðfesti að framhald á Verbúðinni sé komið í ákveðið ferli er hún treg til svara og leyndardómsfull þegar reynt er að kreista út úr henni frekari upplýsingar. Frá því að hugmyndin vaknaði fyrst af Verbúðinni liðu um tíu ár þar til sjónvarpsserían leit dagsins ljós en aðspurð hvort að áhorfendur og aðdáendur þáttanna þurfi nokkuð að bíða svo lengi eftir næstu seríu segir Nína: „Nei, ég skal lofa að þið þurfið ekki að bíða svo lengi.“ Viðtalið við Nínu Dögg í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Fólkið í Falcon Crest Þann 1. janúar var Nína Dögg sæmd fálkaorðunni fyrir framlag sitt til leiklistar og sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerðar. Það mætti kannski segja að orðan góð sé orðin eins konar góðvinur fjölskyldunnar í gegnum árin. Við erum fjögur! Amma mín, Sólveig Guðlaugsdóttir fyrir framlag sitt á heilbrigðissviði, Rakel Garðarsdóttir (mágkona) fyrir vitundarvakningu á matarsóun, Gísli, fyrir allt sem hann hefur gert, og svo ég. Hús þeirra hjóna Nínu Daggar og Gísla Arnar, ber nafnið Sækambur Eystri en eftir að þau hjónin urðu bæði fálkaorðuhafar segir hún húsið komið með nokkurs konar gælunafn. „Já, við erum eiginlega búin að skíra það upp á nýtt, Falcon Crest,“ segir Nína og skellir upp úr. Þarf helst að hreyfa sig á hverjum degi Það er nóg að gera hjá Nínu þessa dagana eins og yfirleitt enda einstaklega orkumikil að eðlisfari. Já, mér finnst bara gaman að vera til. En það er ákveðinn þroski að færast yfir mig núna og ég næ orðið alveg að chilla. Lærðir þú það í Covid? Já, eiginlega. Það sem Covid kenndi mér er að anda ofan í magann, ég er frekar ör. Ég að að hreyfa mig á hverjum degi og gera eitthvað smá.“ Sama dag og Nína mætti í viðtalið var leikritið Ex frumsýnt í Þjóðleikhúsinu en þar leikur hún eitt þriggja hlutverka ásamt eiginmanni sínum, Gísla Erni, og leikkonunni Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Hjartað í leikhúsinu Leikritið er flugbeitt sálfræðidrama þar sem venjuleg kvöldstund „virðulegra hjóna“ breytist skyndilega eftir óvænt símtal fyrrverandi kærustu. Þau eru bara heima að chilla og svo kemur símtalið sem breytir öllu og upphefst allskyns áhugavert og skemmtilegt á milli þeirra. Þrátt fyrir ágætis skammt af drama segir Nína að á forsýningunni hafi einnig verið mikið hlegið. „Þetta eru svolítið svona absúrd aðstæður og margir kannast líklega við eitthvað þarna úr hjónabandinu. Auðvitað eiga líka margir fyrrverandi og svona, svona allskonar togstreita.“ Nína hefur verið áberandi bæði í leikhúsi og sjónvarpi á sínum ferli og aðspurð hvor heimurinn höfði meira til hennar, leikhúsið eða bíó, segir hún: Leikhúsið á hjartað mitt. Ef ég þyrfti að velja þá myndi ég velja leikhúsið því ég elska leikhúsið og elska að vera í návist við áhorfendur og við séum saman í sögunni. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bakaríið Bylgjan Leikhús Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Þessi fjórtán fengu fálkaorðuna á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31 Drög lögð að framhaldi Verbúðarinnar Leikhópurinn Vesturport er að hefjasta handa við handritsskrif að framhaldi sjónvarpsþáttanna Verbúðinni. 22. nóvember 2022 16:17 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Óvænt velgengni Verbúðarinnar erlendis Í morgunþættinum Bakaríið á Bylgjunni síðasta laugardag ræddi Nína Dögg meðal annars um Verbúðarævintýrið, kvikmyndina Villibráð, leikhúsið og lífið sjálft. Verbúð hefur hlotið mikla athygli erlendis og nú þegar sópað til sín fjölda verðlauna. Serían gengur því mjög vel á erlendum markaði sem Nína segir einstaklega gaman en þó fremur óvænt þar sem um ræðir þáttaseríu um séríslenskan raunveruleika á níunda áratugnum. „Við hugsuðum ekkert endilega að þetta myndi ná út fyrir landsteinana og hvað þá vinna til verðlauna, en það er auðvitað bara alltaf mjög ánægjulegt og hjálpar okkur að selja seríuna.“ Lofar að biðin verði ekki of löng Þó svo að Nína staðfesti að framhald á Verbúðinni sé komið í ákveðið ferli er hún treg til svara og leyndardómsfull þegar reynt er að kreista út úr henni frekari upplýsingar. Frá því að hugmyndin vaknaði fyrst af Verbúðinni liðu um tíu ár þar til sjónvarpsserían leit dagsins ljós en aðspurð hvort að áhorfendur og aðdáendur þáttanna þurfi nokkuð að bíða svo lengi eftir næstu seríu segir Nína: „Nei, ég skal lofa að þið þurfið ekki að bíða svo lengi.“ Viðtalið við Nínu Dögg í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan: Fólkið í Falcon Crest Þann 1. janúar var Nína Dögg sæmd fálkaorðunni fyrir framlag sitt til leiklistar og sjónvarpsþátta- og kvikmyndagerðar. Það mætti kannski segja að orðan góð sé orðin eins konar góðvinur fjölskyldunnar í gegnum árin. Við erum fjögur! Amma mín, Sólveig Guðlaugsdóttir fyrir framlag sitt á heilbrigðissviði, Rakel Garðarsdóttir (mágkona) fyrir vitundarvakningu á matarsóun, Gísli, fyrir allt sem hann hefur gert, og svo ég. Hús þeirra hjóna Nínu Daggar og Gísla Arnar, ber nafnið Sækambur Eystri en eftir að þau hjónin urðu bæði fálkaorðuhafar segir hún húsið komið með nokkurs konar gælunafn. „Já, við erum eiginlega búin að skíra það upp á nýtt, Falcon Crest,“ segir Nína og skellir upp úr. Þarf helst að hreyfa sig á hverjum degi Það er nóg að gera hjá Nínu þessa dagana eins og yfirleitt enda einstaklega orkumikil að eðlisfari. Já, mér finnst bara gaman að vera til. En það er ákveðinn þroski að færast yfir mig núna og ég næ orðið alveg að chilla. Lærðir þú það í Covid? Já, eiginlega. Það sem Covid kenndi mér er að anda ofan í magann, ég er frekar ör. Ég að að hreyfa mig á hverjum degi og gera eitthvað smá.“ Sama dag og Nína mætti í viðtalið var leikritið Ex frumsýnt í Þjóðleikhúsinu en þar leikur hún eitt þriggja hlutverka ásamt eiginmanni sínum, Gísla Erni, og leikkonunni Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Hjartað í leikhúsinu Leikritið er flugbeitt sálfræðidrama þar sem venjuleg kvöldstund „virðulegra hjóna“ breytist skyndilega eftir óvænt símtal fyrrverandi kærustu. Þau eru bara heima að chilla og svo kemur símtalið sem breytir öllu og upphefst allskyns áhugavert og skemmtilegt á milli þeirra. Þrátt fyrir ágætis skammt af drama segir Nína að á forsýningunni hafi einnig verið mikið hlegið. „Þetta eru svolítið svona absúrd aðstæður og margir kannast líklega við eitthvað þarna úr hjónabandinu. Auðvitað eiga líka margir fyrrverandi og svona, svona allskonar togstreita.“ Nína hefur verið áberandi bæði í leikhúsi og sjónvarpi á sínum ferli og aðspurð hvor heimurinn höfði meira til hennar, leikhúsið eða bíó, segir hún: Leikhúsið á hjartað mitt. Ef ég þyrfti að velja þá myndi ég velja leikhúsið því ég elska leikhúsið og elska að vera í návist við áhorfendur og við séum saman í sögunni. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bakaríið Bylgjan Leikhús Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Þessi fjórtán fengu fálkaorðuna á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31 Drög lögð að framhaldi Verbúðarinnar Leikhópurinn Vesturport er að hefjasta handa við handritsskrif að framhaldi sjónvarpsþáttanna Verbúðinni. 22. nóvember 2022 16:17 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Þessi fjórtán fengu fálkaorðuna á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52
Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31
Drög lögð að framhaldi Verbúðarinnar Leikhópurinn Vesturport er að hefjasta handa við handritsskrif að framhaldi sjónvarpsþáttanna Verbúðinni. 22. nóvember 2022 16:17