Gina Tricot er Íslendingum að góðu kunn enda rekur tískuvörumerkið um 150 verslanir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi. Þá hefur hluti vörulínu Ginu Tricot verið aðgengilegur Íslendingum í gegnum vefsíðuna noomi.is síðastliðin fjögur ár.
Það eru hjónin Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir og Albert Þór Magnússon, eigendur Lindex á Íslandi, sem opna verslunina hér á landi í gegnum umboðssamning.
![](https://www.visir.is/i/A6F9914FC7D1713C33C3B04DF5F64BF2A625A084E222742FB31E9A25D0AFE8D6_713x0.jpg)
Skandinavísk hönnun og samfélagsleg ábyrgð
„Þegar tækifæri bauðst að gefa Íslendingum möguleika á að upplifa tískuvörumerkið Gina Tricot urðum við strax áhugasöm og hefur það verið sérlega ánægjulegt að undirbúa komu Gina Tricot til Íslands. Við erum full tilhlökkunar til framtíðarinnar hér á Íslandi!,“ segir Lóa Dagbjört.
Gina Tricot er skandinavískt merki sem býður upp á tískufatnað og fylgihluti fyrir konur. Undanfarin ár hefur vörumerkið þróast og kynnt nýjar línur á borð við Gina Tricot Home og Gina Tricot Young sem er lína í stærðum 134-164.
Einkenni Gina Tricot er skandinavísk hönnun sem miðar að því að veita konum innblástur frá trendum helstu tískuborga heims. Merkið leggur einnig mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og að vera virkur þátttakandi í að skapa sjálfbærari tískuiðnað.
„Við erum stöðugt að leitast við að bæta okkur og verða betri með sjálfbærum hætti. Uppbygging Gina Tricot hefur leitt til þess að nú er Ísland að bætast við sem fyrir okkur er afar spennandi. Í samvinnu við okkar umboðsaðila erum við himinlifandi að opna dyr Gina Tricot fyrir okkar viðskiptavini á Íslandi,“ segir Ted Boman, forstjóri Gina Tricot AB.
![](https://www.visir.is/i/A36E923ADA6DB2779A4BCE3C5B5A394609635963C97AA3ADB8BF4AE20B301B17_713x0.jpg)
Samfélagsmiðlastjörnur í heimsókn í höfuðstöðvunum
Ný vefverslun Gina Tricot á Íslandi lítur dagsins ljós þann 17. mars. Síðar á árinu opnar svo verslun með heildarvörulínu tískuvörumerkisins. Þangað til er hægt að fylgjast með á Instagram.
Í tilefni opnunarinnar á Íslandi var nokkrum íslenskum samfélagsmiðlastjörnum boðið í heimsókn í höfuðstöðvar Gina Tricot í Borås í Svíþjóð. Þar á meðal eru Helga Margrét, Sunneva Einars, Tanja Ýr og LauraSif og má því ætla að þær eigi eftir að vinna með merkinu. Þær hafa sýnt frá heimsókninni á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan.
![](https://www.visir.is/i/EC2F535C9966FFC4F5A2D2B412C1800A7C245973CE2712D93F5C800BAD2F9914_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/2CCD9C9BF8CCD5E52869992FAA7DB6D5F3D3D255BAB5DA3F0847E9C1FB132001_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/6E51628673400F200B80C5C26EFA346ABAAA221CE58568CF2E6FB32A73729FAF_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/A16F564A08E119CE2B1E46A6A236E40562F4ECBD0D29F2281057767033BE754F_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/E52341BFA11CE666E68E112CA6BBBAF925AF2557E8925A8FF6D089AA794ADD83_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/003B639DA3D3A33B4E6C345631D49F2F7F58ED48F1D0880B1F2EC1AF67CD6255_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/370BEC56F8C10B0D7CBFD30CFE5A64B782EAE9ADB44C25161D715E88002AFAD3_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/88C27FE0744D8987AD7F3EF6295A2DC9C379D3056597858CBE1A00FCF289D680_713x0.jpg)