Vann alla leikina en fær ekki að þjálfa suður-kóresku stelpurnar áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 16:00 Kim Rasmussen er hættur sem landsliðsþjálfari þrátt fyrir sextán sigra í sextán leikjum. Getty/Lukasz Laskowski Danski handboltaþjálfarinn Kim Rasmussen fær ekki nýjan samning sem þjálfari suður-kóreska kvennalandsliðsins í handbolta þrátt fyrir gott gengi. Hinn fimmtugi Rasmussen sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann væri hættur þjálfun liðsins eftir aðeins átta mánuði. Hann var ráðinn til starfa í maí 2022. TV2 fjallar um málið. Samkvæmt Rasmussen þá vann liðið alla sextán leikina undir hans stjórn en það voru bæði æfinga- og keppnisleikir. Rasmussen vann með Bo Rudgaard og þeir fengu fyrst átta mánaða samning. Hann var ekki endurnýjaður. Ástæðan fyrir því að Rasmussen fékk ekki áframhaldandi samning var að hann vildi hlífa suður-kóresku leikmönnunum of mikið. „Þetta er alltaf leiðinlegt en þegar upp var staðið þá var menningarmunurinn of erfiður til að vinna með. Eitt af því sem ég geri alltaf er að verja mína leikmenn, sjá til þess að þeir séu í eins góðu formi og þeir geta en um leið að forðast meiðsli,“ skrifaði Kim Rasmussen og vísar þar í deilur hans við suður-kóreska handboltasambandið um æfingaálag. Handboltasambandið vildi að leikmenn liðsins æfðu þrisvar á dag og þá oft tvo til þrjá tíma í seinn. Rasmussen var ekki sammála þessu og lagði meira upp úr gæðum en magni æfinga. „Við skiptum út eldri leikmönnum fyrir yngri eins og þeir báðu okkur um en það var ekki nóg. Þá spurði ég mig: Hvað er nógu gott? Hvað gætum við gert meira?“ skrifaði Rasmussen. Rasmussen hefur þjálfað önnur kvennalandslið eins og landslið Svartfjallalands, Ungverjalands og Pólland. Undir hans stjórn fóru þær pólsku tvisvar í undanúrslit á heimsmeistaramóti. Handbolti Suður-Kórea Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Sjá meira
Hinn fimmtugi Rasmussen sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hann væri hættur þjálfun liðsins eftir aðeins átta mánuði. Hann var ráðinn til starfa í maí 2022. TV2 fjallar um málið. Samkvæmt Rasmussen þá vann liðið alla sextán leikina undir hans stjórn en það voru bæði æfinga- og keppnisleikir. Rasmussen vann með Bo Rudgaard og þeir fengu fyrst átta mánaða samning. Hann var ekki endurnýjaður. Ástæðan fyrir því að Rasmussen fékk ekki áframhaldandi samning var að hann vildi hlífa suður-kóresku leikmönnunum of mikið. „Þetta er alltaf leiðinlegt en þegar upp var staðið þá var menningarmunurinn of erfiður til að vinna með. Eitt af því sem ég geri alltaf er að verja mína leikmenn, sjá til þess að þeir séu í eins góðu formi og þeir geta en um leið að forðast meiðsli,“ skrifaði Kim Rasmussen og vísar þar í deilur hans við suður-kóreska handboltasambandið um æfingaálag. Handboltasambandið vildi að leikmenn liðsins æfðu þrisvar á dag og þá oft tvo til þrjá tíma í seinn. Rasmussen var ekki sammála þessu og lagði meira upp úr gæðum en magni æfinga. „Við skiptum út eldri leikmönnum fyrir yngri eins og þeir báðu okkur um en það var ekki nóg. Þá spurði ég mig: Hvað er nógu gott? Hvað gætum við gert meira?“ skrifaði Rasmussen. Rasmussen hefur þjálfað önnur kvennalandslið eins og landslið Svartfjallalands, Ungverjalands og Pólland. Undir hans stjórn fóru þær pólsku tvisvar í undanúrslit á heimsmeistaramóti.
Handbolti Suður-Kórea Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Sjá meira