Fótbolti

Ný­liðarnir ekki hættir á markaðnum þrátt fyrir að glugginn sé lokaður

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Andre Ayew er genginn í raðir Nottingham Forest.
Andre Ayew er genginn í raðir Nottingham Forest. Clive Mason/Getty Images

Nýliðar Nottingham Forest eru búnir að semja við ganverska landsliðsmanninn Andre Ayew um að leika með liðinu það sem eftir lifir tímabils í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 

Þessi 33 ára gamli framherji varr án félags eftir að að hafa yfirgefið katarska félagið Al Sadd. Ayew gat því fundið sér félag og farið þangað á frjálsri sölu þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn hafi lokað síðastliðið þriðjudagskvöld.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ayew mun leika í ensku úrvalsdeildinni, en áður hefur hann spilað með Swansea og West Ham. Alls hefur framherjinn leikið 89 leiki í deildinni og skorað 21 mark.

Þá er Ayew leikjahæsti landsliðsmaður Gana frá upphafi með 113 leiki þar sem hann hefur skorað 24 mörk, sem gerir hann að sjötta markahæsta leikmanni liðsins frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×