Miðnæturopnunin „krefjandi“ og kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2023 06:39 Borgarráð samþykkti síðasta sumar tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug til áramóta. Vísir/Vilhelm Lenging opnunartíma Laugardalslaugar í Reykjavík á fimmtudögum hefur reynst kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Þá hefur yngra fólk helst nýtt sér miðnæturopnunina og hefur það oft reynst krefjandi fyrir starfsfólk laugarinnar að ráða við aðstæður. Ekki er fjármagn til að halda miðnæturopnuninni áfram. Þetta kemur fram í minnisblaði Steinþórs Einarssonar, skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu ÍTR, til menningar-, íþrótta og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað. Borgarráð samþykkti síðasta sumar tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug til áramóta. Var kostnaðaraukinn áætlaður sex milljónir króna, en fram kemur að kostnaðurinn hafi reynst mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Áskoranir fylgdu því að breyta opnunartíma þar sem vaktir ýmist lengdust hjá þeim svo voru að vinna fyrir eða kalla þurfti til auka mannskap. Hvað öryggismál varðar er ekki æskilegt að hafa fólk við laugargæslu sem unnið hefur mjög langa vakt og einnig hafa lengri vaktir áhrif á betri vinnutíma,“ segir Steinþór og bendir á að lenging vakta á fimmtudögum rúmist ekki innan styttingu vinnuvikunnar. Einnig hafi áskoranir snúið að tæknimálum þar sem búnaður laugarinnar tekur mið af reglulegum opnunartíma og því hafi tæknifólk þurft að vera á bakvakt til miðnættis. Fram kemur í minnisblaðinu að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði.Vísir/Vilhelm Helst yngra fólk sem nýtti sér opnunina Fram kemur að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði. „Þar sem aldurshópurinn var ungur gat það reynst krefjandi fyrir starfsfólk að ráða við aðstæður. Því þurfti að kalla til öryggisverði í einstaka tilfellum.“ Steinþór segir að þrátt fyrir ákveðnar áskoranir telji ÍTR að margt hafi verið lærdómsríkt og að sóknartækifæri geti legið í lengri opnunartíma og eflingu sundlaugarmenningar. „Fjárheimildir vegna verkefnisins voru ekki framlengdar á árinu 2023 og sviðið telur ekki gerlegt að auka þjónustu og halda áfram með lengri opnunartíma á fimmtudögum og er því verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað,“ segir í minnisblaðinu. Ekki fjármagn til að halda opnuninni áfram Fram kemur í bókun borgarfulltrúa meirihlutans í ráðinu að ekki sé fjármagn til að halda verkefninu áfram að sinni. „[En] eins og kemur fram í minnisblaðinu væri áhugavert að gera tilraun með miðnæturopnun í afmarkaðan tíma og tengja þá jafnvel við viðburðahald á sameinuðu sviði menningar og íþrótta, nýta sköpunarkraft starfsfólks Hins hússins o.s.frv.,“ segir í bókuninni. Reykjavík Sundlaugar Borgarstjórn Tengdar fréttir Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. 30. júní 2022 13:38 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Steinþórs Einarssonar, skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu ÍTR, til menningar-, íþrótta og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað. Borgarráð samþykkti síðasta sumar tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug til áramóta. Var kostnaðaraukinn áætlaður sex milljónir króna, en fram kemur að kostnaðurinn hafi reynst mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Áskoranir fylgdu því að breyta opnunartíma þar sem vaktir ýmist lengdust hjá þeim svo voru að vinna fyrir eða kalla þurfti til auka mannskap. Hvað öryggismál varðar er ekki æskilegt að hafa fólk við laugargæslu sem unnið hefur mjög langa vakt og einnig hafa lengri vaktir áhrif á betri vinnutíma,“ segir Steinþór og bendir á að lenging vakta á fimmtudögum rúmist ekki innan styttingu vinnuvikunnar. Einnig hafi áskoranir snúið að tæknimálum þar sem búnaður laugarinnar tekur mið af reglulegum opnunartíma og því hafi tæknifólk þurft að vera á bakvakt til miðnættis. Fram kemur í minnisblaðinu að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði.Vísir/Vilhelm Helst yngra fólk sem nýtti sér opnunina Fram kemur að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði. „Þar sem aldurshópurinn var ungur gat það reynst krefjandi fyrir starfsfólk að ráða við aðstæður. Því þurfti að kalla til öryggisverði í einstaka tilfellum.“ Steinþór segir að þrátt fyrir ákveðnar áskoranir telji ÍTR að margt hafi verið lærdómsríkt og að sóknartækifæri geti legið í lengri opnunartíma og eflingu sundlaugarmenningar. „Fjárheimildir vegna verkefnisins voru ekki framlengdar á árinu 2023 og sviðið telur ekki gerlegt að auka þjónustu og halda áfram með lengri opnunartíma á fimmtudögum og er því verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað,“ segir í minnisblaðinu. Ekki fjármagn til að halda opnuninni áfram Fram kemur í bókun borgarfulltrúa meirihlutans í ráðinu að ekki sé fjármagn til að halda verkefninu áfram að sinni. „[En] eins og kemur fram í minnisblaðinu væri áhugavert að gera tilraun með miðnæturopnun í afmarkaðan tíma og tengja þá jafnvel við viðburðahald á sameinuðu sviði menningar og íþrótta, nýta sköpunarkraft starfsfólks Hins hússins o.s.frv.,“ segir í bókuninni.
Reykjavík Sundlaugar Borgarstjórn Tengdar fréttir Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. 30. júní 2022 13:38 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. 30. júní 2022 13:38
Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28