Skoða að setja upp sleðabraut niður Kambana Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2023 08:20 Sleðabraut svipuð þeirri sem sett yrði upp í Hveragerði. Konan virðist vera ansi ánægð með ferðina. Getty Fyrirtækið Kambagil ehf. hefur óskað eftir því að hefja viðræður við Hveragerðisbæ um uppsetningu á sleðabraut (e. Alpine Coaster) niður Kambana. Bæjarráð tók vel í erindið og fól bæjarstjóra að vinna málið frekar. Brautin yrði kílómetra löng og með 650 metra lyftu upp Kambana. Svæðið sem Kambagil vill nota undir brautina er austan við Svartagljúfur við Árhólma í Ölfusdal. Á sama svæði má finna sviflína sem Kambagil rekur einnig. Yrði þetta fyrsta braut sinnar tegundar á Íslandi. Hér má sjá svæðið sem brautin yrði á. Lengst til vinstri sést glitta í veginn niður Kambana. Sleðabrautir sem þessi sem Kambagil vill setja upp eru afar vinsælar um allan heim. Sú lengsta er fimm sinnum lengri en sú sem yrði sett upp í Hveragerði, rúmir fimm kílómetrar, og er staðsett í Andorra. Hér fyrir neðan má sjá myndband af brautinni í Andorra. Í erindi sem Kambagil sendi bæjarstjórn Hveragerðisbæjar segir að brautin myndi ekki skerða aðgengi að núverandi göngu- og reiðstígum á svæðinu. Notast yrði við sömu afgreiðslu og sviflínan og sama bílastæði. Stígur frá Breiðumörk að Svartagljúfri nýtist fyrir flutning gesta til og frá brautinni. Brautin mun liggja um þrjátíu sentimetra frá jörðu og hvílir á pinnum. Því er hægt að taka brautina niður og setja hana aftur upp á örfáum dögum. Áætlað er að hægt verði að opna brautina sumarið 2024 ef hægt verður að semja um deili- og skipulagsmál. Brautin verður opin allan ársins hring og einn starfsmaður þar á veturna og tveir á sumrin. Kambagil gerir ráð fyrir því að árlega myndu 35 til 40 þúsund manns renna sér niður brautina. Hér yrði brautin staðsett. Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Brautin yrði kílómetra löng og með 650 metra lyftu upp Kambana. Svæðið sem Kambagil vill nota undir brautina er austan við Svartagljúfur við Árhólma í Ölfusdal. Á sama svæði má finna sviflína sem Kambagil rekur einnig. Yrði þetta fyrsta braut sinnar tegundar á Íslandi. Hér má sjá svæðið sem brautin yrði á. Lengst til vinstri sést glitta í veginn niður Kambana. Sleðabrautir sem þessi sem Kambagil vill setja upp eru afar vinsælar um allan heim. Sú lengsta er fimm sinnum lengri en sú sem yrði sett upp í Hveragerði, rúmir fimm kílómetrar, og er staðsett í Andorra. Hér fyrir neðan má sjá myndband af brautinni í Andorra. Í erindi sem Kambagil sendi bæjarstjórn Hveragerðisbæjar segir að brautin myndi ekki skerða aðgengi að núverandi göngu- og reiðstígum á svæðinu. Notast yrði við sömu afgreiðslu og sviflínan og sama bílastæði. Stígur frá Breiðumörk að Svartagljúfri nýtist fyrir flutning gesta til og frá brautinni. Brautin mun liggja um þrjátíu sentimetra frá jörðu og hvílir á pinnum. Því er hægt að taka brautina niður og setja hana aftur upp á örfáum dögum. Áætlað er að hægt verði að opna brautina sumarið 2024 ef hægt verður að semja um deili- og skipulagsmál. Brautin verður opin allan ársins hring og einn starfsmaður þar á veturna og tveir á sumrin. Kambagil gerir ráð fyrir því að árlega myndu 35 til 40 þúsund manns renna sér niður brautina. Hér yrði brautin staðsett.
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira