Skýtur á Fernández: „Grátum ekki leikmann sem vildi ekki vera hjá okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2023 14:31 Enzo Fernández er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. getty/Darren Walsh Lítil hamingja er hjá Benfica með hegðun Enzos Fernández, allavega ef marka má orð forseta félagsins. Eftir mikið japl, jaml og fuður keypti Chelsea Fernández frá Benfica á 107 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans á þriðjudaginn. Argentínski heimsmeistarinn er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Rui Costa, forseti Benfica, er langt frá því að vera sáttur með Argentínumanninn og hvernig hann lét undir lok dvalar sinnar hjá félaginu. „Enzo Fernández vildi ekki vera áfram hjá Benfica. Hann gaf okkur enga möguleika. Ég gerði mitt besta, ég er leiður en ég græt ekki leikmann sem vildi ekki vera hjá okkur. Þegar Chelsea kom inn í myndina var í raun ómögulegt að fá hann til að skipta um skoðun,“ sagði Costa. „Á gluggadaginn höfðum við náð samkomulagi um að selja Enzo til Chelsea í sumar en hann vildi ekki vera hérna. Ég reyndi að sannfæra Chelsea um að hann yrði hér fram á sumarið og yrði svo seldur á lægri upphæð en hann vildi ekki halda áfram hérna. Þá breyttist þetta allt.“ Costa hélt áfram að bauna á Fernández. „Ég vonaði að hann myndi vilja berjast um meistaratitilinn með okkur. Þegar það rann upp fyrir mér að hann vildi það ekki vildi ég ekki að hann myndi klæðast treyju félagsins aftur. Leikmaður sem vill ekki tapa einni evru og er öruggur með félagaskipti til Chelsea og vill ekki vera hérna gæti aldrei verið áfram hjá Benfica.“ Costa getur þó allavega huggað sig við að félagið græddi vel á Fernández. Benfica keypti hann á tíu milljónir punda en seldi hann fyrir næstum hundrað milljónir punda meira. Fernández, sem er 22 ára, var valinn besti ungi leikmaður heimsmeistaramótsins í Katar þar sem Argentína stóð uppi sem sigurvegari. Portúgalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Eftir mikið japl, jaml og fuður keypti Chelsea Fernández frá Benfica á 107 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans á þriðjudaginn. Argentínski heimsmeistarinn er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Rui Costa, forseti Benfica, er langt frá því að vera sáttur með Argentínumanninn og hvernig hann lét undir lok dvalar sinnar hjá félaginu. „Enzo Fernández vildi ekki vera áfram hjá Benfica. Hann gaf okkur enga möguleika. Ég gerði mitt besta, ég er leiður en ég græt ekki leikmann sem vildi ekki vera hjá okkur. Þegar Chelsea kom inn í myndina var í raun ómögulegt að fá hann til að skipta um skoðun,“ sagði Costa. „Á gluggadaginn höfðum við náð samkomulagi um að selja Enzo til Chelsea í sumar en hann vildi ekki vera hérna. Ég reyndi að sannfæra Chelsea um að hann yrði hér fram á sumarið og yrði svo seldur á lægri upphæð en hann vildi ekki halda áfram hérna. Þá breyttist þetta allt.“ Costa hélt áfram að bauna á Fernández. „Ég vonaði að hann myndi vilja berjast um meistaratitilinn með okkur. Þegar það rann upp fyrir mér að hann vildi það ekki vildi ég ekki að hann myndi klæðast treyju félagsins aftur. Leikmaður sem vill ekki tapa einni evru og er öruggur með félagaskipti til Chelsea og vill ekki vera hérna gæti aldrei verið áfram hjá Benfica.“ Costa getur þó allavega huggað sig við að félagið græddi vel á Fernández. Benfica keypti hann á tíu milljónir punda en seldi hann fyrir næstum hundrað milljónir punda meira. Fernández, sem er 22 ára, var valinn besti ungi leikmaður heimsmeistaramótsins í Katar þar sem Argentína stóð uppi sem sigurvegari.
Portúgalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira