Skýtur á Fernández: „Grátum ekki leikmann sem vildi ekki vera hjá okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2023 14:31 Enzo Fernández er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. getty/Darren Walsh Lítil hamingja er hjá Benfica með hegðun Enzos Fernández, allavega ef marka má orð forseta félagsins. Eftir mikið japl, jaml og fuður keypti Chelsea Fernández frá Benfica á 107 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans á þriðjudaginn. Argentínski heimsmeistarinn er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Rui Costa, forseti Benfica, er langt frá því að vera sáttur með Argentínumanninn og hvernig hann lét undir lok dvalar sinnar hjá félaginu. „Enzo Fernández vildi ekki vera áfram hjá Benfica. Hann gaf okkur enga möguleika. Ég gerði mitt besta, ég er leiður en ég græt ekki leikmann sem vildi ekki vera hjá okkur. Þegar Chelsea kom inn í myndina var í raun ómögulegt að fá hann til að skipta um skoðun,“ sagði Costa. „Á gluggadaginn höfðum við náð samkomulagi um að selja Enzo til Chelsea í sumar en hann vildi ekki vera hérna. Ég reyndi að sannfæra Chelsea um að hann yrði hér fram á sumarið og yrði svo seldur á lægri upphæð en hann vildi ekki halda áfram hérna. Þá breyttist þetta allt.“ Costa hélt áfram að bauna á Fernández. „Ég vonaði að hann myndi vilja berjast um meistaratitilinn með okkur. Þegar það rann upp fyrir mér að hann vildi það ekki vildi ég ekki að hann myndi klæðast treyju félagsins aftur. Leikmaður sem vill ekki tapa einni evru og er öruggur með félagaskipti til Chelsea og vill ekki vera hérna gæti aldrei verið áfram hjá Benfica.“ Costa getur þó allavega huggað sig við að félagið græddi vel á Fernández. Benfica keypti hann á tíu milljónir punda en seldi hann fyrir næstum hundrað milljónir punda meira. Fernández, sem er 22 ára, var valinn besti ungi leikmaður heimsmeistaramótsins í Katar þar sem Argentína stóð uppi sem sigurvegari. Portúgalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira
Eftir mikið japl, jaml og fuður keypti Chelsea Fernández frá Benfica á 107 milljónir punda á lokadegi félagaskiptagluggans á þriðjudaginn. Argentínski heimsmeistarinn er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Rui Costa, forseti Benfica, er langt frá því að vera sáttur með Argentínumanninn og hvernig hann lét undir lok dvalar sinnar hjá félaginu. „Enzo Fernández vildi ekki vera áfram hjá Benfica. Hann gaf okkur enga möguleika. Ég gerði mitt besta, ég er leiður en ég græt ekki leikmann sem vildi ekki vera hjá okkur. Þegar Chelsea kom inn í myndina var í raun ómögulegt að fá hann til að skipta um skoðun,“ sagði Costa. „Á gluggadaginn höfðum við náð samkomulagi um að selja Enzo til Chelsea í sumar en hann vildi ekki vera hérna. Ég reyndi að sannfæra Chelsea um að hann yrði hér fram á sumarið og yrði svo seldur á lægri upphæð en hann vildi ekki halda áfram hérna. Þá breyttist þetta allt.“ Costa hélt áfram að bauna á Fernández. „Ég vonaði að hann myndi vilja berjast um meistaratitilinn með okkur. Þegar það rann upp fyrir mér að hann vildi það ekki vildi ég ekki að hann myndi klæðast treyju félagsins aftur. Leikmaður sem vill ekki tapa einni evru og er öruggur með félagaskipti til Chelsea og vill ekki vera hérna gæti aldrei verið áfram hjá Benfica.“ Costa getur þó allavega huggað sig við að félagið græddi vel á Fernández. Benfica keypti hann á tíu milljónir punda en seldi hann fyrir næstum hundrað milljónir punda meira. Fernández, sem er 22 ára, var valinn besti ungi leikmaður heimsmeistaramótsins í Katar þar sem Argentína stóð uppi sem sigurvegari.
Portúgalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Sjá meira