Árni Einarsson tekur við af Agli sem framkvæmdastjóri þar til nýtt fólk verður ráðið til starfa. Þórhildur og Egill munu þó aðstoða hann á meðan. Hólmfríður Matthíasdóttir verður áfram útgefandi Forlagsins.

Forlagið var stofnað árið 2007 og er eitt stærsta útgáfufyrirtæki landsins. Það gefur út bækur undir merkjum JPV, Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Ókeibóka og Iðunnar og rekur einnig kortaútgáfu. Eigandi Forlagsins er bókmenntafélagið Mál og menning.
„Ég kveð Forlagið afar stoltur og sáttur. Í dag er Forlagið ekki bara leiðandi bókaútgefandi heldur rekur það jafnframt stærstu bókaverslun landsins að Fiskisklóð og auk þess stærstu netverslun á Íslandi með bækur. Fyrirtækið stendur á tímamótum og ég er sannfærður um að það verði áfram leiðandi á sínu sviði,“ er haft eftir Agli í tilkynningu.
Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Forlagsins, þakkar Agli og Þórhildi fyrir fórnfúst starf í þágu félagsins.
„Við óskum þeim alls góðs í framtíðinni og vitum sem er, að öllum breytingum fylgja ný tækifæri,“ segir Halldór.