Sýknuð í deilu um átján ára millifærslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2023 12:06 Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis var sýknuð. Sömuleiðis Birkir Kristinsson fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu. Alþingi/Getty-Lars Baron Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Birki Kristinsson, fjárfesti og fyrrverandi landsliðsmann í knattspyrnu, Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis og auk fleiri, í deilu um átján ára millifærslu á hátt í fimmtíu milljónum. Félagið Lyfjablóm ehf, stefndi Birki, Sólveigu fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, Stefáni Bergssyni endurskoðanda og endurskoðendaskrifstofunni PWC, vegna millifærslunnar sem framkvæmd var árið 2005. Millifærðar voru 46 milljónir króna af reikningi Lyfjablóms, sem þá hét Björn Hallgrímsson ehf, yfir á reikning eignarhaldsfélagsins Mercatura, í eigu Kristins. Nafni Björn Hallgrímssonar ehf. var síðar breytt í Lyfjablóm ehf. Birkir var á þessum tíma starfsmaður Glitnis banka og var viðskiptastjóri Björns Hallgrímssonar ehf, auk annarra félaga sem tengdust eigendum þess félags. Stefán Bergsson var löggildur endurskoðandi Björns Hallgrímssonar, og var þá starfsmaður og einn eiganda PWC. Sólveigu, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra frá 1999-2003 og forseti Alþingis frá 2005-2007, var stefnt fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, sem sá um daglegan rekstur Björns Hallgrímssonar ehf. Hann lést árið 2015. Eigendur þess félags voru eiginkona og fjögur börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið, sem fyrr segir. Eigandi Lyfjablóms nú er sonur Áslaugar Björnsdóttur, dóttur Björns. Deilt um hvort krafan hafi verið gerð upp eða ekki Umrædd deila snerist um það hvort að Björn Hallgrímsson ehf, nú Lyfjablóm ehf, hafi fengið endurgreiddar 46 milljónir króna sem Kristinn bað Birki um að millifæra af reikningi félagsins til að greiða yfirdráttarlán í nafni Mercatura, félags í eigu Kristins. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er litið til fundargerðar Björns Hallgrímssonar ehf, sem dagsett var 5. júlí 2007, þar sem fram kemur að að hluthafar félagsins hafi samþykkt að selja félaginu tíu prósent í sjálfu sér fyrir 1,62 milljarða króna. Birkir Kristinsson stóð lengi í markinu fyrir íslenska knattspyrnulandsliðið í knattspyrnu.Vísir/Vilhelm Með fundargerðinni fylgir uppgjörsblað þar sem fram kemur hvernig félagið greiddi þess upphæð. Annars vegar var það gert með reiðufé, hins vegar með uppgjöri við ýmsar kröfur sem félagið átti útistandandi. Þar á meðal var umrædd millifærsla sem deilan snerist un. Lögð voru fram skattaframtöl sem sýndu að söluhagnaður hluthafanna af þessum gerning var 403,5 milljónir króna. Telur héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að umrædd krafa hafi verið gerð upp með þessari sölu. Þetta hafi stjórnarmönnum félagsins átt að vera ljóst á sínum tíma. Komst héraðsdómur því að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri alla þá sem stefnt var vegna málsins. Þarf Lyfjablóm að greiða Birki og Sólveigu 3,5 milljónir í málskostnað, Stefáni 1,74 milljónir og PWC 1,4 milljónir. Dómsmál Hrunið Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Félagið Lyfjablóm ehf, stefndi Birki, Sólveigu fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, Stefáni Bergssyni endurskoðanda og endurskoðendaskrifstofunni PWC, vegna millifærslunnar sem framkvæmd var árið 2005. Millifærðar voru 46 milljónir króna af reikningi Lyfjablóms, sem þá hét Björn Hallgrímsson ehf, yfir á reikning eignarhaldsfélagsins Mercatura, í eigu Kristins. Nafni Björn Hallgrímssonar ehf. var síðar breytt í Lyfjablóm ehf. Birkir var á þessum tíma starfsmaður Glitnis banka og var viðskiptastjóri Björns Hallgrímssonar ehf, auk annarra félaga sem tengdust eigendum þess félags. Stefán Bergsson var löggildur endurskoðandi Björns Hallgrímssonar, og var þá starfsmaður og einn eiganda PWC. Sólveigu, sem var dóms- og kirkjumálaráðherra frá 1999-2003 og forseti Alþingis frá 2005-2007, var stefnt fyrir hönd dánarbús eiginmanns hennar Kristins Björnssonar, sem sá um daglegan rekstur Björns Hallgrímssonar ehf. Hann lést árið 2015. Eigendur þess félags voru eiginkona og fjögur börn Björns Hallgrímssonar og var sonur hans Kristinn í fyrirsvari fyrir félagið, sem fyrr segir. Eigandi Lyfjablóms nú er sonur Áslaugar Björnsdóttur, dóttur Björns. Deilt um hvort krafan hafi verið gerð upp eða ekki Umrædd deila snerist um það hvort að Björn Hallgrímsson ehf, nú Lyfjablóm ehf, hafi fengið endurgreiddar 46 milljónir króna sem Kristinn bað Birki um að millifæra af reikningi félagsins til að greiða yfirdráttarlán í nafni Mercatura, félags í eigu Kristins. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er litið til fundargerðar Björns Hallgrímssonar ehf, sem dagsett var 5. júlí 2007, þar sem fram kemur að að hluthafar félagsins hafi samþykkt að selja félaginu tíu prósent í sjálfu sér fyrir 1,62 milljarða króna. Birkir Kristinsson stóð lengi í markinu fyrir íslenska knattspyrnulandsliðið í knattspyrnu.Vísir/Vilhelm Með fundargerðinni fylgir uppgjörsblað þar sem fram kemur hvernig félagið greiddi þess upphæð. Annars vegar var það gert með reiðufé, hins vegar með uppgjöri við ýmsar kröfur sem félagið átti útistandandi. Þar á meðal var umrædd millifærsla sem deilan snerist un. Lögð voru fram skattaframtöl sem sýndu að söluhagnaður hluthafanna af þessum gerning var 403,5 milljónir króna. Telur héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að umrædd krafa hafi verið gerð upp með þessari sölu. Þetta hafi stjórnarmönnum félagsins átt að vera ljóst á sínum tíma. Komst héraðsdómur því að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri alla þá sem stefnt var vegna málsins. Þarf Lyfjablóm að greiða Birki og Sólveigu 3,5 milljónir í málskostnað, Stefáni 1,74 milljónir og PWC 1,4 milljónir.
Dómsmál Hrunið Málaferli vegna Lyfjablóms ehf. Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira