Fótbolti

Dagný tilnefnd sem knattspyrnukona ársins í London

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir er að gera það gott í enska boltanum um þessar mundir.
Dagný Brynjarsdóttir er að gera það gott í enska boltanum um þessar mundir. Simon Marper/PA Images via Getty Images

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham í ensku Ofurdeildinni í fótbolta, hefur verið tilnefnd sem knattspyrnukona ársins í London.

Dagný er ein af fimm leikmönnum sem fá tilnefningu til verðlaunanna í ár, en London Football Awards verða veitt þann 13. mars næstkomandi. Ásamt Dagnýju eru Arsenal-konurnar Beth Mead og Kim Little, og Chelsea-konurnar Sam Kerr og Millie Bright tilnefndar.

Aðeins leikmenn sem leika með félagsliðum í London koma til greina í valinu. Í karlaflokki koma þeir Bukayo Saka (Arsenal), Martin Ødegaard (Arsenal), Ivan Toney (Brentford), Harry Kane (Tottenham) og Aleksandar Mitrovic (Fulham) til greina.

Dagný hefur verið lykilmaður í liði West Ham undanfarin tvö ár, en á yfirstandandi tímabili hefur hún leikið tólf deildarleiki og skorað í þeim fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×