Tveir handteknir fyrir að myrða sex úr sömu fjölskyldu Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2023 22:25 Noah David Beard er í haldi lögreglu. Angel Uriarte er undir læknishöndum eftir að hafa særst í skotbardaga við lögreglu. Lögreglan í Tulare/AP Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við morð sex einstaklinga úr sömu fjölskyldu í smábænum Goshen í Kaliforníu í janúar. Meðal þeirra myrtu voru tíu mánaða gamalt barn og sextán ára móðir þess. Þann átjánda janúar voru sex einstaklingar myrtir í bænum Goshen í Tulare-sýslu í Kaliforníu. Lögreglan í Tulara gaf það út samdægurs að svo virtist sem morðin hafi verið aftökur í tengslum við átök glæpagengja. Tíu mánaða gamalt barn var á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma þess auk tveggja karlmanna í fjölskyldunni. Lögreglan taldi sig frá upphafi hafa vísbendingar um þá sem báru ábyrgð á voðaverkunum og nú hafa tveir verið handteknir í tengslum við þau. Í frétt AP um málið segir að á blaðamannafundi í dag hafi komið fram að mennirnir tveir hafi verið undir stöðugu eftirliti lögreglu frá 23. janúar síðastliðnum. Lögreglan hafi svo látið til skarar skríða snemma í dag og handtekið mennina í heimahúsi eftir skotbardaga. Haft er eftir lögreglustjóranum Mike Boureaux að hinn 25 ára gamli Noah David Beard sé í haldi lögreglu og að hinn Angel Uriarte, 35 fimm ára, hafi særst í skotbardaganum og sé í aðgerð. Ástand hans sé stöðugt og búist sé við því að hann lifi af. „Ég er ánægður með að við höfum náð að koma þessum tveimur mönnum á bak við lás og slá,“ er haft eftir Boudreaux. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Fjórir ættliðir myrtir í smábæ í Kalíforníu Sex manneskjur allar nema ein úr sömu fjölskyldu voru skotnar til bana í smábæ í Kalíforníu í Bandaríkjunum í fyrradag. 18. janúar 2023 07:45 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Þann átjánda janúar voru sex einstaklingar myrtir í bænum Goshen í Tulare-sýslu í Kaliforníu. Lögreglan í Tulara gaf það út samdægurs að svo virtist sem morðin hafi verið aftökur í tengslum við átök glæpagengja. Tíu mánaða gamalt barn var á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma þess auk tveggja karlmanna í fjölskyldunni. Lögreglan taldi sig frá upphafi hafa vísbendingar um þá sem báru ábyrgð á voðaverkunum og nú hafa tveir verið handteknir í tengslum við þau. Í frétt AP um málið segir að á blaðamannafundi í dag hafi komið fram að mennirnir tveir hafi verið undir stöðugu eftirliti lögreglu frá 23. janúar síðastliðnum. Lögreglan hafi svo látið til skarar skríða snemma í dag og handtekið mennina í heimahúsi eftir skotbardaga. Haft er eftir lögreglustjóranum Mike Boureaux að hinn 25 ára gamli Noah David Beard sé í haldi lögreglu og að hinn Angel Uriarte, 35 fimm ára, hafi særst í skotbardaganum og sé í aðgerð. Ástand hans sé stöðugt og búist sé við því að hann lifi af. „Ég er ánægður með að við höfum náð að koma þessum tveimur mönnum á bak við lás og slá,“ er haft eftir Boudreaux.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Tengdar fréttir Fjórir ættliðir myrtir í smábæ í Kalíforníu Sex manneskjur allar nema ein úr sömu fjölskyldu voru skotnar til bana í smábæ í Kalíforníu í Bandaríkjunum í fyrradag. 18. janúar 2023 07:45 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fjórir ættliðir myrtir í smábæ í Kalíforníu Sex manneskjur allar nema ein úr sömu fjölskyldu voru skotnar til bana í smábæ í Kalíforníu í Bandaríkjunum í fyrradag. 18. janúar 2023 07:45