„Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 13:18 Elva Hrönn segist orðlaus yfir viðtökunum sem hún hefur fengið eftir að hún tilkynnti um framboð sitt til formanns VR. Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formanns VR segir að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á mikilvæg málefni undanfarið hjá sitjandi formanni. Hún segir viðbrögð við tilkynningu framboðs síns ótrúleg. Elva Hrönn er sérfræðingur á skrifstofu VR en hún býður sig fram til formanns VR á móti Ragnari Þór Ingólfssyni, núverandi formanns. „Ég er að bjóða mig fram því ég brenn fyrir hagsmuni okkar fólks, launafólks almennt í samfélaginu. Ég er mikil réttlætis-og baráttukona og tel mig eiga fullt erindi inn í þetta embætti,“ segir Elva í samtali við fréttastofu. Hún segir tilganginn með framboði sínu helst vera að leggja áherslu á þau málefni sem ekki hafi fengið nægilega athygli undanfarið. Nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina Elva nefnir jafnréttismálin sem dæmi um baráttumál sín. „Við erum með jafnréttisnefnd innan VR og hún hefur staðið sig mjög vel í því að halda þessum málum á lofti, auðvitað í samstarfi við okkur starfsfólkið. En mér finnst við þurfa að taka þessi mál upp á miklu hærra plan og beita okkur fyrir jafnrétti, annars náum við ekki sanngjörnum vinnumarkaði ef þar þrífst mismunum og misrétti gagnvart hópum sem kannski passa ekki inn í eitthvert fyrirfram mótað form,“ segir Elva og nefnir auk þess starfsmenntamál. „Við erum að ganga í gegnum breytingar, tækninýjungar og við erum auðvitað með starfsmenntamálin í góðum höndum, bæði innan VR og á landsvísu en við þurfum að spýta enn meira í lófana til að verða ekki eftir á í þeirri þróun sem á sér stað á markaðnum.“ Þá segir Elva mikilvægt að ræða málefni ungs fólks og koma ungliðaráði VR á laggirnar. „Mikið af ungu fólki þekkir hreinlega ekki réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði og þetta er sá hópur sem er hvað mest útsettur fyrir misrétti og misbeitingu.“ Að síðustu nefnir Elva umhverfismál. „Við þurfum að bregðast við og skoða næstu skref fram í tímann. Ekki bara bíða eftir því að við fáum eitthvað í fangið sem þarf að bregðast við.“ „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Hún segist ekki ósammála áherslumálum Ragnars Þórs, hann haldi þörfum málefnum á lofti, en VR sé stærsta stéttarfélag landsins og því þurfi að horfa á heildarmyndina. „Við getum ekki bara öll hin málefnin til hliðar á meðan við einbeitum okkur að einhverjum tveimur, þremur málefnum.“ Elva Hrönn tekur slaginn við Ragnar Þór.VR/Vísir/Vilhelm Aðspurð um hvort skorað hafi verið á hana að bjóða sig fram eða hvort framboðið sé að hennar frumkvæði segir Elva sitt lítið af hverju spila inn í. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Viðbrögðin framar vonum Hún segir viðbrögðin við framboðinu hafa verið ótrúleg. „Ég vonaðist eftir góðum viðbrögðum en ég er að fá viðbrögð úr öllum áttum. Frá fólki sem ég þekki ekki neitt og auðvitað fólki sem ég þekki. Ég er bara orðlaus og þakklát og þetta blæs mér vissulega kraft í brjóst; ég er tilbúin í þetta,“ segir Elva Hrönn Hjartardóttir. Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Elva Hrönn er sérfræðingur á skrifstofu VR en hún býður sig fram til formanns VR á móti Ragnari Þór Ingólfssyni, núverandi formanns. „Ég er að bjóða mig fram því ég brenn fyrir hagsmuni okkar fólks, launafólks almennt í samfélaginu. Ég er mikil réttlætis-og baráttukona og tel mig eiga fullt erindi inn í þetta embætti,“ segir Elva í samtali við fréttastofu. Hún segir tilganginn með framboði sínu helst vera að leggja áherslu á þau málefni sem ekki hafi fengið nægilega athygli undanfarið. Nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina Elva nefnir jafnréttismálin sem dæmi um baráttumál sín. „Við erum með jafnréttisnefnd innan VR og hún hefur staðið sig mjög vel í því að halda þessum málum á lofti, auðvitað í samstarfi við okkur starfsfólkið. En mér finnst við þurfa að taka þessi mál upp á miklu hærra plan og beita okkur fyrir jafnrétti, annars náum við ekki sanngjörnum vinnumarkaði ef þar þrífst mismunum og misrétti gagnvart hópum sem kannski passa ekki inn í eitthvert fyrirfram mótað form,“ segir Elva og nefnir auk þess starfsmenntamál. „Við erum að ganga í gegnum breytingar, tækninýjungar og við erum auðvitað með starfsmenntamálin í góðum höndum, bæði innan VR og á landsvísu en við þurfum að spýta enn meira í lófana til að verða ekki eftir á í þeirri þróun sem á sér stað á markaðnum.“ Þá segir Elva mikilvægt að ræða málefni ungs fólks og koma ungliðaráði VR á laggirnar. „Mikið af ungu fólki þekkir hreinlega ekki réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði og þetta er sá hópur sem er hvað mest útsettur fyrir misrétti og misbeitingu.“ Að síðustu nefnir Elva umhverfismál. „Við þurfum að bregðast við og skoða næstu skref fram í tímann. Ekki bara bíða eftir því að við fáum eitthvað í fangið sem þarf að bregðast við.“ „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Hún segist ekki ósammála áherslumálum Ragnars Þórs, hann haldi þörfum málefnum á lofti, en VR sé stærsta stéttarfélag landsins og því þurfi að horfa á heildarmyndina. „Við getum ekki bara öll hin málefnin til hliðar á meðan við einbeitum okkur að einhverjum tveimur, þremur málefnum.“ Elva Hrönn tekur slaginn við Ragnar Þór.VR/Vísir/Vilhelm Aðspurð um hvort skorað hafi verið á hana að bjóða sig fram eða hvort framboðið sé að hennar frumkvæði segir Elva sitt lítið af hverju spila inn í. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Ég fékk vissulega áskoranir en þetta er líka bara mitt verkalýðshjarta og baráttuandinn í mér. Viðbrögðin framar vonum Hún segir viðbrögðin við framboðinu hafa verið ótrúleg. „Ég vonaðist eftir góðum viðbrögðum en ég er að fá viðbrögð úr öllum áttum. Frá fólki sem ég þekki ekki neitt og auðvitað fólki sem ég þekki. Ég er bara orðlaus og þakklát og þetta blæs mér vissulega kraft í brjóst; ég er tilbúin í þetta,“ segir Elva Hrönn Hjartardóttir.
Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira