Telja fallbaráttulið Þórs vera með tvo af fimm bestu leikmönnum deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 23:15 Vincent Shahid og Styrmir Snær Þrastarson eru tveir af fimm bestu leikmönnum Subway-deildar karla í körfubolta að mati Körfuboltakvölds. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Körfuboltakvölds telja fallbaráttulið Þórs frá Þorlákshöfn vera með tvo af fimm bestu leikmönnum Subway-deildar karla í körfubolta í sínum röðum. „Ef þið hugsið topp tíu leikmenn í þessari deild, hvað koma margir leikmenn upp í hugann áður en þið segið Vincent Shahid? Ekkert rosalega margir?“ sðurði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins. „Hvað koma margir upp í hugann áður en þið segið Styrmir Snær [Þrastarson]? Topp fimm, eða topp sjö í allra seinasta lagi,“ hélt Kjartan áfram. „Þeir eru með tvo leikmenn - taktu alla sem fylgjast með þessari deild - sem eru á topp tíu lista allra sem fylgjast með þessari deild.“ Kjartan hafði þó ekki lokið sér af í að lofsama leikmannahóp Þórsara. „Þeir eru með Jordan Semple sem þriðja kost, þeir eru með Davíð Arnar [Ágústsson], Emil Karel [Einarsson], Fotios [Lampropoulos] og Pablo [Hernandez],“ sagði Kjartan áður en Hermann Hauksson greip boltann á lofti. „Fotios í gær, þessi gæi er náttúrulega bara alveg. Ég held að hann viti ekki hvar rangur staður á vellinum er. Hann er alltaf einhvernveginn á réttum stað og með tímasetningarnar réttar og þessi leikskilningur.“ Klippa: Þór Þ með 2 af 5 bestu leikmönnum deildarinnar Þrátt fyrir þessa lofræðu strákana um leikmenn Þórsliðsins er liðið ekki gallalaust, enda sitja Þórsarar í níunda sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. „Eini gallinn við Þórsliðið myndi ég segja er að þeir hlaupa rosalega mikið pick and roll og Vincent Shahid er í rauninni eini pick and roll ballhandlerinn sem stýrir vagg og veltu og hann getur ekki spilað fjörutíu mínútur í leik í heilli seríu,“ sagði Kjartan. Örvar Kristjánsson vildi þó meina að Þórsarar gætu plummað sig ágætlega í nokkrar mínútur án Shahid inni á vellinum. „Þeir hafa önnur vopn og geta leyst þær mínútur vel. Eins og bara Fotios, leikmaður sem er hokinn af reynslu og þegar hann er að taka þessi milliskot sín þá er svo gaman að horfa á hann,“ sagði Örvar. Strákarnir eyddu dágóðum tíma í að ræða lið Þórs frá Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
„Ef þið hugsið topp tíu leikmenn í þessari deild, hvað koma margir leikmenn upp í hugann áður en þið segið Vincent Shahid? Ekkert rosalega margir?“ sðurði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins. „Hvað koma margir upp í hugann áður en þið segið Styrmir Snær [Þrastarson]? Topp fimm, eða topp sjö í allra seinasta lagi,“ hélt Kjartan áfram. „Þeir eru með tvo leikmenn - taktu alla sem fylgjast með þessari deild - sem eru á topp tíu lista allra sem fylgjast með þessari deild.“ Kjartan hafði þó ekki lokið sér af í að lofsama leikmannahóp Þórsara. „Þeir eru með Jordan Semple sem þriðja kost, þeir eru með Davíð Arnar [Ágústsson], Emil Karel [Einarsson], Fotios [Lampropoulos] og Pablo [Hernandez],“ sagði Kjartan áður en Hermann Hauksson greip boltann á lofti. „Fotios í gær, þessi gæi er náttúrulega bara alveg. Ég held að hann viti ekki hvar rangur staður á vellinum er. Hann er alltaf einhvernveginn á réttum stað og með tímasetningarnar réttar og þessi leikskilningur.“ Klippa: Þór Þ með 2 af 5 bestu leikmönnum deildarinnar Þrátt fyrir þessa lofræðu strákana um leikmenn Þórsliðsins er liðið ekki gallalaust, enda sitja Þórsarar í níunda sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. „Eini gallinn við Þórsliðið myndi ég segja er að þeir hlaupa rosalega mikið pick and roll og Vincent Shahid er í rauninni eini pick and roll ballhandlerinn sem stýrir vagg og veltu og hann getur ekki spilað fjörutíu mínútur í leik í heilli seríu,“ sagði Kjartan. Örvar Kristjánsson vildi þó meina að Þórsarar gætu plummað sig ágætlega í nokkrar mínútur án Shahid inni á vellinum. „Þeir hafa önnur vopn og geta leyst þær mínútur vel. Eins og bara Fotios, leikmaður sem er hokinn af reynslu og þegar hann er að taka þessi milliskot sín þá er svo gaman að horfa á hann,“ sagði Örvar. Strákarnir eyddu dágóðum tíma í að ræða lið Þórs frá Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira