Vilja stofnan nýjan gjaldmiðil fyrir S-Ameríku Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. febrúar 2023 15:01 Alberto Fernandez, forseti Argentínu (t.h.) og Lula Da Silva, forseti Brasilíu á toppfundi leiðtoga ríkja rómönsku Ameríku og Karíbahafsins, sem haldinn var í Buenos Aires undir lok síðasta mánaðar. Getty Images Forsetar tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, Argentínu og Brasilíu, hafa lýst yfir vilja sínum til að stofna til sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna. Síðar meir, segja þeir, geti önnur ríki álfunnar slegist í hópinn. Vilja efla samskipti Argentínu og Brasilíu Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu og Alberto Fernandez, forseti Argentínu, vinna nú að því hörðum höndum að bæta samskipti ríkjanna að nýju, en þau hafa legið í nokkrum dvala undanfarin fjögur ár, á meðan Bolsonaro gegndi embætti forseta Brasilíu, en landið einangraðist mikið á alþjóðavísu á valdatíma hans. Gjaldmiðillinn á að heita „suður“ Á nýafstöðnum toppfundi þessara leiðtoga tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, lýstu báðir yfir vilja til að hefja viðræður um stofnun nýs gjaldmiðils, sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna tveggja. Einn helsti hvati þessarar hugmyndar er að aðstoða Argentínumenn við að kaupa vörur frá Brasilíu án þess að þurfa að ganga á gjaldeyrisforða landsins í dollurum. Slíkt gæti líka verið nauðsynleg súrefnisgjöf fyrir afar bágborinn efnahag Argentínu, en þar mældist verðbólgan í fyrra 95% og landið á í miklum erfiðleikum með viðskipti á alþjóðavísu. Fyrst í stað er gert ráð fyrir að hinn nýi gjaldmiðill, sem í bili gengur undir nafninu „suður“ (Sur), verði einungis notaður í viðskiptum ríkjanna tveggja, en gangi þetta eftir og gangi þetta vel, þá útiloka þeir ekki að suðrið leysi gjaldmiðla ríkjanna tveggja, hinn brasilíska real og hinn argentíska pesó af hólmi. Enn fremur er í yfirlýsingu forsetanna opnað á að önnur ríki álfunnar geti tekið þennan gjaldmiðil upp. Enda kom fram í yfirlýsingu forsetanna að mikill kostnaður fylgdi því fyrir ríki Suður-Ameríku að vera hvert fyrir sig með sjálfstæða og til þess að gera, veika gjaldmiðla. Fjármálaráðherrarnir vilja fara varlega í sakirnar Hins vegar mátti greina, fjórum tímum síðar, að yfirlýsingar forsetanna þóttu ef til vill vera full hátimbraðar og hlaðnar pólitískri óskhyggju fremur en ísköldu raunsæi, þegar fjármálaráðherrar beggja ríkja komu fram á sjónarsviðið og lýstu því yfir að fara yrði nokkuð hægar í sakirnar en gefið var í skyn í yfirlýsingu forsetanna. Þetta snerist fyrst og fremst um opnari lánalínur og að ekki væri horft lengra fyrsta kastið en eitt ár fram í tímann. Leiðin að sameiginlegri mynt væri vörðuð mörgum hindrunum sem ryðja þyrfti úr vegi áður en menn gætu farið að slá tappana úr kampavínsflöskunum. Argentína Brasilía Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Vilja efla samskipti Argentínu og Brasilíu Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu og Alberto Fernandez, forseti Argentínu, vinna nú að því hörðum höndum að bæta samskipti ríkjanna að nýju, en þau hafa legið í nokkrum dvala undanfarin fjögur ár, á meðan Bolsonaro gegndi embætti forseta Brasilíu, en landið einangraðist mikið á alþjóðavísu á valdatíma hans. Gjaldmiðillinn á að heita „suður“ Á nýafstöðnum toppfundi þessara leiðtoga tveggja stærstu ríkja Suður-Ameríku, lýstu báðir yfir vilja til að hefja viðræður um stofnun nýs gjaldmiðils, sameiginlegs gjaldmiðils ríkjanna tveggja. Einn helsti hvati þessarar hugmyndar er að aðstoða Argentínumenn við að kaupa vörur frá Brasilíu án þess að þurfa að ganga á gjaldeyrisforða landsins í dollurum. Slíkt gæti líka verið nauðsynleg súrefnisgjöf fyrir afar bágborinn efnahag Argentínu, en þar mældist verðbólgan í fyrra 95% og landið á í miklum erfiðleikum með viðskipti á alþjóðavísu. Fyrst í stað er gert ráð fyrir að hinn nýi gjaldmiðill, sem í bili gengur undir nafninu „suður“ (Sur), verði einungis notaður í viðskiptum ríkjanna tveggja, en gangi þetta eftir og gangi þetta vel, þá útiloka þeir ekki að suðrið leysi gjaldmiðla ríkjanna tveggja, hinn brasilíska real og hinn argentíska pesó af hólmi. Enn fremur er í yfirlýsingu forsetanna opnað á að önnur ríki álfunnar geti tekið þennan gjaldmiðil upp. Enda kom fram í yfirlýsingu forsetanna að mikill kostnaður fylgdi því fyrir ríki Suður-Ameríku að vera hvert fyrir sig með sjálfstæða og til þess að gera, veika gjaldmiðla. Fjármálaráðherrarnir vilja fara varlega í sakirnar Hins vegar mátti greina, fjórum tímum síðar, að yfirlýsingar forsetanna þóttu ef til vill vera full hátimbraðar og hlaðnar pólitískri óskhyggju fremur en ísköldu raunsæi, þegar fjármálaráðherrar beggja ríkja komu fram á sjónarsviðið og lýstu því yfir að fara yrði nokkuð hægar í sakirnar en gefið var í skyn í yfirlýsingu forsetanna. Þetta snerist fyrst og fremst um opnari lánalínur og að ekki væri horft lengra fyrsta kastið en eitt ár fram í tímann. Leiðin að sameiginlegri mynt væri vörðuð mörgum hindrunum sem ryðja þyrfti úr vegi áður en menn gætu farið að slá tappana úr kampavínsflöskunum.
Argentína Brasilía Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira