Ekki heyrt af neinu tjóni þrátt fyrir að spár hafi ræst Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2023 18:28 Víðir Reynisson segir ekki ólíklegt að veðurvörun fyrir allt landið á þriðjudag verði appelsínugul. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir að veður hafi víða verið varhugavert í dag líkt og spáð hafði verið. Fólk hafi verið vel undirbúið fyrir veðrið og ekki hafi verið tilkynnt um neitt tjón. Hann segir ekki ólíklegt að veðurviðvörun fyrir þriðjudag verði appelsínugul. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir klukkan 11 í morgun á á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna slæmrar veðurspár. Fólk var hvatt til þess að fara varlega, vera ekki á ferðinni að óþörfu og ganga vel frá lausamunum. „Ég held að flesti hafi haldið kyrru fyrir. Þetta olli engum vandræðum og við höfum ekki heyrt af neinu alvarlegu tjóni. Fólk náði að undirbúa sig vel og koma í veg fyrir það,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Veðrið staðbundið og varhugavert Víðir segir þó að spár hafi gengið eftir og aðstæður verið erfiðar í dag. Staðbundnar vindhviður hafi gert fólki lífið leitt þar sem það hafi getað verið í góðu veðri en lent í vondu veðri eftir að hafa farið stuttan spöl. Erfitt hafi verið að spá fyrir um það hvar vindhraði yrði mikill við yfirborð og því hafi óvissustigi verið lýst yfir á stóru svæði. Verkefnið ekki búið Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið fyrir þriðjudag og Víðir segir verkefnið því ekki búið. „Þetta eru mjög sérstakar aðstæður og ég held að þegar menn eru að rýna í veðurfarssögun, fróðir menn eins og Einar Sveinbjörnsson og fleiri, þá er þetta kannski með dálitlum ólíkindum. Þessi lægðagangur, hversu öflugar lægðirnar eru og hversu mikil áhrif lægðirnar hafa. Ef spár ganga eftir fyrir þriðjudaginn þá eiga þessar viðvaranir eftir að breyta um lit,“ segir Víðir. Veður Tengdar fréttir Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5. febrúar 2023 16:13 „Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. 5. febrúar 2023 12:32 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Óvissustigi almannavarna var lýst yfir klukkan 11 í morgun á á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna slæmrar veðurspár. Fólk var hvatt til þess að fara varlega, vera ekki á ferðinni að óþörfu og ganga vel frá lausamunum. „Ég held að flesti hafi haldið kyrru fyrir. Þetta olli engum vandræðum og við höfum ekki heyrt af neinu alvarlegu tjóni. Fólk náði að undirbúa sig vel og koma í veg fyrir það,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Veðrið staðbundið og varhugavert Víðir segir þó að spár hafi gengið eftir og aðstæður verið erfiðar í dag. Staðbundnar vindhviður hafi gert fólki lífið leitt þar sem það hafi getað verið í góðu veðri en lent í vondu veðri eftir að hafa farið stuttan spöl. Erfitt hafi verið að spá fyrir um það hvar vindhraði yrði mikill við yfirborð og því hafi óvissustigi verið lýst yfir á stóru svæði. Verkefnið ekki búið Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið fyrir þriðjudag og Víðir segir verkefnið því ekki búið. „Þetta eru mjög sérstakar aðstæður og ég held að þegar menn eru að rýna í veðurfarssögun, fróðir menn eins og Einar Sveinbjörnsson og fleiri, þá er þetta kannski með dálitlum ólíkindum. Þessi lægðagangur, hversu öflugar lægðirnar eru og hversu mikil áhrif lægðirnar hafa. Ef spár ganga eftir fyrir þriðjudaginn þá eiga þessar viðvaranir eftir að breyta um lit,“ segir Víðir.
Veður Tengdar fréttir Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5. febrúar 2023 16:13 „Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. 5. febrúar 2023 12:32 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5. febrúar 2023 16:13
„Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. 5. febrúar 2023 12:32