Subway Körfuboltakvöld: „Í þessum leik var hann töffarinn sem þeir gátu leitað til“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. febrúar 2023 22:46 Kjartan Atli, Örvar Þór og Hermann fóru yfir síðustu umferð í Subway-deildinni. Vísir Í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið fóru þeir Kjartan Atli Kjartansson, Örvar Þór Kristjánsson og Hermann Hauksson vel yfir mikilvægan sigur ÍR á Grindavík. ÍR og Grindavík mættust í Skógarselinu á föstudagskvöldið. Leikurinn var æsispennandi en að lokum voru það ÍR-ingar sem tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með sigurkörfu þegar örfáar sekúndur voru eftir. ÍR er enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hetti og Þór Þorlákshöfn. Þeir Kjartan Atli, Örvar Þór og Hermann fóru vel yfir leikinn. „Ég er ósammála þeim sem sögðu að þetta væri ekki „do or die“. Hefði ÍR tapað þá hefði þetta getað verið búið, þeir urðu að vinna. Þeir voru á heimavelli á móti Grindavík og þeir náðu í þennan sigur enda sást hvað þetta skipti þá miklu máli, það var eins og þeir hefðu unnið titil,“ sagði Örvar um sigurinn mikilvæga. Hann bar síðan framistöðu ÍR-inga saman við frammistöðu KR í tapinu gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudag. „Í svona stöðu á botninum þá verður þú að finna þennan anda og þennan kraft. Akkúrat það sem vantaði hjá KR í gær það var ÍR með í dag. Þeir voru tilbúnir, börðust og lögðu allt í þetta.“ Luciano Massarelli átti frábæran leik fyrir ÍR á föstudag og þeir félagar fögnuðu því að hann væri farinn að sýna það sem hann getur. „Loksins var Argentínumaðurinn hjá ÍR að sýna af hverju þeir voru að fá hann, þetta var besti leikurinn hans, Hann er bara búinn að vera lélegur hjá ÍR og maður er búinn að búast við miklu meira af honum.“ sagði Örvar. „Þarna í kvöld fannst mér við loksins sjá þann leikmann sem við sáum hjá Þór. Þetta gefur ÍR-liðinu svo mikið, þeir fengu hann til að vera töffari og hann var akkúrat í þessum leik töffarinn sem þeir gátu leitað til,“ bætti Övar við. Klippa: Subway körfuboltakvöld: Mikilvægur sigur ÍR Einnig ræddu þeir félagar frammistöðu Hákons Arnar Hjálmarssonar og vel uppsett leikkerfi þjálfarans Ísaks Wiium. Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Örvars og Hermanns má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Körfuboltakvöld ÍR UMF Grindavík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira
ÍR og Grindavík mættust í Skógarselinu á föstudagskvöldið. Leikurinn var æsispennandi en að lokum voru það ÍR-ingar sem tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur með sigurkörfu þegar örfáar sekúndur voru eftir. ÍR er enn í fallsæti, tveimur stigum á eftir Hetti og Þór Þorlákshöfn. Þeir Kjartan Atli, Örvar Þór og Hermann fóru vel yfir leikinn. „Ég er ósammála þeim sem sögðu að þetta væri ekki „do or die“. Hefði ÍR tapað þá hefði þetta getað verið búið, þeir urðu að vinna. Þeir voru á heimavelli á móti Grindavík og þeir náðu í þennan sigur enda sást hvað þetta skipti þá miklu máli, það var eins og þeir hefðu unnið titil,“ sagði Örvar um sigurinn mikilvæga. Hann bar síðan framistöðu ÍR-inga saman við frammistöðu KR í tapinu gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudag. „Í svona stöðu á botninum þá verður þú að finna þennan anda og þennan kraft. Akkúrat það sem vantaði hjá KR í gær það var ÍR með í dag. Þeir voru tilbúnir, börðust og lögðu allt í þetta.“ Luciano Massarelli átti frábæran leik fyrir ÍR á föstudag og þeir félagar fögnuðu því að hann væri farinn að sýna það sem hann getur. „Loksins var Argentínumaðurinn hjá ÍR að sýna af hverju þeir voru að fá hann, þetta var besti leikurinn hans, Hann er bara búinn að vera lélegur hjá ÍR og maður er búinn að búast við miklu meira af honum.“ sagði Örvar. „Þarna í kvöld fannst mér við loksins sjá þann leikmann sem við sáum hjá Þór. Þetta gefur ÍR-liðinu svo mikið, þeir fengu hann til að vera töffari og hann var akkúrat í þessum leik töffarinn sem þeir gátu leitað til,“ bætti Övar við. Klippa: Subway körfuboltakvöld: Mikilvægur sigur ÍR Einnig ræddu þeir félagar frammistöðu Hákons Arnar Hjálmarssonar og vel uppsett leikkerfi þjálfarans Ísaks Wiium. Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Örvars og Hermanns má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld ÍR UMF Grindavík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira