Með Tvíhöfða á tvíhöfðunum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 5. febrúar 2023 21:31 Sigmar og Inga eru í skýjunum með nýju húðflúrin. Vísir/Einar Íslenskt par fór sínar eigin leiðir þegar það fékk sér húðflúr af Tvíhöfða á samnefnda vöðva á handleggjunum. Þau eru miklir aðdáendur gríntvíeykisins. Húðflúr sem fólk fær sér saman eða svokölluð paratattú hafa alltaf notið ákveðinna vinsælda þrátt fyrir að í eðli sínu geti þau verið nokkuð varasöm ef fólk síðan skilur að skiptum. Enda er ákvörðun um að fá sér húðflúr nokkuð endanleg ef svo má segja. Þau Sigmar og Inga fóru ótroðnar slóðir þegar þau fengu sér flúr saman en hugmyndin kviknaði fyrir um hálfu ári. „Við náttúrulega erum búin að vera að hlusta á tvíhöfða saman, hlustuðum í raun á hverju kvöldi mjög reglulega og þetta var orðinn svona vani. Við hlustuðum alltaf áður en við fórum að sofa. Svo bara einn daginn þá kemur Inga með þá hugmynd segir bara við verðum að fá okkur Tvíhöfðatattú. Og þá byrjuðum við að pæla í þessu,“ segir Sigmar Freyr Jónsson. „Þetta á bara einhvernveginn svo vel við okkur. Mér fannst þetta bara rétt. Þetta á bara að vera svona. Og þetta var ekkert endilega af því að við erum par, við erum búin að vera vinir svo ógeðslega lengi þannig að það fittaði einhvernvegin inn í þetta líka,“ segir Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir. En hvers vegna er Inga með Sigurjón á upphandleggnum en Sigmar með Jón Gnarr? „Já hann er bara Jón og ég er Sigurjón,“ segir Inga. „Ég svona tengi meira við Jón, maður á það til að festast í gríni og svona,“ segir Sigmar. Vísir/Einar Spennt fyrir áframhaldandi gríni Þeir félagar Jón og Sigurjón eru að fara að halda áfram Tvíhöfðavegferðinni en núna hjá Tal, sem er hlaðvarpsveita í eigu Sýnar. En hvernig líst Sigmari og Ingu á það? „Við erum bara ótrúlega ánægð með það. Þetta eru ótrúlegar fréttir. Bara geggjað. Mér finnst það alger snilld að þeir séu að fara af stað með sitt svona eigið. Fá að ráða sér sjálfir. Þetta er bara geggjað.“ „Okkur finnst mjög gott að sofna við þá á kvöldin, mjög kósí,“ segir Inga. Dreymir ykkur þá á nóttunni fyrst þið sofnið við þá á kvöldin? „Nei það hefur ekki komið fyrir og miðað við hvað mann dreymir mikið af rugli þá hefur Tvíhöfði aldrei komið inn í draumana,“ segir Sigmar að lokum. Húðflúr Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Húðflúr sem fólk fær sér saman eða svokölluð paratattú hafa alltaf notið ákveðinna vinsælda þrátt fyrir að í eðli sínu geti þau verið nokkuð varasöm ef fólk síðan skilur að skiptum. Enda er ákvörðun um að fá sér húðflúr nokkuð endanleg ef svo má segja. Þau Sigmar og Inga fóru ótroðnar slóðir þegar þau fengu sér flúr saman en hugmyndin kviknaði fyrir um hálfu ári. „Við náttúrulega erum búin að vera að hlusta á tvíhöfða saman, hlustuðum í raun á hverju kvöldi mjög reglulega og þetta var orðinn svona vani. Við hlustuðum alltaf áður en við fórum að sofa. Svo bara einn daginn þá kemur Inga með þá hugmynd segir bara við verðum að fá okkur Tvíhöfðatattú. Og þá byrjuðum við að pæla í þessu,“ segir Sigmar Freyr Jónsson. „Þetta á bara einhvernveginn svo vel við okkur. Mér fannst þetta bara rétt. Þetta á bara að vera svona. Og þetta var ekkert endilega af því að við erum par, við erum búin að vera vinir svo ógeðslega lengi þannig að það fittaði einhvernvegin inn í þetta líka,“ segir Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir. En hvers vegna er Inga með Sigurjón á upphandleggnum en Sigmar með Jón Gnarr? „Já hann er bara Jón og ég er Sigurjón,“ segir Inga. „Ég svona tengi meira við Jón, maður á það til að festast í gríni og svona,“ segir Sigmar. Vísir/Einar Spennt fyrir áframhaldandi gríni Þeir félagar Jón og Sigurjón eru að fara að halda áfram Tvíhöfðavegferðinni en núna hjá Tal, sem er hlaðvarpsveita í eigu Sýnar. En hvernig líst Sigmari og Ingu á það? „Við erum bara ótrúlega ánægð með það. Þetta eru ótrúlegar fréttir. Bara geggjað. Mér finnst það alger snilld að þeir séu að fara af stað með sitt svona eigið. Fá að ráða sér sjálfir. Þetta er bara geggjað.“ „Okkur finnst mjög gott að sofna við þá á kvöldin, mjög kósí,“ segir Inga. Dreymir ykkur þá á nóttunni fyrst þið sofnið við þá á kvöldin? „Nei það hefur ekki komið fyrir og miðað við hvað mann dreymir mikið af rugli þá hefur Tvíhöfði aldrei komið inn í draumana,“ segir Sigmar að lokum.
Húðflúr Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira