Anníe Mist sagði frá ævintýrum hennar og Katrínar Tönju í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ræða málin í andyri hótelsins í Miami á miðju Wodpalooza mótinu. Skjámynd/Youtube Það munaði eins litlu og hægt var þegar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir kepptu í fyrst sinn í sama CrossFit liði. Nú hafa þær leyft fylgjendum sínum að skyggnast á bak við tjöldin. Anníe Mist og Katrín Tanja voru í sama liði á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í Miami i síðasta mánuði en liðið þeirra var að sjálfsögðu kennt við Dóttir eins og þær hafa jafnan markaðssett sig. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Heimsmeistararnir tveir hafa verið mjög góðar vinkonur lengi og unnið saman að mörgum athyglisverðum verkefnum. Samvinna þeirra inn á keppnisgólfinu hafði hins vegar látið bíða eftir sér. Að þessu sinni gengu þær hlið við hlið út á keppnisgólfið og kepptu loksins saman í liði. Anníe hefur nú sett saman myndband frá þessu ævintýri þeirra þar sem má sjá bæði viðtöl við hana og Katrínu Tönju sem og svipmyndir frá keppni þeirra. Í viðtölunum fóru þær yfir hvernig þær settu ákveðnar greinar upp þar sem þær reyndu að vinna með styrkleika hjá hverri fyrir sig. Það var oft erfitt fyrir þær að átta sig á því hver væri best hvar. Á CrossFit mótum sem þessum er ekki aðeins nóg að vera líkamlega tilbúinn heldur einnig er mjög mikilvægt að skipuleggja æfingarnar vel og eyða orkunni því á réttum stöðum. Liðsfélagi íslensku heimsmeistaranna var hin unga en frábæra Mal O´Brien. Þær þrjár enduðu með jafnmörg stig og sigurvegarinn en misstu af gullinu af því að hitt liðið vann fleiri greinar á mótinu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Q3V6JvBWXyQ">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Sjá meira
Anníe Mist og Katrín Tanja voru í sama liði á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í Miami i síðasta mánuði en liðið þeirra var að sjálfsögðu kennt við Dóttir eins og þær hafa jafnan markaðssett sig. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Heimsmeistararnir tveir hafa verið mjög góðar vinkonur lengi og unnið saman að mörgum athyglisverðum verkefnum. Samvinna þeirra inn á keppnisgólfinu hafði hins vegar látið bíða eftir sér. Að þessu sinni gengu þær hlið við hlið út á keppnisgólfið og kepptu loksins saman í liði. Anníe hefur nú sett saman myndband frá þessu ævintýri þeirra þar sem má sjá bæði viðtöl við hana og Katrínu Tönju sem og svipmyndir frá keppni þeirra. Í viðtölunum fóru þær yfir hvernig þær settu ákveðnar greinar upp þar sem þær reyndu að vinna með styrkleika hjá hverri fyrir sig. Það var oft erfitt fyrir þær að átta sig á því hver væri best hvar. Á CrossFit mótum sem þessum er ekki aðeins nóg að vera líkamlega tilbúinn heldur einnig er mjög mikilvægt að skipuleggja æfingarnar vel og eyða orkunni því á réttum stöðum. Liðsfélagi íslensku heimsmeistaranna var hin unga en frábæra Mal O´Brien. Þær þrjár enduðu með jafnmörg stig og sigurvegarinn en misstu af gullinu af því að hitt liðið vann fleiri greinar á mótinu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Q3V6JvBWXyQ">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Sjá meira