Anníe Mist sagði frá ævintýrum hennar og Katrínar Tönju í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ræða málin í andyri hótelsins í Miami á miðju Wodpalooza mótinu. Skjámynd/Youtube Það munaði eins litlu og hægt var þegar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir kepptu í fyrst sinn í sama CrossFit liði. Nú hafa þær leyft fylgjendum sínum að skyggnast á bak við tjöldin. Anníe Mist og Katrín Tanja voru í sama liði á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í Miami i síðasta mánuði en liðið þeirra var að sjálfsögðu kennt við Dóttir eins og þær hafa jafnan markaðssett sig. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Heimsmeistararnir tveir hafa verið mjög góðar vinkonur lengi og unnið saman að mörgum athyglisverðum verkefnum. Samvinna þeirra inn á keppnisgólfinu hafði hins vegar látið bíða eftir sér. Að þessu sinni gengu þær hlið við hlið út á keppnisgólfið og kepptu loksins saman í liði. Anníe hefur nú sett saman myndband frá þessu ævintýri þeirra þar sem má sjá bæði viðtöl við hana og Katrínu Tönju sem og svipmyndir frá keppni þeirra. Í viðtölunum fóru þær yfir hvernig þær settu ákveðnar greinar upp þar sem þær reyndu að vinna með styrkleika hjá hverri fyrir sig. Það var oft erfitt fyrir þær að átta sig á því hver væri best hvar. Á CrossFit mótum sem þessum er ekki aðeins nóg að vera líkamlega tilbúinn heldur einnig er mjög mikilvægt að skipuleggja æfingarnar vel og eyða orkunni því á réttum stöðum. Liðsfélagi íslensku heimsmeistaranna var hin unga en frábæra Mal O´Brien. Þær þrjár enduðu með jafnmörg stig og sigurvegarinn en misstu af gullinu af því að hitt liðið vann fleiri greinar á mótinu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Q3V6JvBWXyQ">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Sjá meira
Anníe Mist og Katrín Tanja voru í sama liði á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í Miami i síðasta mánuði en liðið þeirra var að sjálfsögðu kennt við Dóttir eins og þær hafa jafnan markaðssett sig. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Heimsmeistararnir tveir hafa verið mjög góðar vinkonur lengi og unnið saman að mörgum athyglisverðum verkefnum. Samvinna þeirra inn á keppnisgólfinu hafði hins vegar látið bíða eftir sér. Að þessu sinni gengu þær hlið við hlið út á keppnisgólfið og kepptu loksins saman í liði. Anníe hefur nú sett saman myndband frá þessu ævintýri þeirra þar sem má sjá bæði viðtöl við hana og Katrínu Tönju sem og svipmyndir frá keppni þeirra. Í viðtölunum fóru þær yfir hvernig þær settu ákveðnar greinar upp þar sem þær reyndu að vinna með styrkleika hjá hverri fyrir sig. Það var oft erfitt fyrir þær að átta sig á því hver væri best hvar. Á CrossFit mótum sem þessum er ekki aðeins nóg að vera líkamlega tilbúinn heldur einnig er mjög mikilvægt að skipuleggja æfingarnar vel og eyða orkunni því á réttum stöðum. Liðsfélagi íslensku heimsmeistaranna var hin unga en frábæra Mal O´Brien. Þær þrjár enduðu með jafnmörg stig og sigurvegarinn en misstu af gullinu af því að hitt liðið vann fleiri greinar á mótinu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Q3V6JvBWXyQ">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Sjá meira