Mun fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjast af? Sigurður Páll Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 11:00 Á síðasta ári var sett á laggirnar nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Nú eru komnar fram tillögur um ýmis atriði, sumar allra athyglisverðar en aðrar að mati undirritaðs, ekki á vetur setjandi. Svo ég vindi mér beint að efni þessarar greinar: Ein tillagan, er að fella niður skelbætur í Breiðafirði. Bótasaga vegna skelveiða er orðin tuttugu ára gömul og er í raun sorgarsaga um hvað stjórnvöldum eru oft mislagðar hendur þegar kemur að ákvörunum um lausnir þegar öll rök liggja á borðinu um að ganga hreint til verks. Á sínum tíma í upphafi kvótakerfisins eða árið 1984 og verið var að setja hörpudisk ásamt flestum sjávartegundum í kvóta, voru skelveiðar skilgreindar með ,,sérleyfi“. Þá var skelveiðihöfum sem stunduðu þessar veiðar, gert að láta frá sér 35% af þorskveiðiheimildum til að fá kvóta í hörpudisk. Þetta voru afarkostir (skilyrði). Árið 2003 hrinur stofn hörpudisks vegna sýkingar og allar skelveiðar stöðvast. Þá voru settar á skelbætur af stjórnvöldum í formi bolfisks sem átti að „trappast“ niður á nokkrum árum eða þar til stofn hörpudisksin væri búinn að ná veiðiþoli á ný. Ekkert hefur ræst úr því 20 árum seinna, þó á tímabili væru gerðar tilraunaveiðar sem svo sýndu frammá að sá vonarneisti byggðist ekki á raunhæfum væntingum. Tíu árum eftir hrun hörpudisks stofnsins þegar þessar skelbætur áttu að renna út fóru skelveiðihafar á fund stjórnvalda í því markmiði að finna lausn á vandanum. Þá voru skelbætur framlengdar um eitt ár en voru í þorskígildum 1/3 af þeim þoskkvóta sem útgerðir í Stykkishólmi þurftu að láta frá sér árið 1984 til að fá skelkvóta. Síðustu tíu ár hafa útgerðamenn í Stykkishólmi farið á hverju ári til fundar við stjórnvöld um lausn á málinu. Ýmsar þreifingar hafa átt sér stað en engin varanleg lausn. Og nú blasir við að ein af tillögum frá hópi sem sjávarútvegsráðherra skipaði í fyrra, leggur til að skelbætur verði lagðar af. Í dag vinnur eitt fyrirtæki í Stykkishólmi bolfiskvinnslu sem er Þórsnes hf. Þessi fiskvinnsla vinnur um 5000 tonn á ári og er töluverður hluti þess fisks keyptur á markaði. Þar er hljóðið mjög þungt í mönnum og jafnvel talað um að loka fyrirtækinu ef skelbætur verði teknar af. Varla getur sjávarútvegsráðherra, sem talar mikið fyrir byggðafestu og eflingu brothættra byggða, tekið þátt í því að fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjist af!? Höfundur er áhugamaður um eflinu byggða á íslandi öllu og varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Stykkishólmur Miðflokkurinn Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári var sett á laggirnar nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Nú eru komnar fram tillögur um ýmis atriði, sumar allra athyglisverðar en aðrar að mati undirritaðs, ekki á vetur setjandi. Svo ég vindi mér beint að efni þessarar greinar: Ein tillagan, er að fella niður skelbætur í Breiðafirði. Bótasaga vegna skelveiða er orðin tuttugu ára gömul og er í raun sorgarsaga um hvað stjórnvöldum eru oft mislagðar hendur þegar kemur að ákvörunum um lausnir þegar öll rök liggja á borðinu um að ganga hreint til verks. Á sínum tíma í upphafi kvótakerfisins eða árið 1984 og verið var að setja hörpudisk ásamt flestum sjávartegundum í kvóta, voru skelveiðar skilgreindar með ,,sérleyfi“. Þá var skelveiðihöfum sem stunduðu þessar veiðar, gert að láta frá sér 35% af þorskveiðiheimildum til að fá kvóta í hörpudisk. Þetta voru afarkostir (skilyrði). Árið 2003 hrinur stofn hörpudisks vegna sýkingar og allar skelveiðar stöðvast. Þá voru settar á skelbætur af stjórnvöldum í formi bolfisks sem átti að „trappast“ niður á nokkrum árum eða þar til stofn hörpudisksin væri búinn að ná veiðiþoli á ný. Ekkert hefur ræst úr því 20 árum seinna, þó á tímabili væru gerðar tilraunaveiðar sem svo sýndu frammá að sá vonarneisti byggðist ekki á raunhæfum væntingum. Tíu árum eftir hrun hörpudisks stofnsins þegar þessar skelbætur áttu að renna út fóru skelveiðihafar á fund stjórnvalda í því markmiði að finna lausn á vandanum. Þá voru skelbætur framlengdar um eitt ár en voru í þorskígildum 1/3 af þeim þoskkvóta sem útgerðir í Stykkishólmi þurftu að láta frá sér árið 1984 til að fá skelkvóta. Síðustu tíu ár hafa útgerðamenn í Stykkishólmi farið á hverju ári til fundar við stjórnvöld um lausn á málinu. Ýmsar þreifingar hafa átt sér stað en engin varanleg lausn. Og nú blasir við að ein af tillögum frá hópi sem sjávarútvegsráðherra skipaði í fyrra, leggur til að skelbætur verði lagðar af. Í dag vinnur eitt fyrirtæki í Stykkishólmi bolfiskvinnslu sem er Þórsnes hf. Þessi fiskvinnsla vinnur um 5000 tonn á ári og er töluverður hluti þess fisks keyptur á markaði. Þar er hljóðið mjög þungt í mönnum og jafnvel talað um að loka fyrirtækinu ef skelbætur verði teknar af. Varla getur sjávarútvegsráðherra, sem talar mikið fyrir byggðafestu og eflingu brothættra byggða, tekið þátt í því að fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjist af!? Höfundur er áhugamaður um eflinu byggða á íslandi öllu og varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar