Halla vill komast í stjórn VR Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2023 14:29 Halla Gunnarsdóttir lét af störfum sem framkvæmdastjóra ASÍ á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að bjóða stig fram til setu í stjórn stéttarfélagsins VR. Halla greinir frá þessu í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla á þriðja tímanum í dag. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til setu í stjórn VR til næstu tveggja ára. Þótt innan verkalýðshreyfingarinnar sé deilt um margt, virðist nokkur samhljómur um að sú kjarasamningalota sem nú stendur yfir hafi skilað launafólki og íslensku samfélagi verri niðurstöðu vegna þess hversu sundruð hreyfingin gekk til kjaraviðræðna. Sameinuð verkalýðshreyfing getur gert kröfur á bæði atvinnurekendur og stjórnvöld til að tryggja raunverulegar kjarabætur og stuðla að jöfnuði, fremur en breiðari gjá milli ríkra og fátækra. Með því er ekki sagt að full samstaða geti eða þurfi að nást í einu og öllu. En það er til mikils að vinna að efla samstöðuna þar sem það er hægt,“ segir Halla. Grein var frá því í september síðastliðinn að Halla, sem þá var í fæðingarorlofi, myndi ekki snúa til baka til starfa sem framkvæmdastjóri ASÍ eftir afsögn Drífu Snædal í ágúst. Rennur blóðið til skyldunnar Halla segir í yfirlýsingu sinni að VR sé stærsta stéttarfélag á Íslandi og að hún telji mikilvægt að forysta þess fari fram af yfirvegun og festu, bæði í baráttunni fyrir bættum kjörum félagsfólks og innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem félagsmanni í VR rennur mér blóðið til skyldunnar. „Hljóti ég brautargengi í stjórn félagsins mun ég vinna í þágu sameinaðrar og kraftmikillar verkalýðshreyfingar. Ég mun taka harða afstöðu gegn öllum tilraunum til að veikja stéttarfélög og beita mér fyrir eftirfarandi stefnumálum: vinnumarkaði sem styður við launafólk fremur en að vænka hag þeirra sem mest eiga, skattkerfisbreytingum sem stuðla að jöfnuði, húsnæðisstefnu sem sem gengur út á að viðurkenna húsnæði sem grunnþörf fólks, en ekki gróðamöguleika fyrir fjárfesta heilbrigðis- og velferðarmálum þar sem fólk er í fyrirrúmi. Ég vona sem flestir VR félagar taki undir þessi stefnumál og taki þátt í kosningunum sem framundan eru,“ segir Halla. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hafa bæði tilkynnt um framboð til formanns VR. Kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi. Stéttarfélög Tengdar fréttir Ragnar Þór vill leiða VR áfram Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt að hann vilji leiða félagið áfram en kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi. 20. janúar 2023 11:23 Starfsmaður VR vill fella formanninn Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hefur tilkynnt um framboð til formanns VR í kosningum sem fara fram í mars. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill leiða félagið áfram. 3. febrúar 2023 18:04 „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formanns VR segir að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á mikilvæg málefni undanfarið hjá sitjandi formanni. Hún segir viðbrögð við tilkynningu framboðs síns ótrúleg. 4. febrúar 2023 13:18 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Halla greinir frá þessu í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla á þriðja tímanum í dag. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til setu í stjórn VR til næstu tveggja ára. Þótt innan verkalýðshreyfingarinnar sé deilt um margt, virðist nokkur samhljómur um að sú kjarasamningalota sem nú stendur yfir hafi skilað launafólki og íslensku samfélagi verri niðurstöðu vegna þess hversu sundruð hreyfingin gekk til kjaraviðræðna. Sameinuð verkalýðshreyfing getur gert kröfur á bæði atvinnurekendur og stjórnvöld til að tryggja raunverulegar kjarabætur og stuðla að jöfnuði, fremur en breiðari gjá milli ríkra og fátækra. Með því er ekki sagt að full samstaða geti eða þurfi að nást í einu og öllu. En það er til mikils að vinna að efla samstöðuna þar sem það er hægt,“ segir Halla. Grein var frá því í september síðastliðinn að Halla, sem þá var í fæðingarorlofi, myndi ekki snúa til baka til starfa sem framkvæmdastjóri ASÍ eftir afsögn Drífu Snædal í ágúst. Rennur blóðið til skyldunnar Halla segir í yfirlýsingu sinni að VR sé stærsta stéttarfélag á Íslandi og að hún telji mikilvægt að forysta þess fari fram af yfirvegun og festu, bæði í baráttunni fyrir bættum kjörum félagsfólks og innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem félagsmanni í VR rennur mér blóðið til skyldunnar. „Hljóti ég brautargengi í stjórn félagsins mun ég vinna í þágu sameinaðrar og kraftmikillar verkalýðshreyfingar. Ég mun taka harða afstöðu gegn öllum tilraunum til að veikja stéttarfélög og beita mér fyrir eftirfarandi stefnumálum: vinnumarkaði sem styður við launafólk fremur en að vænka hag þeirra sem mest eiga, skattkerfisbreytingum sem stuðla að jöfnuði, húsnæðisstefnu sem sem gengur út á að viðurkenna húsnæði sem grunnþörf fólks, en ekki gróðamöguleika fyrir fjárfesta heilbrigðis- og velferðarmálum þar sem fólk er í fyrirrúmi. Ég vona sem flestir VR félagar taki undir þessi stefnumál og taki þátt í kosningunum sem framundan eru,“ segir Halla. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hafa bæði tilkynnt um framboð til formanns VR. Kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Ragnar Þór vill leiða VR áfram Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt að hann vilji leiða félagið áfram en kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi. 20. janúar 2023 11:23 Starfsmaður VR vill fella formanninn Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hefur tilkynnt um framboð til formanns VR í kosningum sem fara fram í mars. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill leiða félagið áfram. 3. febrúar 2023 18:04 „Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formanns VR segir að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á mikilvæg málefni undanfarið hjá sitjandi formanni. Hún segir viðbrögð við tilkynningu framboðs síns ótrúleg. 4. febrúar 2023 13:18 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Ragnar Þór vill leiða VR áfram Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tilkynnt að hann vilji leiða félagið áfram en kosningar fara fram í félaginu í mars næstkomandi. 20. janúar 2023 11:23
Starfsmaður VR vill fella formanninn Elva Hrönn Hjartardóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR, hefur tilkynnt um framboð til formanns VR í kosningum sem fara fram í mars. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill leiða félagið áfram. 3. febrúar 2023 18:04
„Við getum ekki bara lagt öll hin málefnin til hliðar" Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formanns VR segir að ekki hafi verið lögð nógu mikil áhersla á mikilvæg málefni undanfarið hjá sitjandi formanni. Hún segir viðbrögð við tilkynningu framboðs síns ótrúleg. 4. febrúar 2023 13:18