Trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2023 20:49 Sólveig Anna Jónsdóttir kemst ekki á fund Aðalsteins Leifssonar í fyrramálið. Vísir Formaður Eflingar hefur ritað ríkissáttasemjara bréf vegna fundarboðs hans á morgun. Hann segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um heimila aðför til þess að fá kjörskrá Eflingar afhenta, óumdeilanlega kæranlega. Efling trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. Líkt og fjallað hefur verið um í heimilaði héraðsdómur aðför, að gerðarbeiðni ríkissáttasemjara, í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gefið út að kjörskráin umdeilda verði ekki afhent fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. „Efling mun að sjálfsögðu hlíta endanlegri niðurstöðu dómstóla. Sú niðurstaða liggur ekki fyrir þó ríkissáttasemjari láti sem svo sé. Efling hefur þegar kært niðurstöðuna til Landsréttar enda mikilvægt að leyst sé úr málinu fyrir æðri dómstól. Allir eru sammála um að málið er án fordæma og um leið mjög mikilvægt,“ segir í tilkynningu á vef Eflingar. Ríkissáttasemjari skerði rétt til réttlátrar málsmeðferðar Í tilkynningu segir að Efling trúi því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. „Með því væri ríkissáttasemjari sem stjórnvald að grípa fram fyrir hendur dómstóla og um leið að skerða rétt Eflingar til réttlátrar málsmeðferðar. Síðast en ekki síst væri ríkissáttasemjari að svipta allan vinnumarkaðinn tækifærinu á að fá skýrt fordæmi frá æðri dómstól,“ segir í tilkynningu. Úrskurðurinn hefur þegar réttaráhrif Í lögum um um aðför segir að úrskurði héraðsdómara samkvæmt 13. kafla þeirra megi fullnægja þegar með aðför, nema sérstakur aðfararfrestur hafi verið tiltekinn í úrskurðinum. Þá segir að málskot úrskurðar héraðsdómara samkvæmt kaflanum til æðra dóms fresti ekki aðfarargerð, nema fallist hafi verið á kröfu þess efnis í úrskurðinum. Efling gerði slíka kröfu við rekstur málsins en héraðsdómur féllst ekki á hana. Gerir ráð fyrir að ríkissáttasemjari sýni kurteisi og virðingu Ríkissáttasemjari hefur greint frá því að hann hafi boðað Eflingu og Samtök atvinnulífsins á sinn fund til þess að ræða hvenær atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans mun fara fram. Af þeim sökum ákvað Efling að birta svar Sólveigar Önnu við erindi hans opinberlega. Í svarinu segir meðal annars að Efling stefni að því að leggja öll gögn fram í kærumálinu á morgun þannig að hraða megi málsmeðferð þess. „Ég minni á að þitt embætti lagði mikla áherslu á að málinu yrði hraðað verulega í héraðsdómi. Efling gerði allt til að svo mætti vera. Efling skilaði greinargerð ásamt öllum sínum gögnum og flutti málið, allt á fjórum sólarhringum. Efling gerir ráð fyrir að Ríkissáttasemjari sýni Eflingu sömu kurteisi og virðingu,“ segir Sólveig Anna. Bréf Sólveigar Önnu má lesa í heild sinni hér að neðan: Sæll Aðalsteinn. Niðurstaða héraðsdóms í dag er óumdeilanlega kæranleg til Landsréttar. Efling lýsti því samstundis yfir í héraðsdómi í dag að úrskurðinn væri kærður. Efling stefnir að því að leggja öll gögn fram í kærumálinu á morgun þannig að hraða megi málsmeðferð kærumálsins. Ég minni á að þitt embætti lagði mikla áherslu á að málinu yrði hraðað verulega í héraðsdómi. Efling gerði allt til að svo mætti vera. Efling skilaði greinargerð ásamt öllum sínum gögnum og flutti málið, allt á fjórum sólarhringum. Efling gerir ráð fyrir að Ríkissáttasemjari sýni Eflingu sömu kurteisi og virðingu. Fyrst og fremst gerir Efling ráð fyrir því að Ríkissáttasemjari hafi ekki af stéttarfélaginu þá réttlátu málsmeðferð sem felst í úrlausn á tveimur dómstigum. Efling mun að sjálfsögðu hlíta niðurstöðu dómstóla, verði hún endanleg. Eins og bent hefur verið á er hin umbeðna kjörskrá ekki til en hana þarf að útbúa sérstaklega. Verði Ríkissáttasemjari ekki við þessari sjálfsögðu ósk um að klára málið endanlega er óskað eftir rökstuðningi fyrir því. Ég er tilbúin að mæta á fund á morgun til þess að ræða málin frekar. Ég kemst aftur á móti ekki kl. 10.15 eins og þú leggur til þar sem að ég er önnum kafin við að undirbúa verkfallsaðgerðir og fundahöld þeim tengd fyrir hádegi og frameftir degi. Einnig tekur það mig tíma að boða samninganefnd á fundinn sem hér um ræðir. Kveðja, Sólveig Anna JónsdóttirEfling – stéttarfélag | Formaður Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Líkt og fjallað hefur verið um í heimilaði héraðsdómur aðför, að gerðarbeiðni ríkissáttasemjara, í morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur gefið út að kjörskráin umdeilda verði ekki afhent fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. „Efling mun að sjálfsögðu hlíta endanlegri niðurstöðu dómstóla. Sú niðurstaða liggur ekki fyrir þó ríkissáttasemjari láti sem svo sé. Efling hefur þegar kært niðurstöðuna til Landsréttar enda mikilvægt að leyst sé úr málinu fyrir æðri dómstól. Allir eru sammála um að málið er án fordæma og um leið mjög mikilvægt,“ segir í tilkynningu á vef Eflingar. Ríkissáttasemjari skerði rétt til réttlátrar málsmeðferðar Í tilkynningu segir að Efling trúi því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. „Með því væri ríkissáttasemjari sem stjórnvald að grípa fram fyrir hendur dómstóla og um leið að skerða rétt Eflingar til réttlátrar málsmeðferðar. Síðast en ekki síst væri ríkissáttasemjari að svipta allan vinnumarkaðinn tækifærinu á að fá skýrt fordæmi frá æðri dómstól,“ segir í tilkynningu. Úrskurðurinn hefur þegar réttaráhrif Í lögum um um aðför segir að úrskurði héraðsdómara samkvæmt 13. kafla þeirra megi fullnægja þegar með aðför, nema sérstakur aðfararfrestur hafi verið tiltekinn í úrskurðinum. Þá segir að málskot úrskurðar héraðsdómara samkvæmt kaflanum til æðra dóms fresti ekki aðfarargerð, nema fallist hafi verið á kröfu þess efnis í úrskurðinum. Efling gerði slíka kröfu við rekstur málsins en héraðsdómur féllst ekki á hana. Gerir ráð fyrir að ríkissáttasemjari sýni kurteisi og virðingu Ríkissáttasemjari hefur greint frá því að hann hafi boðað Eflingu og Samtök atvinnulífsins á sinn fund til þess að ræða hvenær atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans mun fara fram. Af þeim sökum ákvað Efling að birta svar Sólveigar Önnu við erindi hans opinberlega. Í svarinu segir meðal annars að Efling stefni að því að leggja öll gögn fram í kærumálinu á morgun þannig að hraða megi málsmeðferð þess. „Ég minni á að þitt embætti lagði mikla áherslu á að málinu yrði hraðað verulega í héraðsdómi. Efling gerði allt til að svo mætti vera. Efling skilaði greinargerð ásamt öllum sínum gögnum og flutti málið, allt á fjórum sólarhringum. Efling gerir ráð fyrir að Ríkissáttasemjari sýni Eflingu sömu kurteisi og virðingu,“ segir Sólveig Anna. Bréf Sólveigar Önnu má lesa í heild sinni hér að neðan: Sæll Aðalsteinn. Niðurstaða héraðsdóms í dag er óumdeilanlega kæranleg til Landsréttar. Efling lýsti því samstundis yfir í héraðsdómi í dag að úrskurðinn væri kærður. Efling stefnir að því að leggja öll gögn fram í kærumálinu á morgun þannig að hraða megi málsmeðferð kærumálsins. Ég minni á að þitt embætti lagði mikla áherslu á að málinu yrði hraðað verulega í héraðsdómi. Efling gerði allt til að svo mætti vera. Efling skilaði greinargerð ásamt öllum sínum gögnum og flutti málið, allt á fjórum sólarhringum. Efling gerir ráð fyrir að Ríkissáttasemjari sýni Eflingu sömu kurteisi og virðingu. Fyrst og fremst gerir Efling ráð fyrir því að Ríkissáttasemjari hafi ekki af stéttarfélaginu þá réttlátu málsmeðferð sem felst í úrlausn á tveimur dómstigum. Efling mun að sjálfsögðu hlíta niðurstöðu dómstóla, verði hún endanleg. Eins og bent hefur verið á er hin umbeðna kjörskrá ekki til en hana þarf að útbúa sérstaklega. Verði Ríkissáttasemjari ekki við þessari sjálfsögðu ósk um að klára málið endanlega er óskað eftir rökstuðningi fyrir því. Ég er tilbúin að mæta á fund á morgun til þess að ræða málin frekar. Ég kemst aftur á móti ekki kl. 10.15 eins og þú leggur til þar sem að ég er önnum kafin við að undirbúa verkfallsaðgerðir og fundahöld þeim tengd fyrir hádegi og frameftir degi. Einnig tekur það mig tíma að boða samninganefnd á fundinn sem hér um ræðir. Kveðja, Sólveig Anna JónsdóttirEfling – stéttarfélag | Formaður
Sæll Aðalsteinn. Niðurstaða héraðsdóms í dag er óumdeilanlega kæranleg til Landsréttar. Efling lýsti því samstundis yfir í héraðsdómi í dag að úrskurðinn væri kærður. Efling stefnir að því að leggja öll gögn fram í kærumálinu á morgun þannig að hraða megi málsmeðferð kærumálsins. Ég minni á að þitt embætti lagði mikla áherslu á að málinu yrði hraðað verulega í héraðsdómi. Efling gerði allt til að svo mætti vera. Efling skilaði greinargerð ásamt öllum sínum gögnum og flutti málið, allt á fjórum sólarhringum. Efling gerir ráð fyrir að Ríkissáttasemjari sýni Eflingu sömu kurteisi og virðingu. Fyrst og fremst gerir Efling ráð fyrir því að Ríkissáttasemjari hafi ekki af stéttarfélaginu þá réttlátu málsmeðferð sem felst í úrlausn á tveimur dómstigum. Efling mun að sjálfsögðu hlíta niðurstöðu dómstóla, verði hún endanleg. Eins og bent hefur verið á er hin umbeðna kjörskrá ekki til en hana þarf að útbúa sérstaklega. Verði Ríkissáttasemjari ekki við þessari sjálfsögðu ósk um að klára málið endanlega er óskað eftir rökstuðningi fyrir því. Ég er tilbúin að mæta á fund á morgun til þess að ræða málin frekar. Ég kemst aftur á móti ekki kl. 10.15 eins og þú leggur til þar sem að ég er önnum kafin við að undirbúa verkfallsaðgerðir og fundahöld þeim tengd fyrir hádegi og frameftir degi. Einnig tekur það mig tíma að boða samninganefnd á fundinn sem hér um ræðir. Kveðja, Sólveig Anna JónsdóttirEfling – stéttarfélag | Formaður
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira