Margt sem bendi til svipaðrar þróunar og fyrir hrun Bjarki Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2023 11:54 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Vilhelm Margt bendir til þess að á Íslandi gætu farið að gerast hlutir sem ekkert eru ósvipaðir því sem gerðist við aðdraganda hruns að sögn formanns VR. Efnahagsráðgjafi SA segir stöðuna vera snúna en með mjög litlum hætti sambærilega við hvernig hún var stuttu fyrir hrun. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins (SA), voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar voru þeir spurðir hvort þeir trúðu því að þjóðin standi frammi fyrir hruni. Ragnar segir margt benda til þess að hér gætu gerst hlutir sem ekkert eru ósvipaðir þeim sem gerðust bæði í aðdraganda og eftirmálum hrunsins árið 2008. Til að mynda sé vaxtakostnaður heimilanna að rjúka upp og afborganir þeirra sem ekki festu vexti að hækka um rúmlega hundrað þúsund krónur á mánuði. Klippa: Bítið - Stöndum við frammi fyrir öðru hruni? „Við sjáum það núna að vaxtakostnaður heimilanna er að rjúka upp úr öllu valdi út af stýrivaxtahækkunum, við erum að horfa á fólk með afborganir á lánum, fólk sem var að taka þá óverðtryggðu lánin á breytilegum vöxtum og festu ekki vextina, þar eru afborganir hækka um hundrað og upp í hundrað og fimmtíu þúsund á mánuði,“ segir Ragnar. Ekkert bendi til vaxtalækkana Hann segir fólk ekki standa undir miklum aukningum á vaxtakostnaði til lengri tíma og að ekkert bendi til þess að Seðlabankinn sé að fara að lækka vexti. Þvert á móti stefni allt í að bankinn hækki þá. Snjóhengja er í gangi að mati Ragnars, snjóhengja sem samanstendur af íbúðalánum með föstum vöxtum og eru losna eftir tólf eða 24 mánuði. „Sex hundruð og fjörutíu milljarðar og þetta eru þúsundir heimila sem munu fá þennan skell á sig. Stökkbreyting á greiðslubyrði, ekkert ósvipuð því sem gerðist í aðdraganda hruns húsnæðismarkaðarins í Bandaríkjanna sem síðan hrundi,“ segir Ragnar. Risastór vandi Hann segir að í bankahruninu hafi um fimmtán þúsund heimili farið undir hamarinn og verið hirt af fjármálakerfinu. Það fjármálakerfi hafi síðan hagnast um yfir þúsund milljarða frá hruni. „Þetta er bara risastór vandi sem er bara mjög lítið talað um vegna þess að vanskil eru í lágmarki og þú getur ekkert farið í vanskil hjá bankanum þínum þegar þeir bjóða þeir frystingar á afborgunum, þegar þeir bjóða þér endurfjármögnun bara alveg þangað til þú ert búinn að éta þitt eigið fé. Þá fara vandræðin að byrja,“ segir Ragnar. Hann segir spá sína vissulega vera svarta en hann hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. Að hans mati ætti atvinnulífið einnig að hafa gríðarlegar áhyggjur vegna áhrifa stýrivaxtahækkanna á skuldir fyrirtækja. Ragnar átta en Konráð þristur eða fjarki Konráð segist taka undir margt sem Ragnar segir en alls ekki allt. Á skalanum einn til tíu hafi Ragnar áhyggjur upp á átta. Sjálfur sé hann rétt á þremur eða fjórum. „Það er vissulega rétt að þetta er svolítið snúin staða sem við erum í. Að vera í þessari miklu verðbólgu núna og vaxtahækkunum sem koma í kjölfarið sem viðbragð við því. En það er mjög þungt og til dæmis bara mjög mörg heimili sem nú þegar finna það hvernig breytilegu vextirnir hafa hækkað,“ segir Konráð. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA. Þung staða Hann segir stöðuna vissulega þunga en það sé margt sem fái hann til þess að álykta að staðan sé með mjög litlum hætti sambærileg við það hvernig hún var fyrir hrun. Hann vill þó ekki fullyrða að engir efnahagslegir erfiðleikar séu framundan. „Einn moli. Mér sýnist að skuldir heimila og fyrirtækja sem hlutfall af landsframleiðslu hafa í raun og veru ekki verið lægri í um tvo áratugi og skuldir heimila, þær hafa hafa aðeins hækkað undanfarið sem hlutfall af landsframleiðslu, en lækka sem hlutfall af ráðstöfunartekjum. Þannig hjálpar það og vegur að einhverju leyti móti því að vextirnir séu að hækka,“ segir Konráð. Fjármál heimilisins Neytendur Hrunið Kjaramál Verðlag Bítið Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins (SA), voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar voru þeir spurðir hvort þeir trúðu því að þjóðin standi frammi fyrir hruni. Ragnar segir margt benda til þess að hér gætu gerst hlutir sem ekkert eru ósvipaðir þeim sem gerðust bæði í aðdraganda og eftirmálum hrunsins árið 2008. Til að mynda sé vaxtakostnaður heimilanna að rjúka upp og afborganir þeirra sem ekki festu vexti að hækka um rúmlega hundrað þúsund krónur á mánuði. Klippa: Bítið - Stöndum við frammi fyrir öðru hruni? „Við sjáum það núna að vaxtakostnaður heimilanna er að rjúka upp úr öllu valdi út af stýrivaxtahækkunum, við erum að horfa á fólk með afborganir á lánum, fólk sem var að taka þá óverðtryggðu lánin á breytilegum vöxtum og festu ekki vextina, þar eru afborganir hækka um hundrað og upp í hundrað og fimmtíu þúsund á mánuði,“ segir Ragnar. Ekkert bendi til vaxtalækkana Hann segir fólk ekki standa undir miklum aukningum á vaxtakostnaði til lengri tíma og að ekkert bendi til þess að Seðlabankinn sé að fara að lækka vexti. Þvert á móti stefni allt í að bankinn hækki þá. Snjóhengja er í gangi að mati Ragnars, snjóhengja sem samanstendur af íbúðalánum með föstum vöxtum og eru losna eftir tólf eða 24 mánuði. „Sex hundruð og fjörutíu milljarðar og þetta eru þúsundir heimila sem munu fá þennan skell á sig. Stökkbreyting á greiðslubyrði, ekkert ósvipuð því sem gerðist í aðdraganda hruns húsnæðismarkaðarins í Bandaríkjanna sem síðan hrundi,“ segir Ragnar. Risastór vandi Hann segir að í bankahruninu hafi um fimmtán þúsund heimili farið undir hamarinn og verið hirt af fjármálakerfinu. Það fjármálakerfi hafi síðan hagnast um yfir þúsund milljarða frá hruni. „Þetta er bara risastór vandi sem er bara mjög lítið talað um vegna þess að vanskil eru í lágmarki og þú getur ekkert farið í vanskil hjá bankanum þínum þegar þeir bjóða þeir frystingar á afborgunum, þegar þeir bjóða þér endurfjármögnun bara alveg þangað til þú ert búinn að éta þitt eigið fé. Þá fara vandræðin að byrja,“ segir Ragnar. Hann segir spá sína vissulega vera svarta en hann hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. Að hans mati ætti atvinnulífið einnig að hafa gríðarlegar áhyggjur vegna áhrifa stýrivaxtahækkanna á skuldir fyrirtækja. Ragnar átta en Konráð þristur eða fjarki Konráð segist taka undir margt sem Ragnar segir en alls ekki allt. Á skalanum einn til tíu hafi Ragnar áhyggjur upp á átta. Sjálfur sé hann rétt á þremur eða fjórum. „Það er vissulega rétt að þetta er svolítið snúin staða sem við erum í. Að vera í þessari miklu verðbólgu núna og vaxtahækkunum sem koma í kjölfarið sem viðbragð við því. En það er mjög þungt og til dæmis bara mjög mörg heimili sem nú þegar finna það hvernig breytilegu vextirnir hafa hækkað,“ segir Konráð. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA. Þung staða Hann segir stöðuna vissulega þunga en það sé margt sem fái hann til þess að álykta að staðan sé með mjög litlum hætti sambærileg við það hvernig hún var fyrir hrun. Hann vill þó ekki fullyrða að engir efnahagslegir erfiðleikar séu framundan. „Einn moli. Mér sýnist að skuldir heimila og fyrirtækja sem hlutfall af landsframleiðslu hafa í raun og veru ekki verið lægri í um tvo áratugi og skuldir heimila, þær hafa hafa aðeins hækkað undanfarið sem hlutfall af landsframleiðslu, en lækka sem hlutfall af ráðstöfunartekjum. Þannig hjálpar það og vegur að einhverju leyti móti því að vextirnir séu að hækka,“ segir Konráð.
Fjármál heimilisins Neytendur Hrunið Kjaramál Verðlag Bítið Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár Sjá meira