Myndi stela apa aftur ef hann gæti Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 13:12 Davion Irvin hefur verið ákærður fyrir að stela tveimur keisaratamarin-öpum. Lögreglan í Dallas/Getty Karlmaður sem grunaður er um að hafa stolið tveimur öpum úr dýragarðinum í Dallas segir að hann myndi stela fleiri öpum ef honum yrði sleppt úr haldi. Maðurinn er ekki talinn tengjast grunsamlegum dauðdaga hrægamms í sama dýragarði. Greint var frá því hér á Vísi í byrjun febrúar að tveimur öpum hafi verið stolið úr dýragarðinum í Dallas í Bandaríkjunum. Nokkrum vikum áður hafði hlébarði sloppið úr búri sínu og hrægammur látið lífið í garðinum. Aparnir fundust heilu höldnu í yfirgefnu húsnæði í 26 kílómetra fjarlægð frá Dallas. Eftir það lýsti lögreglan eftir manni sem talinn var tengjast málinu. Maðurinn sem lýst var eftir er hinn 24 ára gamli Davion Irvin. Hann var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa verið á sædýrasafni í borginni að spyrja spurninga um dýrin. Hann hefur verið ákærður fyrir dýraníð og þjófnað. Í skýrslutöku sagði Irvin að hann hafi stokkið yfir grindverk dýragarðsins eftir lokun og skorið gat á búr apanna. Hann tók þá með sér í lest og flutti þá á heimilið þar sem þeir fundust loks tveimur dögum síðar. Á heimilinu fundust einnig nokkrir kettir, nokkrar dúfur og dauðir fiskar. Hann er einnig grunaður um að hafa sleppt hlébarðanum Nova úr haldi en hann slapp úr búri sínu í janúar. Hlébarðanum tókst ekki að komast úr garðinum en eftir að garðurinn var rýmdur fannst hann stuttu frá búri sínu. Í lögregluskýrslunni sem CBS hefur undir höndunum er haft eftir Irvin að hann myndi stela fleiri öpum úr dýragörðum ef honum yrði sleppt úr haldi. Labbóttur hrægammur lést dularfullum dauðdaga í dýragarðinum nokkrum dögum fyrir hvarf apanna. Hann var með „grunsamlegt sár“ þegar hann fannst látinn en Irvin er ekki talin tengjast dauðanum. Dýr Bandaríkin Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Greint var frá því hér á Vísi í byrjun febrúar að tveimur öpum hafi verið stolið úr dýragarðinum í Dallas í Bandaríkjunum. Nokkrum vikum áður hafði hlébarði sloppið úr búri sínu og hrægammur látið lífið í garðinum. Aparnir fundust heilu höldnu í yfirgefnu húsnæði í 26 kílómetra fjarlægð frá Dallas. Eftir það lýsti lögreglan eftir manni sem talinn var tengjast málinu. Maðurinn sem lýst var eftir er hinn 24 ára gamli Davion Irvin. Hann var handtekinn í síðustu viku eftir að hafa verið á sædýrasafni í borginni að spyrja spurninga um dýrin. Hann hefur verið ákærður fyrir dýraníð og þjófnað. Í skýrslutöku sagði Irvin að hann hafi stokkið yfir grindverk dýragarðsins eftir lokun og skorið gat á búr apanna. Hann tók þá með sér í lest og flutti þá á heimilið þar sem þeir fundust loks tveimur dögum síðar. Á heimilinu fundust einnig nokkrir kettir, nokkrar dúfur og dauðir fiskar. Hann er einnig grunaður um að hafa sleppt hlébarðanum Nova úr haldi en hann slapp úr búri sínu í janúar. Hlébarðanum tókst ekki að komast úr garðinum en eftir að garðurinn var rýmdur fannst hann stuttu frá búri sínu. Í lögregluskýrslunni sem CBS hefur undir höndunum er haft eftir Irvin að hann myndi stela fleiri öpum úr dýragörðum ef honum yrði sleppt úr haldi. Labbóttur hrægammur lést dularfullum dauðdaga í dýragarðinum nokkrum dögum fyrir hvarf apanna. Hann var með „grunsamlegt sár“ þegar hann fannst látinn en Irvin er ekki talin tengjast dauðanum.
Dýr Bandaríkin Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira