Hurts geislar af sjálfsöryggi og stutt í grínið hjá þjálfaranum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 12:15 Nick Sirianni, þjálfari Philadelphia Eagles, á blaðamannafundi. Getty / Anthony Behar Þetta var bara einn af óteljandi fjölmiðlaviðburðum hjá þeim Nick Sirianni, þjálfara Philadelphia Eagles, og leikstjórnendanum Jalen Hurts þegar þeir sátu fyrir svörum fjölmiðlamanna á hóteli rétt utan Phoenix í gær. En þetta var sá síðasti fyrir stærsta leik tímabilsins og það mátti sjá á báðum þeirra að þeir nutu augnabliksins. Það gefur augaleið að fjölmiðlafundirnir fyrir Super Bowl eru ekki eins og fyrir aðra leiki. Salurinn á fundi þeirra Sirianni og Hurts var þéttsetinn af fjölmiðlafólki úr öllum heimshornum og spurningarnar eins mismunandi og þær voru margar. Sirianni var fyrri til í gær og opnaði fundinn með því að heilsa fjölmiðlafólkinu vinalega. Hann svaraði svo öllum spurningum eins samviskusamlega og hann gat - sem betur fer voru engar vandræðalegar spurningar á þessum fundi. Fyrr í vikunni var hann spurður hvaða leikmenn hann vildi alls ekki að myndu fara á stefnumót með dóttur hans. „Dóttir mín er fimm ára gömul,“ var svarið. Þvert á móti var Sirianni léttur í lund í gær og hann sló á létta strengi þegar hann gat. Þegar Stacey Dales, fréttamaður sjónvarpsstöðvarinnar NFL Network, fékk hljóðnemann til að bera upp spurningu var hann fljótur að grípa orðið fyrst. „Stacey, sástu hvað ég sagði um körfubolta í gær? Um vítaskotin?“ „Já, reyndar gerði ég það,“ svaraði Dales eftir smá hik. Dales er nefnilega fyrrum leikmaður í WNBA-deildinni og var frábær körfuboltakona. „Og hvernig var rútínan hjá þér?“ spurði Sirianni. „Það var yfirleitt bara eitt dripl og svo bara láta vaða,“ svaraði Dales um hæl. „Já, sammála. Ekkert hika við þetta. Bara negla á þetta,“ samsinnti Sirianni. Auðvitað voru flestar spurningar sem Sirianni fékk fremur hefðbundnar um leikinn á sunnudaginn og undirbúninginn fyrir stóru stundina. Hann hafði fengið þær sjálfsagt allar áður, oftar en einu sinni. Það var þó ekki að heyra á honum - öll svör voru einlæg og innihaldsrík. Michael Vick var fyrirmyndin Jalen Hurts sló á létta strengi með fjölmiðlamönnum í Phoenix í gær.Getty / PA Images / Anthony Behar Jalen Hurts, leikstjórnandinn ungi sem hefur átt sannkallað draumatímabil, var næstur í pontu. Hurts geislar af sjálfsöryggi sem er viðbúið hjá leikmanni sem hefur tekist að leiða lið sitt alla leið í úrslitaleik NFL-deildarinnar, einn stærsta íþróttaviðburð heimsins hvert ár. Hurts var til að mynda spurður um hverjar hafi verið fyrirmyndir hans í æsku. Hann brosti og sagði að hann hafi verið mikill stuðningsmaður Michael Vick - eins og reyndar margir krakkar á hans aldri voru að eigin sögn. „Ég átti hvíta Atlanta Vick-treyju og svo auðvitað Philadelphia-treyju líka,“ sagði Hurts brosandi en Vick spilaði með báðum félögum á sínum tíma. Margir hafa líkt Hurts við Vick enda að mörgu leyti líkir. Helsta einkenni beggja er að þeir eru með tvöfalda ógn - að geta bæði kastað boltanum og hlaupið með hann. Hurts hefur sjálfsagt ekki farið í gegnum marga blaðamannafundi án þess að hafa verið spurður um þær efasemdarraddir sem hafa fylgt honum síðan hann byrjaði að spila í NFL-deildinni. Margir efuðustu um að leikstíll hans myndi henta leikstíl deildarinnar. Og viti menn, hann var spurður um einmitt þessar efasemdarraddir einu sinni enn. „Ég var kominn með tilgang áður en nokkur maður hafði skoðun á mér,“ sagði Hurts. „Ég vissi að þið yrði ánægð með þessa línu,“ bætti hann svo við eftir stutta þögn og uppskar mikinn hlátur í salnum. #Eagles QB Jalen Hurts, asked about proving his critics wrong: I had a purpose before anybody had an opinion. ... I know y all liked that one. pic.twitter.com/rn5oQe0Dfj— Ari Meirov (@MySportsUpdate) February 9, 2023 Það er ef til vill lýsandi um fjölmiðlafundi á Super Bowl og flóru umræðuefna á honum að síðasta spurningin á undan þessari snerist að samloku sem mætti segja að væri einkennisréttur Philadelphia-borgar, Philly Cheesesteak. Nánar tiltekið, hvaða staður Hurts telji að bjóði upp á bestu samlokuna í borginni. Og sem fyrr stóð ekki á svörum. „Það vill einmitt til að veitingastaður í borginni býður upp á mína eigin útgáfu af Philly Cheesesteak sem heitir „The Jalen Special“. Rétturinn er nefndur eftir mér enda fékk ég aðeins að setja mínar áherslur á uppskriftina. Þú getur fengið þessa samloku á Food Chasers veitingastaðnum, ég er viss um að þér muni líka við hana,“ sagði Hurts og brosti sínu breiðasta. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.30. Upphitun hefst klukkan 22.00. NFL Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Sjá meira
Það gefur augaleið að fjölmiðlafundirnir fyrir Super Bowl eru ekki eins og fyrir aðra leiki. Salurinn á fundi þeirra Sirianni og Hurts var þéttsetinn af fjölmiðlafólki úr öllum heimshornum og spurningarnar eins mismunandi og þær voru margar. Sirianni var fyrri til í gær og opnaði fundinn með því að heilsa fjölmiðlafólkinu vinalega. Hann svaraði svo öllum spurningum eins samviskusamlega og hann gat - sem betur fer voru engar vandræðalegar spurningar á þessum fundi. Fyrr í vikunni var hann spurður hvaða leikmenn hann vildi alls ekki að myndu fara á stefnumót með dóttur hans. „Dóttir mín er fimm ára gömul,“ var svarið. Þvert á móti var Sirianni léttur í lund í gær og hann sló á létta strengi þegar hann gat. Þegar Stacey Dales, fréttamaður sjónvarpsstöðvarinnar NFL Network, fékk hljóðnemann til að bera upp spurningu var hann fljótur að grípa orðið fyrst. „Stacey, sástu hvað ég sagði um körfubolta í gær? Um vítaskotin?“ „Já, reyndar gerði ég það,“ svaraði Dales eftir smá hik. Dales er nefnilega fyrrum leikmaður í WNBA-deildinni og var frábær körfuboltakona. „Og hvernig var rútínan hjá þér?“ spurði Sirianni. „Það var yfirleitt bara eitt dripl og svo bara láta vaða,“ svaraði Dales um hæl. „Já, sammála. Ekkert hika við þetta. Bara negla á þetta,“ samsinnti Sirianni. Auðvitað voru flestar spurningar sem Sirianni fékk fremur hefðbundnar um leikinn á sunnudaginn og undirbúninginn fyrir stóru stundina. Hann hafði fengið þær sjálfsagt allar áður, oftar en einu sinni. Það var þó ekki að heyra á honum - öll svör voru einlæg og innihaldsrík. Michael Vick var fyrirmyndin Jalen Hurts sló á létta strengi með fjölmiðlamönnum í Phoenix í gær.Getty / PA Images / Anthony Behar Jalen Hurts, leikstjórnandinn ungi sem hefur átt sannkallað draumatímabil, var næstur í pontu. Hurts geislar af sjálfsöryggi sem er viðbúið hjá leikmanni sem hefur tekist að leiða lið sitt alla leið í úrslitaleik NFL-deildarinnar, einn stærsta íþróttaviðburð heimsins hvert ár. Hurts var til að mynda spurður um hverjar hafi verið fyrirmyndir hans í æsku. Hann brosti og sagði að hann hafi verið mikill stuðningsmaður Michael Vick - eins og reyndar margir krakkar á hans aldri voru að eigin sögn. „Ég átti hvíta Atlanta Vick-treyju og svo auðvitað Philadelphia-treyju líka,“ sagði Hurts brosandi en Vick spilaði með báðum félögum á sínum tíma. Margir hafa líkt Hurts við Vick enda að mörgu leyti líkir. Helsta einkenni beggja er að þeir eru með tvöfalda ógn - að geta bæði kastað boltanum og hlaupið með hann. Hurts hefur sjálfsagt ekki farið í gegnum marga blaðamannafundi án þess að hafa verið spurður um þær efasemdarraddir sem hafa fylgt honum síðan hann byrjaði að spila í NFL-deildinni. Margir efuðustu um að leikstíll hans myndi henta leikstíl deildarinnar. Og viti menn, hann var spurður um einmitt þessar efasemdarraddir einu sinni enn. „Ég var kominn með tilgang áður en nokkur maður hafði skoðun á mér,“ sagði Hurts. „Ég vissi að þið yrði ánægð með þessa línu,“ bætti hann svo við eftir stutta þögn og uppskar mikinn hlátur í salnum. #Eagles QB Jalen Hurts, asked about proving his critics wrong: I had a purpose before anybody had an opinion. ... I know y all liked that one. pic.twitter.com/rn5oQe0Dfj— Ari Meirov (@MySportsUpdate) February 9, 2023 Það er ef til vill lýsandi um fjölmiðlafundi á Super Bowl og flóru umræðuefna á honum að síðasta spurningin á undan þessari snerist að samloku sem mætti segja að væri einkennisréttur Philadelphia-borgar, Philly Cheesesteak. Nánar tiltekið, hvaða staður Hurts telji að bjóði upp á bestu samlokuna í borginni. Og sem fyrr stóð ekki á svörum. „Það vill einmitt til að veitingastaður í borginni býður upp á mína eigin útgáfu af Philly Cheesesteak sem heitir „The Jalen Special“. Rétturinn er nefndur eftir mér enda fékk ég aðeins að setja mínar áherslur á uppskriftina. Þú getur fengið þessa samloku á Food Chasers veitingastaðnum, ég er viss um að þér muni líka við hana,“ sagði Hurts og brosti sínu breiðasta. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.30. Upphitun hefst klukkan 22.00.
NFL Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Sjá meira