„Svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 11:59 Björgvin Páll Gústavsson bendir á KA og gefur í skyn að félagið standi ekki með Val í Evrópubaráttunni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Mér finnst alveg magnað að Björgvin Páll sé að standa í því að bauna á okkur,“ segir Haddur Júlíus Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar KA, vegna ummæla Björgvins Páls Gústavssonar á Twitter í dag. Björgvin Páll verður í marki Vals á Akureyri í kvöld þegar liðið mætir KA klukkan 18 í Olís-deildinni, en Valsmenn þurfa að spila ört þessa dagana vegna þátttöku í Evrópudeildinni. Landsliðsmarkvörðurinn sagði „kaldhæðnislegt“ að „lið utan af landi“ væri ekki tilbúið að verða við ósk um að færa leik um þrjátíu mínútur, svo að Valsmenn gætu flogið norður í stað þess að aka. Haddur segir Björgvin ekki hafa kynnt sér málið nægilega vel. Björgvin Páll Gústavsson birti þessa færslu á Twitter í dag.@BjoggiGustavs „Við skiljum Valsmenn og fögnum því að það sé mikið að gera hjá þeim. Við erum ekki að vinna gegn þeim á nokkurn hátt og dytti það ekki til hugar,“ segir Haddur. En af hverju varð KA ekki einfaldlega við því að flýta leiknum? „Valur óskaði eftir því að leikurinn yrði fluttur frá laugardegi á föstudag, á sínum tíma, og KA varð við því. Tveimur dögum fyrir leik kom símtal frá Val þar sem að íþróttastjórinn okkar var spurður hvort möguleiki væri að færa leikinn fram um hálftíma. Á þeim tímapunkti hefði það raskað miklu skipulagi. Það eru alls þrír leikir settir á í KA-heimilinu í dag – þessi leikur, U-leikur við Þór og 3. flokks leikur við Fjölni. Þar á undan er meistaraflokkur kvenna á æfingu fyrir leik sem þær eiga á morgun. Við hefðum þá þurft að kalla út sjálfboðaliða til að undirbúa leik á vinnutíma,“ segir Haddur. „Við höfum verið tilbúnir að gera allt fyrir Valsmenn og vorum í sambandi við Óskar Bjarna [Óskarsson, aðstoðarþjálfara Vals] í dag. Þeir eru lagðir af stað norður í rútu en hefðu þeir flogið þá hefðu þeir ekki komist suður því það er ekki flogið suður í dag út af veðri. Þessi hálftími hefði því ekki breytt neinu,“ segir Haddur. Flug frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld er þó enn á áætlun þegar þetta er skrifað. Haddur segir KA-menn alla af vilja gerða til að aðstoða Valsmenn svo að þeim gangi sem best í sínu Evrópuævintýri. „KA er búið að bjóða þeim, komist þeir ekki suður aftur í kvöld vegna ófærðar, að æfa bæði í salnum og lyftingasalnum hjá okkur hjá morgun ef þannig ber undir. Mér finnst þess vegna frekar svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur, án þess kannski að vita nákvæmlega um hvað málið snýst. Þar fyrir utan var fulltrúi Vals virkilega dónalegur í síma þegar hann var að biðja um þessa breytingu, og það hefur aldrei borist formlegt erindi,“ segir Haddur. Olís-deild karla Valur KA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Björgvin Páll verður í marki Vals á Akureyri í kvöld þegar liðið mætir KA klukkan 18 í Olís-deildinni, en Valsmenn þurfa að spila ört þessa dagana vegna þátttöku í Evrópudeildinni. Landsliðsmarkvörðurinn sagði „kaldhæðnislegt“ að „lið utan af landi“ væri ekki tilbúið að verða við ósk um að færa leik um þrjátíu mínútur, svo að Valsmenn gætu flogið norður í stað þess að aka. Haddur segir Björgvin ekki hafa kynnt sér málið nægilega vel. Björgvin Páll Gústavsson birti þessa færslu á Twitter í dag.@BjoggiGustavs „Við skiljum Valsmenn og fögnum því að það sé mikið að gera hjá þeim. Við erum ekki að vinna gegn þeim á nokkurn hátt og dytti það ekki til hugar,“ segir Haddur. En af hverju varð KA ekki einfaldlega við því að flýta leiknum? „Valur óskaði eftir því að leikurinn yrði fluttur frá laugardegi á föstudag, á sínum tíma, og KA varð við því. Tveimur dögum fyrir leik kom símtal frá Val þar sem að íþróttastjórinn okkar var spurður hvort möguleiki væri að færa leikinn fram um hálftíma. Á þeim tímapunkti hefði það raskað miklu skipulagi. Það eru alls þrír leikir settir á í KA-heimilinu í dag – þessi leikur, U-leikur við Þór og 3. flokks leikur við Fjölni. Þar á undan er meistaraflokkur kvenna á æfingu fyrir leik sem þær eiga á morgun. Við hefðum þá þurft að kalla út sjálfboðaliða til að undirbúa leik á vinnutíma,“ segir Haddur. „Við höfum verið tilbúnir að gera allt fyrir Valsmenn og vorum í sambandi við Óskar Bjarna [Óskarsson, aðstoðarþjálfara Vals] í dag. Þeir eru lagðir af stað norður í rútu en hefðu þeir flogið þá hefðu þeir ekki komist suður því það er ekki flogið suður í dag út af veðri. Þessi hálftími hefði því ekki breytt neinu,“ segir Haddur. Flug frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld er þó enn á áætlun þegar þetta er skrifað. Haddur segir KA-menn alla af vilja gerða til að aðstoða Valsmenn svo að þeim gangi sem best í sínu Evrópuævintýri. „KA er búið að bjóða þeim, komist þeir ekki suður aftur í kvöld vegna ófærðar, að æfa bæði í salnum og lyftingasalnum hjá okkur hjá morgun ef þannig ber undir. Mér finnst þess vegna frekar svívirðilegt að Björgvin Páll sé að blammera okkur, án þess kannski að vita nákvæmlega um hvað málið snýst. Þar fyrir utan var fulltrúi Vals virkilega dónalegur í síma þegar hann var að biðja um þessa breytingu, og það hefur aldrei borist formlegt erindi,“ segir Haddur.
Olís-deild karla Valur KA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira