Víkingar byrja á sigri | Kjartan Henry kominn á blað hjá FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. febrúar 2023 22:31 Nikolaj Hansen var á skotskónum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Fjöldi leikja í Lengjubikar karla í knattspyrnu fór fram í kvöld. Víkingar unnu torsóttan 3-1 sigur á Njarðvík á meðan ríkjandi Lengjubikarmeistarar FH unnu Selfoss í Hafnafirði. Í Víkinni var Lengjudeildarlið Njarðvíkur í heimsókn en það komst nýverið í fréttirnar vegna erlends leikmanns sem félagið samdi við. Sá var talinn með efnilegri leikmönnum heims fyrir ekki svo löngu og virðist Njarðvík nú vera komið á kortið í Malasíu. Njarðvíkingar byrjuðu ekki vel því miðvörðurinn Marc Mcausland varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 12. mínútu. Omar Diouck jafnaði hins vegar metin rúmlega tíu mínútum síðar og staðan 1-1 allt þangað til á 39. mínútu þegar danski markahrókurinn Nikolaj Andreas Hansen kom Víkingum yfir. Það var svo ofur-varamaðurinn Helgi Guðjónsson sem fullkomnaði 3-1 sigur Víkinga með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Í Hafnafirði unnu ríkjandi meistarar í FH góðan 4-2 sigur á Selfyssingum. Steven Lennon og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu til þess að FH var 2-0 yfir eftir aðeins átta mínútna leik. Guðmundur Tyrfingsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleik var lokið. Máni Austmann Hilmarsson kom FH í 3-1 áður en Kjartan Henry Finnbogason opnaði markareikning sinn fyrir félagið af vítapunktinum. Ívan Breki Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Selfoss í uppbótartíma, lokatölur 4-2. Velkominn @kjahfin pic.twitter.com/hOQ12OebVL— FHingar (@fhingar) February 10, 2023 Í Garðabænum var Afturelding í heimsókn. Fór það svo að Stjarnan vann 4-1 sigur. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu. Patrekur Orri Guðjónsson setti boltann í eigið net skömmu síðar og Róbert Kolbeins Þórarinsson kom Stjörnunni í 3-0 fyrir hálfleik. Jóhann Árni skoraði svo annað mark sitt, að þessu sinni úr vítaspyrnu, þegar klukkustund var liðin og staðan orðin 4-0. Varamaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Lokatölur í Garðabæ 4-1 Stjörnunni í vil. Þá vann Fjölnir 4-1 sigur á Þrótti Reyjavík í eina leik kvöldsins þar sem tvö lið úr Lengjudeildinni mættust. Sigurvin Reynisson, Hákon Ingi Jónsson, Bjarni Gunnarsson og Bjarni Þór Hafstein skoruðu mörk Fjölnis en Hinrik Harðarson skoraði mark Þróttar. Fótbolti Íslenski boltinn FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Í Víkinni var Lengjudeildarlið Njarðvíkur í heimsókn en það komst nýverið í fréttirnar vegna erlends leikmanns sem félagið samdi við. Sá var talinn með efnilegri leikmönnum heims fyrir ekki svo löngu og virðist Njarðvík nú vera komið á kortið í Malasíu. Njarðvíkingar byrjuðu ekki vel því miðvörðurinn Marc Mcausland varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 12. mínútu. Omar Diouck jafnaði hins vegar metin rúmlega tíu mínútum síðar og staðan 1-1 allt þangað til á 39. mínútu þegar danski markahrókurinn Nikolaj Andreas Hansen kom Víkingum yfir. Það var svo ofur-varamaðurinn Helgi Guðjónsson sem fullkomnaði 3-1 sigur Víkinga með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Í Hafnafirði unnu ríkjandi meistarar í FH góðan 4-2 sigur á Selfyssingum. Steven Lennon og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu til þess að FH var 2-0 yfir eftir aðeins átta mínútna leik. Guðmundur Tyrfingsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleik var lokið. Máni Austmann Hilmarsson kom FH í 3-1 áður en Kjartan Henry Finnbogason opnaði markareikning sinn fyrir félagið af vítapunktinum. Ívan Breki Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Selfoss í uppbótartíma, lokatölur 4-2. Velkominn @kjahfin pic.twitter.com/hOQ12OebVL— FHingar (@fhingar) February 10, 2023 Í Garðabænum var Afturelding í heimsókn. Fór það svo að Stjarnan vann 4-1 sigur. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu. Patrekur Orri Guðjónsson setti boltann í eigið net skömmu síðar og Róbert Kolbeins Þórarinsson kom Stjörnunni í 3-0 fyrir hálfleik. Jóhann Árni skoraði svo annað mark sitt, að þessu sinni úr vítaspyrnu, þegar klukkustund var liðin og staðan orðin 4-0. Varamaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Lokatölur í Garðabæ 4-1 Stjörnunni í vil. Þá vann Fjölnir 4-1 sigur á Þrótti Reyjavík í eina leik kvöldsins þar sem tvö lið úr Lengjudeildinni mættust. Sigurvin Reynisson, Hákon Ingi Jónsson, Bjarni Gunnarsson og Bjarni Þór Hafstein skoruðu mörk Fjölnis en Hinrik Harðarson skoraði mark Þróttar.
Fótbolti Íslenski boltinn FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira