Víkingar byrja á sigri | Kjartan Henry kominn á blað hjá FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. febrúar 2023 22:31 Nikolaj Hansen var á skotskónum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Fjöldi leikja í Lengjubikar karla í knattspyrnu fór fram í kvöld. Víkingar unnu torsóttan 3-1 sigur á Njarðvík á meðan ríkjandi Lengjubikarmeistarar FH unnu Selfoss í Hafnafirði. Í Víkinni var Lengjudeildarlið Njarðvíkur í heimsókn en það komst nýverið í fréttirnar vegna erlends leikmanns sem félagið samdi við. Sá var talinn með efnilegri leikmönnum heims fyrir ekki svo löngu og virðist Njarðvík nú vera komið á kortið í Malasíu. Njarðvíkingar byrjuðu ekki vel því miðvörðurinn Marc Mcausland varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 12. mínútu. Omar Diouck jafnaði hins vegar metin rúmlega tíu mínútum síðar og staðan 1-1 allt þangað til á 39. mínútu þegar danski markahrókurinn Nikolaj Andreas Hansen kom Víkingum yfir. Það var svo ofur-varamaðurinn Helgi Guðjónsson sem fullkomnaði 3-1 sigur Víkinga með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Í Hafnafirði unnu ríkjandi meistarar í FH góðan 4-2 sigur á Selfyssingum. Steven Lennon og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu til þess að FH var 2-0 yfir eftir aðeins átta mínútna leik. Guðmundur Tyrfingsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleik var lokið. Máni Austmann Hilmarsson kom FH í 3-1 áður en Kjartan Henry Finnbogason opnaði markareikning sinn fyrir félagið af vítapunktinum. Ívan Breki Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Selfoss í uppbótartíma, lokatölur 4-2. Velkominn @kjahfin pic.twitter.com/hOQ12OebVL— FHingar (@fhingar) February 10, 2023 Í Garðabænum var Afturelding í heimsókn. Fór það svo að Stjarnan vann 4-1 sigur. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu. Patrekur Orri Guðjónsson setti boltann í eigið net skömmu síðar og Róbert Kolbeins Þórarinsson kom Stjörnunni í 3-0 fyrir hálfleik. Jóhann Árni skoraði svo annað mark sitt, að þessu sinni úr vítaspyrnu, þegar klukkustund var liðin og staðan orðin 4-0. Varamaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Lokatölur í Garðabæ 4-1 Stjörnunni í vil. Þá vann Fjölnir 4-1 sigur á Þrótti Reyjavík í eina leik kvöldsins þar sem tvö lið úr Lengjudeildinni mættust. Sigurvin Reynisson, Hákon Ingi Jónsson, Bjarni Gunnarsson og Bjarni Þór Hafstein skoruðu mörk Fjölnis en Hinrik Harðarson skoraði mark Þróttar. Fótbolti Íslenski boltinn FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
Í Víkinni var Lengjudeildarlið Njarðvíkur í heimsókn en það komst nýverið í fréttirnar vegna erlends leikmanns sem félagið samdi við. Sá var talinn með efnilegri leikmönnum heims fyrir ekki svo löngu og virðist Njarðvík nú vera komið á kortið í Malasíu. Njarðvíkingar byrjuðu ekki vel því miðvörðurinn Marc Mcausland varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 12. mínútu. Omar Diouck jafnaði hins vegar metin rúmlega tíu mínútum síðar og staðan 1-1 allt þangað til á 39. mínútu þegar danski markahrókurinn Nikolaj Andreas Hansen kom Víkingum yfir. Það var svo ofur-varamaðurinn Helgi Guðjónsson sem fullkomnaði 3-1 sigur Víkinga með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Í Hafnafirði unnu ríkjandi meistarar í FH góðan 4-2 sigur á Selfyssingum. Steven Lennon og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu til þess að FH var 2-0 yfir eftir aðeins átta mínútna leik. Guðmundur Tyrfingsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu áður en fyrri hálfleik var lokið. Máni Austmann Hilmarsson kom FH í 3-1 áður en Kjartan Henry Finnbogason opnaði markareikning sinn fyrir félagið af vítapunktinum. Ívan Breki Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Selfoss í uppbótartíma, lokatölur 4-2. Velkominn @kjahfin pic.twitter.com/hOQ12OebVL— FHingar (@fhingar) February 10, 2023 Í Garðabænum var Afturelding í heimsókn. Fór það svo að Stjarnan vann 4-1 sigur. Jóhann Árni Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu. Patrekur Orri Guðjónsson setti boltann í eigið net skömmu síðar og Róbert Kolbeins Þórarinsson kom Stjörnunni í 3-0 fyrir hálfleik. Jóhann Árni skoraði svo annað mark sitt, að þessu sinni úr vítaspyrnu, þegar klukkustund var liðin og staðan orðin 4-0. Varamaðurinn Arnór Gauti Ragnarsson minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Lokatölur í Garðabæ 4-1 Stjörnunni í vil. Þá vann Fjölnir 4-1 sigur á Þrótti Reyjavík í eina leik kvöldsins þar sem tvö lið úr Lengjudeildinni mættust. Sigurvin Reynisson, Hákon Ingi Jónsson, Bjarni Gunnarsson og Bjarni Þór Hafstein skoruðu mörk Fjölnis en Hinrik Harðarson skoraði mark Þróttar.
Fótbolti Íslenski boltinn FH Víkingur Reykjavík Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira