Ég á vinkonu Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 11. febrúar 2023 12:02 Ég á vinkonu. Við kynntumst í menntaskóla og eigum því vináttu sem spannar næstum 30 ár. Á þeim tíma hef ég upplifað margt og þegar ég skoða myndir af áföngum lífsins er vinkonu mína þar að finna. Hún hefur tekið þátt í gleðistundum í lífi mínu og verið til staðar þegar erfiðleikar steðja að. Það eru dýrmæt lífsgæði að eiga vinkonu. Guðsmyndir Biblíunnar eru dregnar úr reynsluheimi fólks og þær myndir sem við þekkjum best lýsa allar nánum tengslum, Guð er til dæmis faðir, sonur og vinur. Þær myndir eru í karlkyni en Biblían miðlar jöfnum höndum guðsmyndum sem eru kvenlægar. Guð er þá móðir, huggandi og nærandi, birna og assa, sem verndar afkvæmi sín, og hæna sem safnar „ungum sínum undir vængi sér“. Eina leiðin sem við getum orðað trú og trúarlegan veruleika er í gegnum myndmál, en það á við um öll fyrirbæri sem eru óræð, þar sker trúarlegt orðfræði sig ekki úr. Myndmál skiptir máli, það myndmál sem við notum til að lýsa Guði skiptir máli og við þurfum að skoða og endurskoða guðsmynd okkar og heimsmynd í gegnum ólík æviskeið. Að vera trúuð og trúaður, snýst í grunninn ekki um skoðanir eða þekkingu, heldur upplifun okkar af samhengi lífsins. Ef við viljum nálgast Guð, þá skiptir það höfuðmáli hvaða mynd við gerum okkur af Guði og hvernig að við umgöngumst þá mynd. Guðsmynd sem færir þér vind í fangið, í stað þess að færa þér vind í bakið, hana þarf að endurskoða. Guðsmynd sem gerir þér kleift að fela þig frá lífinu, í stað þess að gefa þér hugrekki til að takast á við lífið, hana þarf að endurskoða. Og guðsmynd sem dæmir þig, gagnrýnir þig, finnur að öllu sem þú gerir, í stað þess að samþykkja þig, hana þarf jafnframt að endurskoða. Nú í febrúar eru 30 ár síðan Kvennakirkjan var stofnuð, leikmannahreyfing trúaðra kvenna, sem starfað hafa undir forystu séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur. Áhrif Kvennakirkjunnar ná langt út fyrir raðir þeirra kvenna sem þangað sækja trúarlegt samfélag, en Auður Eir hefur í ræðu og riti haldið á lofti þeirri guðsmynd að Guð sé vinkona þeirra sem til hennar leita. Kvennaguðfræði er að sögn sr. Auðar Eirar „guðfræði sem konur skrifa um vináttu Guðs í lífi þeirra sjálfra og allri veröldinni fyrr og síðar.“ Þá guðfræði hefur Kvennakirkjan gefið út í fjölmögum bókum, sem snúa annarsvegar að ritskýringu á ritum Biblíunnar (Vinkonur og vinir Jesú: Valdir Biblíutextar á máli beggja kynja, 1999; Gamla Testamentið; Markúsarguðspjall; Postulasagan, 2021) og hisvegar að guðsmynd sem miðlar Gleði Guðs: semlæknar sektarkennd, kviða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma(2004). Framlag sr. Auðar Eirar til íslenskrar guðfræði er víðtækt og merkilegt, en fyrst og fremst er guðsmynd Kvennakirkjunnar falleg. Guð Biblíunnar er ekki karlkyns Guð. Hún er Guð handan kynja, sem lýst er með kynjuðu myndmáli. Guð er vinkona. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég á vinkonu. Við kynntumst í menntaskóla og eigum því vináttu sem spannar næstum 30 ár. Á þeim tíma hef ég upplifað margt og þegar ég skoða myndir af áföngum lífsins er vinkonu mína þar að finna. Hún hefur tekið þátt í gleðistundum í lífi mínu og verið til staðar þegar erfiðleikar steðja að. Það eru dýrmæt lífsgæði að eiga vinkonu. Guðsmyndir Biblíunnar eru dregnar úr reynsluheimi fólks og þær myndir sem við þekkjum best lýsa allar nánum tengslum, Guð er til dæmis faðir, sonur og vinur. Þær myndir eru í karlkyni en Biblían miðlar jöfnum höndum guðsmyndum sem eru kvenlægar. Guð er þá móðir, huggandi og nærandi, birna og assa, sem verndar afkvæmi sín, og hæna sem safnar „ungum sínum undir vængi sér“. Eina leiðin sem við getum orðað trú og trúarlegan veruleika er í gegnum myndmál, en það á við um öll fyrirbæri sem eru óræð, þar sker trúarlegt orðfræði sig ekki úr. Myndmál skiptir máli, það myndmál sem við notum til að lýsa Guði skiptir máli og við þurfum að skoða og endurskoða guðsmynd okkar og heimsmynd í gegnum ólík æviskeið. Að vera trúuð og trúaður, snýst í grunninn ekki um skoðanir eða þekkingu, heldur upplifun okkar af samhengi lífsins. Ef við viljum nálgast Guð, þá skiptir það höfuðmáli hvaða mynd við gerum okkur af Guði og hvernig að við umgöngumst þá mynd. Guðsmynd sem færir þér vind í fangið, í stað þess að færa þér vind í bakið, hana þarf að endurskoða. Guðsmynd sem gerir þér kleift að fela þig frá lífinu, í stað þess að gefa þér hugrekki til að takast á við lífið, hana þarf að endurskoða. Og guðsmynd sem dæmir þig, gagnrýnir þig, finnur að öllu sem þú gerir, í stað þess að samþykkja þig, hana þarf jafnframt að endurskoða. Nú í febrúar eru 30 ár síðan Kvennakirkjan var stofnuð, leikmannahreyfing trúaðra kvenna, sem starfað hafa undir forystu séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur. Áhrif Kvennakirkjunnar ná langt út fyrir raðir þeirra kvenna sem þangað sækja trúarlegt samfélag, en Auður Eir hefur í ræðu og riti haldið á lofti þeirri guðsmynd að Guð sé vinkona þeirra sem til hennar leita. Kvennaguðfræði er að sögn sr. Auðar Eirar „guðfræði sem konur skrifa um vináttu Guðs í lífi þeirra sjálfra og allri veröldinni fyrr og síðar.“ Þá guðfræði hefur Kvennakirkjan gefið út í fjölmögum bókum, sem snúa annarsvegar að ritskýringu á ritum Biblíunnar (Vinkonur og vinir Jesú: Valdir Biblíutextar á máli beggja kynja, 1999; Gamla Testamentið; Markúsarguðspjall; Postulasagan, 2021) og hisvegar að guðsmynd sem miðlar Gleði Guðs: semlæknar sektarkennd, kviða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma(2004). Framlag sr. Auðar Eirar til íslenskrar guðfræði er víðtækt og merkilegt, en fyrst og fremst er guðsmynd Kvennakirkjunnar falleg. Guð Biblíunnar er ekki karlkyns Guð. Hún er Guð handan kynja, sem lýst er með kynjuðu myndmáli. Guð er vinkona. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar