Vestmannaeyjar héldu höfninni ólíkt blómlegasta bæ Tenerife Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2023 22:11 Höfnin spilltist ekki og Vestmannaeyjar héldu stöðu sinni eftir gos sem einn öflugasti útgerðarbær landsins. Egill Aðalsteinsson Hálf öld er liðin þessa dagana frá því menn hófu hraunkælingu í Heimaeyjargosinu en hún er talin hafa stuðlað að því að Vestmannaeyjahöfn varð jafnvel betri á eftir. Íbúar eins blómlegasta bæjar Tenerife voru ekki jafn heppnir í eldgosi þremur öldum fyrr. Hraunið sem þar rann í höfnina kippti fótunum undan lífsafkomu bæjarbúa. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var strax á upphafsdögunum sem eldgosið á Heimaey árið 1973 tók að brenna og brjóta niður hús, fyrst Kirkjubæina, en síðan fjölgaði ört mannvirkjum sem urðu jarðeldinum að bráð. Þann 7. febrúar var hraunið virkilega farið að ógna innsiglingunni en aðeins tvöhundruð metrar voru þá frá hraunjaðrinum til Heimakletts. Strandlengjan á þriðja degi Heimaeyjargossins árið 1973.Ingvar Friðleifsson Það var á þeim dögum, að frumkvæði Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem öflugar vatnsdælur voru fengnar frá Bandaríkjaher til að sprauta sjó á hraunið. Eru menn almennt sammála um það í dag að hraunkælingin hafi að minnsta kosti gert það að verkum að innsiglingin varð ekki þrengri en raunin varð og hafi jafnvel bjargað henni. Eldgosið á Tenerife árið 1706 varð á norðvesturhluta eyjunnar. Hraunið rann til sjávar í bænum Garachico.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Íbúar bæjarins Garachico á Tenerife voru hins vegar ekki jafn heppnir árið 1706 þegar eldgos hófst í norðvesturhlíðum eldfjallsins Teide í eldstöð sem hlaut nafnið Arenas Negras. Á fyrsta degi gossins rann hraunið átta kílómetra vegalengd og beint yfir bæinn. Teikning á upplýsingaskilti í bænum sýnir hvernig hraunárnar fossuðu niður fjallshlíðina. Á upplýsingaskilti í bænum má sjá teikningar af því hvernig hraunárnar eru taldar hafa steypst niður snarbratta fjallshlíðina. Svo ótrúlega vildi til að enginn maður fórst þar sem íbúum bæjarins tókst að forða sér. Á síðustu öld var gerð bryggja á nýja hrauninu. Höfnin var eftir sem áður illnotanleg og náði sér aldrei á strik.KMU Enn má vel sjá hvar hraunið flæddi niður hlíðarnar í nokkrum hrauntaumum. Það tók hluta húsa í bænum en það versta var að það eyðilagði höfnina. Í hlíðinni ofan Garachico sést vel í hraunið frá 1706. Bærinn byggðist síðar að hluta ofan á nýja hrauninu.KMU Íslenskir ferðamenn, sem ferðast um norðurströnd Tenerife, skoða margir bæinn. Þar geta þeir séð hvernig hraunið hálffyllti höfnina og gerði hana ónothæfa. Hraunið eyðilagði bestu höfn Tenerife sem hafði verið lífæð íbúa Garachico.KMU Rétt eins og í Vestmannaeyjum var höfnin í Garachico lífæð bæjarins en fyrir eldgosið þótti hún sú besta á Tenerife, skjólgóð inni í skeifulaga klettakví. Gömul teikning af Garachico frá árinu 1590 sýnir hvernig bærinn og höfnin voru fyrir eldgosið. Vegna hennar var bærinn einn sá auðugasti á Tenerife sem miðstöð verslunar og útflutnings á verðmætum afurðum hins frjósama norðurhluta eyjarinnar, einkum víns og sykurs. Fyrir eldgosið var Garachico aðalhöfn Tenerife.KMU Missir hafnarinnar kippti grundvellinum undan Garachico. Íbúum fækkaði úr þrjú þúsund manns niður fyrir fimmhundruð þegar umsvifin fluttust til annarra strandbæja, einkum Santa Cruz, sem núna er höfuðborg Tenerife, en einnig til Puerto de la Cruz. Í Vestmannaeyjum þykir nyrðri varnargarðurinn núna óþarflega langur vegna skjólsins sem nýja hraunið veitir höfninni.Arnar Halldórsson Vestmannaeyjar héldu hins vegar stöðu sinni sem ein öflugasta útgerðarstöð landsins, höfnin varð reyndar svo miklu betri að núna er áformað að stytta gamla varnargarðinn, hann þykir óþarflega langur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í einum fjögurra þátta, sem Stöð 2 gerði fyrir áratug í tilefni 40 ár afmælis Heimaeyjargossins, var hraunkælingin rifjuð upp: Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Heimaeyjargosið 1973 Spánn Kanaríeyjar Tengdar fréttir Fimmtíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins: Forsetinn á óljósar minningar um áhyggjur og angist Vestmanneyingar minnast í dag fimmtíu ára afmælis Heimaeyjargossins. Forseti Íslands á óljósar minningar um áhyggjur og angist landsmanna þegar gosið hófst. 23. janúar 2023 22:20 Eyjamenn minnast hálfrar aldar afmælis eldgossins Hálf öld er í dag, 23. janúar, liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973. Gosafmælisins er minnst með margvíslegum hætti í Vestmannaeyjum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Eyjamenn. 23. janúar 2023 09:39 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var strax á upphafsdögunum sem eldgosið á Heimaey árið 1973 tók að brenna og brjóta niður hús, fyrst Kirkjubæina, en síðan fjölgaði ört mannvirkjum sem urðu jarðeldinum að bráð. Þann 7. febrúar var hraunið virkilega farið að ógna innsiglingunni en aðeins tvöhundruð metrar voru þá frá hraunjaðrinum til Heimakletts. Strandlengjan á þriðja degi Heimaeyjargossins árið 1973.Ingvar Friðleifsson Það var á þeim dögum, að frumkvæði Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem öflugar vatnsdælur voru fengnar frá Bandaríkjaher til að sprauta sjó á hraunið. Eru menn almennt sammála um það í dag að hraunkælingin hafi að minnsta kosti gert það að verkum að innsiglingin varð ekki þrengri en raunin varð og hafi jafnvel bjargað henni. Eldgosið á Tenerife árið 1706 varð á norðvesturhluta eyjunnar. Hraunið rann til sjávar í bænum Garachico.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Íbúar bæjarins Garachico á Tenerife voru hins vegar ekki jafn heppnir árið 1706 þegar eldgos hófst í norðvesturhlíðum eldfjallsins Teide í eldstöð sem hlaut nafnið Arenas Negras. Á fyrsta degi gossins rann hraunið átta kílómetra vegalengd og beint yfir bæinn. Teikning á upplýsingaskilti í bænum sýnir hvernig hraunárnar fossuðu niður fjallshlíðina. Á upplýsingaskilti í bænum má sjá teikningar af því hvernig hraunárnar eru taldar hafa steypst niður snarbratta fjallshlíðina. Svo ótrúlega vildi til að enginn maður fórst þar sem íbúum bæjarins tókst að forða sér. Á síðustu öld var gerð bryggja á nýja hrauninu. Höfnin var eftir sem áður illnotanleg og náði sér aldrei á strik.KMU Enn má vel sjá hvar hraunið flæddi niður hlíðarnar í nokkrum hrauntaumum. Það tók hluta húsa í bænum en það versta var að það eyðilagði höfnina. Í hlíðinni ofan Garachico sést vel í hraunið frá 1706. Bærinn byggðist síðar að hluta ofan á nýja hrauninu.KMU Íslenskir ferðamenn, sem ferðast um norðurströnd Tenerife, skoða margir bæinn. Þar geta þeir séð hvernig hraunið hálffyllti höfnina og gerði hana ónothæfa. Hraunið eyðilagði bestu höfn Tenerife sem hafði verið lífæð íbúa Garachico.KMU Rétt eins og í Vestmannaeyjum var höfnin í Garachico lífæð bæjarins en fyrir eldgosið þótti hún sú besta á Tenerife, skjólgóð inni í skeifulaga klettakví. Gömul teikning af Garachico frá árinu 1590 sýnir hvernig bærinn og höfnin voru fyrir eldgosið. Vegna hennar var bærinn einn sá auðugasti á Tenerife sem miðstöð verslunar og útflutnings á verðmætum afurðum hins frjósama norðurhluta eyjarinnar, einkum víns og sykurs. Fyrir eldgosið var Garachico aðalhöfn Tenerife.KMU Missir hafnarinnar kippti grundvellinum undan Garachico. Íbúum fækkaði úr þrjú þúsund manns niður fyrir fimmhundruð þegar umsvifin fluttust til annarra strandbæja, einkum Santa Cruz, sem núna er höfuðborg Tenerife, en einnig til Puerto de la Cruz. Í Vestmannaeyjum þykir nyrðri varnargarðurinn núna óþarflega langur vegna skjólsins sem nýja hraunið veitir höfninni.Arnar Halldórsson Vestmannaeyjar héldu hins vegar stöðu sinni sem ein öflugasta útgerðarstöð landsins, höfnin varð reyndar svo miklu betri að núna er áformað að stytta gamla varnargarðinn, hann þykir óþarflega langur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í einum fjögurra þátta, sem Stöð 2 gerði fyrir áratug í tilefni 40 ár afmælis Heimaeyjargossins, var hraunkælingin rifjuð upp:
Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Heimaeyjargosið 1973 Spánn Kanaríeyjar Tengdar fréttir Fimmtíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins: Forsetinn á óljósar minningar um áhyggjur og angist Vestmanneyingar minnast í dag fimmtíu ára afmælis Heimaeyjargossins. Forseti Íslands á óljósar minningar um áhyggjur og angist landsmanna þegar gosið hófst. 23. janúar 2023 22:20 Eyjamenn minnast hálfrar aldar afmælis eldgossins Hálf öld er í dag, 23. janúar, liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973. Gosafmælisins er minnst með margvíslegum hætti í Vestmannaeyjum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Eyjamenn. 23. janúar 2023 09:39 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Fimmtíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins: Forsetinn á óljósar minningar um áhyggjur og angist Vestmanneyingar minnast í dag fimmtíu ára afmælis Heimaeyjargossins. Forseti Íslands á óljósar minningar um áhyggjur og angist landsmanna þegar gosið hófst. 23. janúar 2023 22:20
Eyjamenn minnast hálfrar aldar afmælis eldgossins Hálf öld er í dag, 23. janúar, liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973. Gosafmælisins er minnst með margvíslegum hætti í Vestmannaeyjum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Eyjamenn. 23. janúar 2023 09:39
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“