Varar fólk við að hamstra eldsneyti Máni Snær Þorláksson skrifar 13. febrúar 2023 19:09 Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir hamstur á eldsneyti vera varasamt. Vísir Framkvæmdastjóri Skeljungs segir ljóst að fólk sé farið að hamstra eldsneyti vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra. Slökkviliðsstjóri segir hamstrið vera varasamt og mælir með því að fólk sleppi því. „Það er alveg farið að hamstra og það eru allir að verða sér úti um einhver ílát og annað slíkt. Fyrirtækin í landinu náttúrulega eru sérstaklega háð þessu, almenningur að sjálfsögðu líka, en hjá fyrirtækjunum stoppar allt og það er fljótt að stoppa,“ segir Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þórður segir að landsbyggðin standi betur því þar er ekki Eflingarfólk á leið í verkfall. Þá eigi sjávarútvegurinn að sleppa nokkuð vel frá verkfallinu. Á höfuðborgarsvæðinu mun þó fólk finna fyrir verkfallinu sem mun að öllu óbreyttu skella á næstkomandi miðvikudag. Klippa: Ljóst að fólk er farið að hamstra eldsneyti Þar til verkfallið hefst munu þó allar bensínstöðvar höfuðborgarsvæðisins vera meira og minna fylltar upp í topp. Það þýðir þó ekki að þær muni ekki tæmast þegar verkfallið hefst. „Einstaka stöðvar munu tæmast, þær tæmast hratt. Olíutankarnir á stöðvunum eru ekki það stórir að þeir þoli eitthvað áhlaup á stöðvarnar,“ segir Þórður sem óttast ekki að eldsneytið eigi eftir að klárast allt strax á fimmtudaginn. „En það er alveg klárt að einhverjar stöðvar munu tæmast á fimmtudag og svo fleiri á föstudag. Svo heldur það áfram koll af kolli.“ Margt sem getur farið úrskeiðis Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, hefur áhyggjur af því að borgarbúar séu að hamstra eldsneyti. „Það er margt sem getur farið úrskeiðis þegar fólk er farið að hamstra eldsneyti,“ segir Pétur. Til að mynda þurfi að huga að því í hvernig ílátum eldsneytið er, hvernig það verður flutt og hvar það verður síðan geymt. „Auðvitað hefur fólk, bæði sem er að fara til fjalla og allavega, alltaf haft með sér eldsneyti. Það eru til mjög góðir brúsar í það sem eru þá bara málmbrúsar og auðvitað er mikið til af góðum plastbrúsum líka. En við höfum auðvitað áhyggjur af því ef fólk er farið að safna þessu upp heima hjá sér. Ég geri nú bara ráð fyrir að mjög margir myndu setja þetta í bílskúrinn. Ef upp kemur eldur þá getur hann verið ansi óviðráðanlegur ef þarna eru komnar miklar birgðir af einhverju, sem sagt margir, margir lítrar.“ Klippa: Það getur verið stórvarasamt að hamstra bensín Pétur bendir á að nú þegar getur verið mikið af eldfimum efnum á heimilum fólks, gaskútar, málning og fleira. Það sé því ekki gott að bæta eldsneyti við í jöfnuna. „Ef við erum farin að bæta við ennþá meira og upp kemur eldur þá getur það orðið býsna slæmt fyrir björgunaraðila, slökkviliðsmenn sem þurfa að fara á vettvang, og svo auðvitað fyrir eigurnar sjálfar,“ segir hann. Þá sé einnig mikilvægt að huga að umhverfisáhrifunum sem geta orðið ef eldsneytið fer í jörðina. „Tiltölulega lítið magn af olíu eða olíuefnum sem fer niður í grunnvatn, það getur mengað alveg gríðarlega mikið og það tekur langan tíma að hreinsast úr náttúrunni,“ segir slökkviliðsstjórinn. Vill að fólk sleppi hamstrinu Þess vegna mælir Pétur með því að fólk sleppi því að hamstra eldsneyti. „Ég hvet fólk eindregið til þess að gera það ekki, reyna að finna aðrar leiðir til þess að komast til og frá vinnu ef þetta fer svona,“ segir hann. „Ef verkfall verður og ef það stendur yfir í lengri tíma þá held ég að við þurfum hvort eð er að finna einhverjar leiðir til þess að komast til og frá. Því það er ekki hægt að hamstra svo mikið eldsneyti að það dugar yfir langt verkfall.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Slökkvilið Reykjavík síðdegis Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
„Það er alveg farið að hamstra og það eru allir að verða sér úti um einhver ílát og annað slíkt. Fyrirtækin í landinu náttúrulega eru sérstaklega háð þessu, almenningur að sjálfsögðu líka, en hjá fyrirtækjunum stoppar allt og það er fljótt að stoppa,“ segir Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þórður segir að landsbyggðin standi betur því þar er ekki Eflingarfólk á leið í verkfall. Þá eigi sjávarútvegurinn að sleppa nokkuð vel frá verkfallinu. Á höfuðborgarsvæðinu mun þó fólk finna fyrir verkfallinu sem mun að öllu óbreyttu skella á næstkomandi miðvikudag. Klippa: Ljóst að fólk er farið að hamstra eldsneyti Þar til verkfallið hefst munu þó allar bensínstöðvar höfuðborgarsvæðisins vera meira og minna fylltar upp í topp. Það þýðir þó ekki að þær muni ekki tæmast þegar verkfallið hefst. „Einstaka stöðvar munu tæmast, þær tæmast hratt. Olíutankarnir á stöðvunum eru ekki það stórir að þeir þoli eitthvað áhlaup á stöðvarnar,“ segir Þórður sem óttast ekki að eldsneytið eigi eftir að klárast allt strax á fimmtudaginn. „En það er alveg klárt að einhverjar stöðvar munu tæmast á fimmtudag og svo fleiri á föstudag. Svo heldur það áfram koll af kolli.“ Margt sem getur farið úrskeiðis Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, hefur áhyggjur af því að borgarbúar séu að hamstra eldsneyti. „Það er margt sem getur farið úrskeiðis þegar fólk er farið að hamstra eldsneyti,“ segir Pétur. Til að mynda þurfi að huga að því í hvernig ílátum eldsneytið er, hvernig það verður flutt og hvar það verður síðan geymt. „Auðvitað hefur fólk, bæði sem er að fara til fjalla og allavega, alltaf haft með sér eldsneyti. Það eru til mjög góðir brúsar í það sem eru þá bara málmbrúsar og auðvitað er mikið til af góðum plastbrúsum líka. En við höfum auðvitað áhyggjur af því ef fólk er farið að safna þessu upp heima hjá sér. Ég geri nú bara ráð fyrir að mjög margir myndu setja þetta í bílskúrinn. Ef upp kemur eldur þá getur hann verið ansi óviðráðanlegur ef þarna eru komnar miklar birgðir af einhverju, sem sagt margir, margir lítrar.“ Klippa: Það getur verið stórvarasamt að hamstra bensín Pétur bendir á að nú þegar getur verið mikið af eldfimum efnum á heimilum fólks, gaskútar, málning og fleira. Það sé því ekki gott að bæta eldsneyti við í jöfnuna. „Ef við erum farin að bæta við ennþá meira og upp kemur eldur þá getur það orðið býsna slæmt fyrir björgunaraðila, slökkviliðsmenn sem þurfa að fara á vettvang, og svo auðvitað fyrir eigurnar sjálfar,“ segir hann. Þá sé einnig mikilvægt að huga að umhverfisáhrifunum sem geta orðið ef eldsneytið fer í jörðina. „Tiltölulega lítið magn af olíu eða olíuefnum sem fer niður í grunnvatn, það getur mengað alveg gríðarlega mikið og það tekur langan tíma að hreinsast úr náttúrunni,“ segir slökkviliðsstjórinn. Vill að fólk sleppi hamstrinu Þess vegna mælir Pétur með því að fólk sleppi því að hamstra eldsneyti. „Ég hvet fólk eindregið til þess að gera það ekki, reyna að finna aðrar leiðir til þess að komast til og frá vinnu ef þetta fer svona,“ segir hann. „Ef verkfall verður og ef það stendur yfir í lengri tíma þá held ég að við þurfum hvort eð er að finna einhverjar leiðir til þess að komast til og frá. Því það er ekki hægt að hamstra svo mikið eldsneyti að það dugar yfir langt verkfall.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Slökkvilið Reykjavík síðdegis Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira