Ekki fleiri brúðkaup! Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 08:01 Að ganga í hjónaband hefur félagslegar, lagalegar og trúarlegar víddir. Þessar víddir eru aðgreinanlegar en tengjast með margvíslegum hætti. Hin félagslega vídd felst annarsvegar í því að hjónaefni bjóða ástvinum til fagnaðar til að samgleðjast elskendum yfir þeirri ást sem þau, þær og þeir eiga, og hinsvegar til að marka landamæri nýrrar fjölskyldu. Hið síðarnefnda er sérlega mikilvægt þegar stofnað er til samsettrar fjölskyldu, þar sem stúpbörn eiga í hlut. Hin lagalega vídd snýr að mikilvægum þáttum er varða réttarstöðu hjóna. Dæmi um slíkt eru réttindi við veikindi eða fráfall maka og réttlæti í þeim hjónaböndum, þar sem annað hjóna hverfur af vinnumarkaði til að sinna börnum. Félagslegar og lagalegar forsendur hjónabandsins hafa breyst mikið á undanförnum árum og í því ljósi er að mínu mati orðið brúðkaup ekki lengur lýsandi, heldur úrelt orð. Orðið er gegnsætt að merkingu og fyrri hlutinn vísar til þáttar brúðar í giftingarathöfn. Orðið hjón er í okkar tungumáli ekki lengur eingöngu notað um gagnkynhneigð hjónabönd og það er rangnefni að lýsa giftingu karlkyns hjóna, sem brúðkaupi. Mikilvægara er þó að fjárhagslegar forsendur hjónabandsins hafa breyst í samfélagi þar sem möguleikar kynjanna til að sjá fyrir sér eru, eða ættu að vera, óháðar kynjum. Seinni hluti orðsins brúðkaup vísar í heimanmund brúðarinnar, það að brúður var mundi keypt. Í stað brúðkaups legg ég til að við veraldlegar athafnir sé frekar talað um giftingu og í trúarlegu samhengi hjónavígslu. Hin trúarlega vídd hjónabandsins byggir annarsvegar á þeirri hugmynd að líf okkar sé hlaðið merkingu, að það að hjón hafi fundið hvort annað, hverja aðra og hvorn annan sé ekki tilviljun heldur hlaðið tilgangi, og hinsvegar á þeirri vígslu sem hjónaefni gangast undir. Það er óvenjulegt í íslensku að sama orð sé notað yfir kirkjulega vígslu (ordinatio) og vígslu hjóna (consecratio), en inntakið er það sama. Líkt og kirkjunnar þjónn vígist til þjónustu við söfnuð, vígjast hjón til þjónustu við hvort annað, hverja aðra og hvorn annan. Ólíkt þeim stöðumun sem fólginn er í merkingu orðsins brúðkaup, á vígslan sér stað í hjónavígslu þegar hjónaefni hafa játast hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, og krjúpa saman sem jafningjar. Vígsla merkir fyrirbæn til þjónustu. Hjónaefnin biðja Guð um að þeim veitist það sem þau, þær og þeir þarfnast til að geta elskað og þjónustað hvort annað, hvor aðra og hvorn annan í auðmýkt á samfylgd þeirra í lífinu. Ástvinir þeirra sameinast í þeirri fyrirbæn fyrir þjónustu, sem presturinn leiðir fyrir hönd hjónanna. Sú líkamsstaða sem hjónaefni taka sér, með því að krjúpa saman, sýnir annarsvegar að þau eru jafningjar og hinsvegar táknrænt að auðmýkt er forsenda allrar elsku. Í hjónabandi er sú afstaða að elska auðmjúk, auðug af mýkt gagnvart hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, lykillinn að lífshamingjunni. Ef hjón haldast á hnjánum í gegnum lífið, munu hjónin haldast saman, hvað sem lífið færir þeim í fang. Í Fríkirkjunni fá safnaðarmeðlimir hjónavígslu, þeim að kostnaðarlausu. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Að ganga í hjónaband hefur félagslegar, lagalegar og trúarlegar víddir. Þessar víddir eru aðgreinanlegar en tengjast með margvíslegum hætti. Hin félagslega vídd felst annarsvegar í því að hjónaefni bjóða ástvinum til fagnaðar til að samgleðjast elskendum yfir þeirri ást sem þau, þær og þeir eiga, og hinsvegar til að marka landamæri nýrrar fjölskyldu. Hið síðarnefnda er sérlega mikilvægt þegar stofnað er til samsettrar fjölskyldu, þar sem stúpbörn eiga í hlut. Hin lagalega vídd snýr að mikilvægum þáttum er varða réttarstöðu hjóna. Dæmi um slíkt eru réttindi við veikindi eða fráfall maka og réttlæti í þeim hjónaböndum, þar sem annað hjóna hverfur af vinnumarkaði til að sinna börnum. Félagslegar og lagalegar forsendur hjónabandsins hafa breyst mikið á undanförnum árum og í því ljósi er að mínu mati orðið brúðkaup ekki lengur lýsandi, heldur úrelt orð. Orðið er gegnsætt að merkingu og fyrri hlutinn vísar til þáttar brúðar í giftingarathöfn. Orðið hjón er í okkar tungumáli ekki lengur eingöngu notað um gagnkynhneigð hjónabönd og það er rangnefni að lýsa giftingu karlkyns hjóna, sem brúðkaupi. Mikilvægara er þó að fjárhagslegar forsendur hjónabandsins hafa breyst í samfélagi þar sem möguleikar kynjanna til að sjá fyrir sér eru, eða ættu að vera, óháðar kynjum. Seinni hluti orðsins brúðkaup vísar í heimanmund brúðarinnar, það að brúður var mundi keypt. Í stað brúðkaups legg ég til að við veraldlegar athafnir sé frekar talað um giftingu og í trúarlegu samhengi hjónavígslu. Hin trúarlega vídd hjónabandsins byggir annarsvegar á þeirri hugmynd að líf okkar sé hlaðið merkingu, að það að hjón hafi fundið hvort annað, hverja aðra og hvorn annan sé ekki tilviljun heldur hlaðið tilgangi, og hinsvegar á þeirri vígslu sem hjónaefni gangast undir. Það er óvenjulegt í íslensku að sama orð sé notað yfir kirkjulega vígslu (ordinatio) og vígslu hjóna (consecratio), en inntakið er það sama. Líkt og kirkjunnar þjónn vígist til þjónustu við söfnuð, vígjast hjón til þjónustu við hvort annað, hverja aðra og hvorn annan. Ólíkt þeim stöðumun sem fólginn er í merkingu orðsins brúðkaup, á vígslan sér stað í hjónavígslu þegar hjónaefni hafa játast hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, og krjúpa saman sem jafningjar. Vígsla merkir fyrirbæn til þjónustu. Hjónaefnin biðja Guð um að þeim veitist það sem þau, þær og þeir þarfnast til að geta elskað og þjónustað hvort annað, hvor aðra og hvorn annan í auðmýkt á samfylgd þeirra í lífinu. Ástvinir þeirra sameinast í þeirri fyrirbæn fyrir þjónustu, sem presturinn leiðir fyrir hönd hjónanna. Sú líkamsstaða sem hjónaefni taka sér, með því að krjúpa saman, sýnir annarsvegar að þau eru jafningjar og hinsvegar táknrænt að auðmýkt er forsenda allrar elsku. Í hjónabandi er sú afstaða að elska auðmjúk, auðug af mýkt gagnvart hvort öðru, hvor annari og hvor öðrum, lykillinn að lífshamingjunni. Ef hjón haldast á hnjánum í gegnum lífið, munu hjónin haldast saman, hvað sem lífið færir þeim í fang. Í Fríkirkjunni fá safnaðarmeðlimir hjónavígslu, þeim að kostnaðarlausu. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun