Hafþór Júlíus tekur kraftlyftingaskóna af hillunni og ætlar að slá heimsmetið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að snúa aftur í kraftakeppnir en fyrst ætlar hann að bæta heimsmet. Instagram/@thorbjornsson) Hafþór Júlíus Björnsson gaf út stóra yfirlýsingu á Youtube rás sinni í gær en þessi fyrrum sterkasti maður heims tilkynnti þar um endurkomu sína í heim kraftlyftinga. Hafþór Júlíus hafði sett aflraunaskóna sína upp á hillu og eytt síðustu tveimur árum í að verða hnefaleikamaður. Eftir að hann vann hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall þá taldi hann vera komið að öðrum tímamótum á hans íþróttaferli. Aðdáendur Hafþórs hafa nú fengið að vita hver næstu skref hans eru. Hann segist hafa tekið ákvörðunin um framhaldið eftir samtöl við fjölskyldu og aðra sem standa honum næst. Hafþór fór yfir stöðu mála á Youtube rás sinni sem er með yfir 688 þúsund fylgjendur. Þar sagði hann frá af hverju hann hætti að keppa í kraftíþróttum og af hverju hann ætlar að byrja aftur. Hafþór Júlíus ætlar nefnilega að einbeita sér að kraftlyftingum á árinu 2023 og hefur það metnaðarfulla markmið að ætla sér að slá heimsmetið fyrir lok ársins. Heimsmetið sem Hafþór hefur augun á er mesta þyngd sem maður hefur lyft í samanlögðu, þar er samanlagt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Metið segir Hafþór nú vera í eigu Don Bell en það er 1182,5 kíló. Árið 2024 mun Hafþór síðan byrja aftur að keppa í aflraunakeppnum og sækist eftir því að fá að keppa bæði á Arnold Strongman Classic og á Rogue Invitational Strongman. „Augljóslega þá ætla að ég að mæta á þessi mót til að vinna þau. Ég trúi því að þegar ég bæti heimsmetið í samanlögðu þá mun grunnstyrkur minn vera mjög góður og þetta mun strax skila mér góðum meðbyr inn í aflaunakeppnir,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annast í tilkynningu sinni. „Þetta er stór tilkynning og stór markmið en ég er stór maður með stórt hjarta, mikinn metnað og stóra drauma,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór varð sterkasti maður heims árið 2018 eftir að hafa að hafa verið á verðlaunapalli sex ár á undan án þess að ná að vinna. Hann vann Arnold Strongman Classic mótið þrjú ár í röð frá 2018 til 2020. Hafþór var líka sterkasti maður Íslands tíu ár í röð frá 2011 til 2020. Hér fyrir neðan má síðan sjá Hafþór fara yfir þessa ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uv1da_wFyBM">watch on YouTube</a> Kraftlyftingar Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Hafþór Júlíus hafði sett aflraunaskóna sína upp á hillu og eytt síðustu tveimur árum í að verða hnefaleikamaður. Eftir að hann vann hnefaleikabardagann á móti Eddie Hall þá taldi hann vera komið að öðrum tímamótum á hans íþróttaferli. Aðdáendur Hafþórs hafa nú fengið að vita hver næstu skref hans eru. Hann segist hafa tekið ákvörðunin um framhaldið eftir samtöl við fjölskyldu og aðra sem standa honum næst. Hafþór fór yfir stöðu mála á Youtube rás sinni sem er með yfir 688 þúsund fylgjendur. Þar sagði hann frá af hverju hann hætti að keppa í kraftíþróttum og af hverju hann ætlar að byrja aftur. Hafþór Júlíus ætlar nefnilega að einbeita sér að kraftlyftingum á árinu 2023 og hefur það metnaðarfulla markmið að ætla sér að slá heimsmetið fyrir lok ársins. Heimsmetið sem Hafþór hefur augun á er mesta þyngd sem maður hefur lyft í samanlögðu, þar er samanlagt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Metið segir Hafþór nú vera í eigu Don Bell en það er 1182,5 kíló. Árið 2024 mun Hafþór síðan byrja aftur að keppa í aflraunakeppnum og sækist eftir því að fá að keppa bæði á Arnold Strongman Classic og á Rogue Invitational Strongman. „Augljóslega þá ætla að ég að mæta á þessi mót til að vinna þau. Ég trúi því að þegar ég bæti heimsmetið í samanlögðu þá mun grunnstyrkur minn vera mjög góður og þetta mun strax skila mér góðum meðbyr inn í aflaunakeppnir,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson meðal annast í tilkynningu sinni. „Þetta er stór tilkynning og stór markmið en ég er stór maður með stórt hjarta, mikinn metnað og stóra drauma,“ sagði Hafþór Júlíus. Hafþór varð sterkasti maður heims árið 2018 eftir að hafa að hafa verið á verðlaunapalli sex ár á undan án þess að ná að vinna. Hann vann Arnold Strongman Classic mótið þrjú ár í röð frá 2018 til 2020. Hafþór var líka sterkasti maður Íslands tíu ár í röð frá 2011 til 2020. Hér fyrir neðan má síðan sjá Hafþór fara yfir þessa ákvörðun sína. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uv1da_wFyBM">watch on YouTube</a>
Kraftlyftingar Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira