Sport

Borgarstjóri Kænugarðs: Rússar þurfa að fordæma stríðið til að fá að keppa á ÓL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vitalii Klychko hefur í mörgu að snúast sem borgarstjóri Kænugarðs.
Vitalii Klychko hefur í mörgu að snúast sem borgarstjóri Kænugarðs. Getty/Oleksii Samsonov

Vitalij Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, hefur komið fram með nýtt sjónarhorn í umræðuna um hvort rússneskir og hvít-rússneskir íþróttamenn eigi að fá að keppa á Ólympíuleikunum í París á næsta ári.

Alþjóða ólympíunefndin kallaði fram hörð viðbrögð frá Úkraínumönnum sem og öðrum þjóðum með því að lýsa því yfir að stefnan væri að opna dyrnar rússneskt og hvít-rússneskt íþróttafólk á ÓL í París 2024.

Úkraínumenn sögðu að þetta ætti ekki að koma til greina og sumir fóru svo langt að halda því fram að Alþjóða ólympíunefndin væri með þessu í raun að styðja stríðsrekstur Rússa.

Íþróttafólkið átti að fá að keppa á leikunum en yrði að gera það undir hlutlausum fána eða Ólympíufánanum.

Klitschko vill hins vegar að rússneskt og hvít-rússneskt íþróttafólk fái að keppa en aðeins ef að það fordæmir stríðið opinberlega.

„Rússneskt og hvít-rússneskt íþróttafólk getur ekki tekið þátt í Ólympíuleikunum ef það segir ekki nei við stríðinu,“ sagði Vitalij Klitschko.

„Ef þau fordæma stríðið opinberlega þá ættu þau að mega að keppa,“ sagði Klitschko í samtali við AP-fréttastofuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×