Varar við að Rússar hyggi á valdarán Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2023 09:19 Maia Sandu er forseti Moldóvu. Getty Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. Forsetinn Maia Sandu tilnefndi á föstudaginn nýjan forsætisráðherra, Dorin Recean, sem líkt og hún er hlynnt nánari samskiptum Moldóvu og Evrópusambandsins. Sandu sagði að „ráðabruggið“ myndi fela í sér „mótmælaaðgerðir svokallaðarar stjórnarandstöðu“ sem myndi miða að því að kollvarpa stjórnskipan landsins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Innrás Rússa í Úkraínu hefur reynt mjög á Moldóvu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu og á landamæri að Rúmeníu og Úkraínu. Moldóva hlaut á síðasta ári stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Vólódýmír Selenskí Úkraínuvorseti greindi frá því í síðustu viku að leyniþjónusta Úkraínu hafi komist á snoðir um áætlanir rússneskra stjórnvalda að „eyðileggja Moldóvu“. Sandu sagði að rússnesk stjórnvöld ætli að notast við „skemmdarverkamenn“ með hernaðarbakgrunn og klædda í borgaralegum fötum – rússneska, svartfellska, hvítrússneska og serbneska ríkisborgara – sem myndu efna til ofbeldisverka og ráðast á stofnanir ríkisins og taka fólk í gíslingu. Hún hvatti þing landsins til að auka heimildir leyniþjónustu, öryggislögreglu og saksóknara til að geta barist gegn öllum slíkum áætlunum. Þá bætti hún við að tilraunir Rússlandsstjórnar til að efna til ofbeldis í landinu myndi mistakast. Íbúar landsins telja um 2,6 milljónir og hefur innrás Rússa leitt til stóraukins straums flóttafólks til landsins. Þá hefur spenna verið mikil í Transnistríu, hérað í norðurhluta landsins þar sem meirihluti fólks er á bandi Rússlandsstjórnar. Þá eru um 1.500 rússneskir hermenn staðsettir í héraðinu. Moldóva Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Forsetinn Maia Sandu tilnefndi á föstudaginn nýjan forsætisráðherra, Dorin Recean, sem líkt og hún er hlynnt nánari samskiptum Moldóvu og Evrópusambandsins. Sandu sagði að „ráðabruggið“ myndi fela í sér „mótmælaaðgerðir svokallaðarar stjórnarandstöðu“ sem myndi miða að því að kollvarpa stjórnskipan landsins, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Innrás Rússa í Úkraínu hefur reynt mjög á Moldóvu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu og á landamæri að Rúmeníu og Úkraínu. Moldóva hlaut á síðasta ári stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Vólódýmír Selenskí Úkraínuvorseti greindi frá því í síðustu viku að leyniþjónusta Úkraínu hafi komist á snoðir um áætlanir rússneskra stjórnvalda að „eyðileggja Moldóvu“. Sandu sagði að rússnesk stjórnvöld ætli að notast við „skemmdarverkamenn“ með hernaðarbakgrunn og klædda í borgaralegum fötum – rússneska, svartfellska, hvítrússneska og serbneska ríkisborgara – sem myndu efna til ofbeldisverka og ráðast á stofnanir ríkisins og taka fólk í gíslingu. Hún hvatti þing landsins til að auka heimildir leyniþjónustu, öryggislögreglu og saksóknara til að geta barist gegn öllum slíkum áætlunum. Þá bætti hún við að tilraunir Rússlandsstjórnar til að efna til ofbeldis í landinu myndi mistakast. Íbúar landsins telja um 2,6 milljónir og hefur innrás Rússa leitt til stóraukins straums flóttafólks til landsins. Þá hefur spenna verið mikil í Transnistríu, hérað í norðurhluta landsins þar sem meirihluti fólks er á bandi Rússlandsstjórnar. Þá eru um 1.500 rússneskir hermenn staðsettir í héraðinu.
Moldóva Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17