Tvö fimmtán ára grunuð um að hafa myrt sextán ára stúlku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 13:11 Tveir fimmtán ára gamlir unglingar eru grunaðir um morðið. Getty/Christopher Furlong Stelpa og strákur, bæði fimmtán ára gömul, hafa verið handtekin af lögreglu grunuð um að hafa stungið sextán ára gamla stúlku til bana í almenningsgarði í Culcheth. Brianna Ghey fannst í sárum í almenningsgarðinum Linear í Warrington í Bretland á laugardag. Símtal barst til neyðarlínunnar rétt eftir klukkan þrjú síðdegis eftir að fólk kom að henni á göngustíg, þar sem hún lá í sárum. Brianna var trans en rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja ekkert benda til að um hatursglæp sé að ræða. Tveir unglingar af svæðinu hafa verið handteknir grunaðir um morðið. Haft er eftir rannsóknarlögreglumanninum Mike Evans í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að ýmsir angar séu til skoðunar í málinu og lögregla leggi nú kapp á að kortleggja nákvæmlega hvað gerðist á laugardag. „Á þessum tímapunkti er ekkert sem bendir til þess að nokkuð við morðið á Briönnu hafi haft með hatur að gera,“ segir Evans. „Við höfum aukið lögreglueftirlit á svæðinu og lögreglumenn verða á Culcheth svæðinu til að veita íbúum huggun og bregðast við öllum áhyggjum sem íbúar kunna að hafa.“ Morðið hefur vakið mikil viðbrögð, meðal annars frá þingmönnum. Utterly tragic. Love especially to the parents of Brianna Ghey, unimaginable loss. https://t.co/SKN6FcUptg— Jess Phillips MP (@jessphillips) February 13, 2023 Þá hefur hinseginsamfélagið nötrað vegna málsins, ekki síst vegna fréttar The Times, sem birtist á laugardag, þar sem skírnarnafn Briönnu var notað í stað nafnsins sem hún valdi sér. Ekki bara það heldur var orðið „stúlka“ fjarlægt úr greininni þegar verið var að vísa til Briönnu. Þá hefur Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrverandi formaður Trans Íslands, gagnrýnir fréttaflutninginn á Twitter og segir hræðilegt að fréttamiðlar skuli ekki bera meiri virðingu fyrir Briönnu. Og enn fleiri taka undir. The utter cruelty of @thetimes deadnaming a 16 year old girl after her death is beyond words. No respect for her dignity and privacy in a time of such horrendous loss for her family. It illustrates that the media continues to disrespect and trivialise who we are, even in death.— Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (@UglaStefania) February 13, 2023 Það er þyngra en tárum taki að lesa um þetta mál, ég get ekki talað fyrir allt trans fólk en ég held að það sé óhætt að segja að við sjáum okkur öll í þessari stúlku. Hatrið sem fjölmiðlar víða um heim virðast ólmir í að ýta undir hefur banvænar afleiðingar fyrir okkur öll. https://t.co/Orq7hBpFLZ— bríet (FINAL BOSS) (@thvengur) February 13, 2023 Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Brianna Ghey fannst í sárum í almenningsgarðinum Linear í Warrington í Bretland á laugardag. Símtal barst til neyðarlínunnar rétt eftir klukkan þrjú síðdegis eftir að fólk kom að henni á göngustíg, þar sem hún lá í sárum. Brianna var trans en rannsóknarlögreglumenn sem fara með málið segja ekkert benda til að um hatursglæp sé að ræða. Tveir unglingar af svæðinu hafa verið handteknir grunaðir um morðið. Haft er eftir rannsóknarlögreglumanninum Mike Evans í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að ýmsir angar séu til skoðunar í málinu og lögregla leggi nú kapp á að kortleggja nákvæmlega hvað gerðist á laugardag. „Á þessum tímapunkti er ekkert sem bendir til þess að nokkuð við morðið á Briönnu hafi haft með hatur að gera,“ segir Evans. „Við höfum aukið lögreglueftirlit á svæðinu og lögreglumenn verða á Culcheth svæðinu til að veita íbúum huggun og bregðast við öllum áhyggjum sem íbúar kunna að hafa.“ Morðið hefur vakið mikil viðbrögð, meðal annars frá þingmönnum. Utterly tragic. Love especially to the parents of Brianna Ghey, unimaginable loss. https://t.co/SKN6FcUptg— Jess Phillips MP (@jessphillips) February 13, 2023 Þá hefur hinseginsamfélagið nötrað vegna málsins, ekki síst vegna fréttar The Times, sem birtist á laugardag, þar sem skírnarnafn Briönnu var notað í stað nafnsins sem hún valdi sér. Ekki bara það heldur var orðið „stúlka“ fjarlægt úr greininni þegar verið var að vísa til Briönnu. Þá hefur Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og fyrrverandi formaður Trans Íslands, gagnrýnir fréttaflutninginn á Twitter og segir hræðilegt að fréttamiðlar skuli ekki bera meiri virðingu fyrir Briönnu. Og enn fleiri taka undir. The utter cruelty of @thetimes deadnaming a 16 year old girl after her death is beyond words. No respect for her dignity and privacy in a time of such horrendous loss for her family. It illustrates that the media continues to disrespect and trivialise who we are, even in death.— Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (@UglaStefania) February 13, 2023 Það er þyngra en tárum taki að lesa um þetta mál, ég get ekki talað fyrir allt trans fólk en ég held að það sé óhætt að segja að við sjáum okkur öll í þessari stúlku. Hatrið sem fjölmiðlar víða um heim virðast ólmir í að ýta undir hefur banvænar afleiðingar fyrir okkur öll. https://t.co/Orq7hBpFLZ— bríet (FINAL BOSS) (@thvengur) February 13, 2023
Bretland England Erlend sakamál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira