Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 15:40 Birgir Jónsson forstjóri Play gerir ráð fyrir að flugfélagið geti starfað í þrjá til fjóra daga eftir að verkföll í olíudreifingu hefjast. Vísir/Arnar Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. „Við höfum mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég veit ekki alveg hversu lengi við getum haldið úti starfsemi ef allt fer á versta veg en það mælist í nokkrum dögum, þremur eða fjórum dögum,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í samtali við fréttastofu. „Það er mjög auðvelt að horfa á innviði flugvallarins og sjá hvað er til mikið þotueldsneyti og vera bjartsýnn. Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að starfsmenn sem vinna á Keflavíkurflugvelli komist ekki til vinnu. Það er mjög erfitt að stjórna því hvenær fólk fer út á bensínstöð, hvort það fylli á tankinn eða kaupi aukabirgðir. Ég held að við förum að finna fyrir áhrifum verkfallsins mjög hratt.“ Verkföllin stórskaði ferðaþjónustuna Hann segir að Play sé farið að fá fyrispurnir erlendis frá vegna fyrirhugaðra verkfalla, sem hefjast klukkan 12 á hádegi á morgun að öllu óbreyttu. „Þetta mun skaða ímynd Íslands sem ferðamannastaðar. Það er eitthvað sem við megum ekki við núna. Við erum nýbúin að ná okkur upp úr Covid-lægðinni og áttum mjög erfiða desember- og janúarmánuði vegna veðurs. Ég hef mjög þungar áhyggjur af þessu,“ segir Birgir. Hann segir erfitt fyrir flugfélagið að gera ráðstafanir til að koma starfsfólki til og frá vinnu. „Við erum að reyna að finna lausnir og beina til fólks að hugsa fram í tímann. Svo er það undir hverjum og einum komið hvernig hann gerir það,“ segir Birgir. „En þetta eru ekki bara okkar starfsmenn, þetta eru líka starfsmenn á flugvellinum. Það eru ótrúlega margir sem þurfa að komast til og frá vellinum. Og þá erum við enn ekki farin að tala um farþegana, fólk sem ætlar að fljúga. Auðvitað ber maður mikla virðingu fyrir verkalýðsbaráttunni, stéttarbaráttunni og vonar að það leysist en þetta á eftir að stórskaða ferðaþjónustuna.“ Geta ekki skorið niður flugferðir Flugfélagið geti ekki minnkað þjónustuna á næstu dögum til að halda henni úti í fleiri daga. „Þá erum við farin að taka á okkur kostnað. Við vonum að samningsaðilar finni út úr þessu og ég biðla til ráðamanna og málsaðila að finna lendingu því hér eru risahagsmunir í húfi. Ef við skerum niður flug erum við orðin bótaskyld gagnvart farþegum og það er miklu stærra tjón. Við verðum bara að halda áætlun þar til bensínið klárast,“ segir Birgir. Aðalmálið sé ekki að eldsneytið klárist á Keflavíkurflugvelli, því þar séu neyðarbirðgir til fleiri daga, heldur að starfsmenn komist bara ekki í vinnu. „Flugvélarnar geta komið og farið en það þarf einhver að vinna í kring um þær, ég tala nú ekki um að fólk þarf að sitja í þeim,“ segir Birgir. „Við sem ferðamannaland megum alls ekki við þessu.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fréttir af flugi Play Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flutningur á lyfjum og mat gæti stöðvast vegna verkfalla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun. Flutningur á mat og lyfjum gæti skerst verulega sem hefði gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkvæmasta hóp samfélagsins. 14. febrúar 2023 12:31 SA útilokar ekki að lagasetning sé eina leiðin í deilunni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að setja verði lög á verkfall Eflingar. Samfélagið muni allt lamast um eða eftir helgi. Brýnt sé að nýr sáttasemjari verði skipaður í dag. Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar í dag og mun væntanlega seinni partinn eða í kvöld gefa fyrstu undanþágurnar vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða. 14. febrúar 2023 12:26 Áhrif verkfallsins einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið Verkfall olíubílstjóra hefst á hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri Olís segir áhrif verkfallsins ekki bara einskorðast við höfuðborgarsvæðið. Þá taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. 14. febrúar 2023 09:53 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
„Við höfum mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég veit ekki alveg hversu lengi við getum haldið úti starfsemi ef allt fer á versta veg en það mælist í nokkrum dögum, þremur eða fjórum dögum,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í samtali við fréttastofu. „Það er mjög auðvelt að horfa á innviði flugvallarins og sjá hvað er til mikið þotueldsneyti og vera bjartsýnn. Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að starfsmenn sem vinna á Keflavíkurflugvelli komist ekki til vinnu. Það er mjög erfitt að stjórna því hvenær fólk fer út á bensínstöð, hvort það fylli á tankinn eða kaupi aukabirgðir. Ég held að við förum að finna fyrir áhrifum verkfallsins mjög hratt.“ Verkföllin stórskaði ferðaþjónustuna Hann segir að Play sé farið að fá fyrispurnir erlendis frá vegna fyrirhugaðra verkfalla, sem hefjast klukkan 12 á hádegi á morgun að öllu óbreyttu. „Þetta mun skaða ímynd Íslands sem ferðamannastaðar. Það er eitthvað sem við megum ekki við núna. Við erum nýbúin að ná okkur upp úr Covid-lægðinni og áttum mjög erfiða desember- og janúarmánuði vegna veðurs. Ég hef mjög þungar áhyggjur af þessu,“ segir Birgir. Hann segir erfitt fyrir flugfélagið að gera ráðstafanir til að koma starfsfólki til og frá vinnu. „Við erum að reyna að finna lausnir og beina til fólks að hugsa fram í tímann. Svo er það undir hverjum og einum komið hvernig hann gerir það,“ segir Birgir. „En þetta eru ekki bara okkar starfsmenn, þetta eru líka starfsmenn á flugvellinum. Það eru ótrúlega margir sem þurfa að komast til og frá vellinum. Og þá erum við enn ekki farin að tala um farþegana, fólk sem ætlar að fljúga. Auðvitað ber maður mikla virðingu fyrir verkalýðsbaráttunni, stéttarbaráttunni og vonar að það leysist en þetta á eftir að stórskaða ferðaþjónustuna.“ Geta ekki skorið niður flugferðir Flugfélagið geti ekki minnkað þjónustuna á næstu dögum til að halda henni úti í fleiri daga. „Þá erum við farin að taka á okkur kostnað. Við vonum að samningsaðilar finni út úr þessu og ég biðla til ráðamanna og málsaðila að finna lendingu því hér eru risahagsmunir í húfi. Ef við skerum niður flug erum við orðin bótaskyld gagnvart farþegum og það er miklu stærra tjón. Við verðum bara að halda áætlun þar til bensínið klárast,“ segir Birgir. Aðalmálið sé ekki að eldsneytið klárist á Keflavíkurflugvelli, því þar séu neyðarbirðgir til fleiri daga, heldur að starfsmenn komist bara ekki í vinnu. „Flugvélarnar geta komið og farið en það þarf einhver að vinna í kring um þær, ég tala nú ekki um að fólk þarf að sitja í þeim,“ segir Birgir. „Við sem ferðamannaland megum alls ekki við þessu.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fréttir af flugi Play Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flutningur á lyfjum og mat gæti stöðvast vegna verkfalla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun. Flutningur á mat og lyfjum gæti skerst verulega sem hefði gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkvæmasta hóp samfélagsins. 14. febrúar 2023 12:31 SA útilokar ekki að lagasetning sé eina leiðin í deilunni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að setja verði lög á verkfall Eflingar. Samfélagið muni allt lamast um eða eftir helgi. Brýnt sé að nýr sáttasemjari verði skipaður í dag. Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar í dag og mun væntanlega seinni partinn eða í kvöld gefa fyrstu undanþágurnar vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða. 14. febrúar 2023 12:26 Áhrif verkfallsins einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið Verkfall olíubílstjóra hefst á hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri Olís segir áhrif verkfallsins ekki bara einskorðast við höfuðborgarsvæðið. Þá taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. 14. febrúar 2023 09:53 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Flutningur á lyfjum og mat gæti stöðvast vegna verkfalla Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu deilir þungum áhyggjum með forstjórum hjúkrunarheimila af verkfalli olíubílstjóra sem hefst á morgun. Flutningur á mat og lyfjum gæti skerst verulega sem hefði gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir viðkvæmasta hóp samfélagsins. 14. febrúar 2023 12:31
SA útilokar ekki að lagasetning sé eina leiðin í deilunni Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins útilokar ekki að setja verði lög á verkfall Eflingar. Samfélagið muni allt lamast um eða eftir helgi. Brýnt sé að nýr sáttasemjari verði skipaður í dag. Undanþágunefnd Eflingar kemur saman til síns fyrsta formlega fundar í dag og mun væntanlega seinni partinn eða í kvöld gefa fyrstu undanþágurnar vegna yfirstandandi verkfallsaðgerða. 14. febrúar 2023 12:26
Áhrif verkfallsins einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið Verkfall olíubílstjóra hefst á hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri Olís segir áhrif verkfallsins ekki bara einskorðast við höfuðborgarsvæðið. Þá taki það ekki marga daga fyrir eldsneytið að klárast. 14. febrúar 2023 09:53