Trúir því ekki að verkfallið dragist á langinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 14. febrúar 2023 16:40 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. „Ef af þessu verður og það dregst á langinn og truflanir verða verulegar á afhendingu eldsneytis þá verða áhrifin mjög mikil á okkar starfsemi og flugvallarins. Það er mjög margt í okkar keðju sem er háð eldsneyti þó það séu ekki beint flugvélarnar. Við munum geta fyllt á flugvélarnar en það er svo margt annað: Flutningur á starfsfólki til og frá flugvellinum, farþegum, ýmis tæki og tól,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. „Við vonumst til að það náist samkomulag í þessu máli og einhver lausn því áhrifin geta orðið mjög alvarleg mjög fljótt. Við sjáum fram á það, ef þetta gengur eftir, að það verði truflanir á flugi strax um helgina og bara upp úr næstu viku fari leiðarkerfi langt með það að stöðvast.“ Bogi tekur þarna undir orð Birgis Jónssonar, kollega síns og forstjóra Play, sem lýsti þungum áhyggjum vegna stöðunnar í dag. Bogi segir að strax á sunnudaginn megi gera ráð fyrir að áhrif verkfallanna verði orðin sýnileg hjá Icelandair. „Við erum líka að sjá það að hótel eru að loka um helgina hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það myndast bara grafalvarlegt ástand ef ekki verður brugðist við. Ég trúi ekki öðru en það verði brugðist við með einhverjum hætti,“ segir Bogi og er svo viss um það að hann ítrekaði þessa trú sína margoft í viðtalinu við fréttastofu, sem má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bogi segir ferðaþjónustuna ekki mega við þessu nú þegar hún er enn að ná vopnum sínum eftir Covid. „Að fá þetta í andlitið yrði gríðarlegt áfall.“ Þá séu farþegar Icelandair farnir að hringja inn með spurningar vegna verkfallanna. Staðan sé grafalvarleg. „Við erum með yfir þrjú þúsund starfsmenn en þetta er ekki síður alvarlegt fyrir íslenska ferðaþjónustu og íslenskt hagkerfi. Ferðaþjónustan er hér burðarás í hagkerfinu. Ferðaþjónustan er enn að ná vopnum sínum eftir tvö ár af Covid. Þess vegna get ég varla hugsað þetta til enda og trúi ekki að það verði úr þessu.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. 14. febrúar 2023 16:10 Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. 14. febrúar 2023 16:02 Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
„Ef af þessu verður og það dregst á langinn og truflanir verða verulegar á afhendingu eldsneytis þá verða áhrifin mjög mikil á okkar starfsemi og flugvallarins. Það er mjög margt í okkar keðju sem er háð eldsneyti þó það séu ekki beint flugvélarnar. Við munum geta fyllt á flugvélarnar en það er svo margt annað: Flutningur á starfsfólki til og frá flugvellinum, farþegum, ýmis tæki og tól,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. „Við vonumst til að það náist samkomulag í þessu máli og einhver lausn því áhrifin geta orðið mjög alvarleg mjög fljótt. Við sjáum fram á það, ef þetta gengur eftir, að það verði truflanir á flugi strax um helgina og bara upp úr næstu viku fari leiðarkerfi langt með það að stöðvast.“ Bogi tekur þarna undir orð Birgis Jónssonar, kollega síns og forstjóra Play, sem lýsti þungum áhyggjum vegna stöðunnar í dag. Bogi segir að strax á sunnudaginn megi gera ráð fyrir að áhrif verkfallanna verði orðin sýnileg hjá Icelandair. „Við erum líka að sjá það að hótel eru að loka um helgina hér á höfuðborgarsvæðinu þannig að það myndast bara grafalvarlegt ástand ef ekki verður brugðist við. Ég trúi ekki öðru en það verði brugðist við með einhverjum hætti,“ segir Bogi og er svo viss um það að hann ítrekaði þessa trú sína margoft í viðtalinu við fréttastofu, sem má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bogi segir ferðaþjónustuna ekki mega við þessu nú þegar hún er enn að ná vopnum sínum eftir Covid. „Að fá þetta í andlitið yrði gríðarlegt áfall.“ Þá séu farþegar Icelandair farnir að hringja inn með spurningar vegna verkfallanna. Staðan sé grafalvarleg. „Við erum með yfir þrjú þúsund starfsmenn en þetta er ekki síður alvarlegt fyrir íslenska ferðaþjónustu og íslenskt hagkerfi. Ferðaþjónustan er hér burðarás í hagkerfinu. Ferðaþjónustan er enn að ná vopnum sínum eftir tvö ár af Covid. Þess vegna get ég varla hugsað þetta til enda og trúi ekki að það verði úr þessu.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. 14. febrúar 2023 16:10 Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. 14. febrúar 2023 16:02 Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40 Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. 14. febrúar 2023 16:10
Margföld sala á eldsneyti: Smurolíutunnur, brúsar og tankar dregnir fram Sala á bensíni og olíu í dag hefur verið margföld á við venjulegan dag vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra á morgun. Neytendur hafa dregið fram ýmis ílát til að geyma bensín komi til langs verkfalls. Framkvæmdastjóri N1 reiknar með einstaklingar geti farið að finna fyrir verkfallinu strax annað kvöld. 14. febrúar 2023 16:02
Mestar áhyggjur að starfsmenn verði bensínlausir og komist ekki til vinnu Forstjóri flugfélagsins Play segist verulega áhyggjufullur af boðuðum verkföllum hjá Olíudreifingu og Skeljungi. Hann hefur ekki síst áhyggjur yfir því að starfsfólk bæði Play og Isavia komist ekki til vinnu þegar bensínstöðvarnar verða uppiskroppa með eldsneyti. 14. febrúar 2023 15:40