Valur vann þá flottan sex marka sigur á spænska liðinu Benidorm í leik sem Valsmenn urðu að vinna til að halda alvöru lífi í draumum sínum um sæti í útsláttarkeppninni.
Magnús Óli Magnússon fór fyrir Valsliðnu í gær og skoraði níu mörk úr aðeins tólf skotum sem er frábær nýting.
Magnús Óli varð ennfremur fimmti leikmaður Vals sem nær því að verða markahæstur hjá liðinu í leik í Evrópudeildinni á þessari leiktíð.
Áður höfðu þeir Þorgils Jón Svölu Baldursson, Arnór Snær Óskarsson, Benedikt Gunnar Óskarsson og Stiven Tobar Valencia einnig náð því að verða markahæstir í leik.
Arnór Snær Óskarsson hefur verið markahæstur í flestum Evrópuleikjum eða þremur en bróðir hans Benedikt Gunnar Óskarsson hefur verið markahæstur í tveimur leikjum eins og Stiven Tobar Valencia.
- Markahæstir í Evrópudeildarleikjum Vals 2022-23:
- Ferencváros (Heima) Þorgils Jón Svölu Baldursson 8
- Benidorm (úti) Arnór Snær Óskarsson 8/2
- Flensburg (heima) Benedikt Gunnar Óskarsson 9/3
- PAUC (úti) Stiven Tobar Valencia 6 og Arnór Snær Óskarsson 6/3
- Ferencváros (úti) Stiven Tobar Valencia 10
- Ystad (heima) Arnór Snær Óskarsson 13/4
- Flensburg (úti) Benedikt Gunnar Óskarsson 8/6
- Benidorm (heima) Magnús Óli Magnússon 9