Opinberuðu sambandið með nektarmynd á Valentínusardaginn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 10:31 Eric Andre og Emily Ratajkowski eru nýjasta par Hollywood. getty/gotham Það er óhætt að segja að ofurfyrirsætan Emily Ratajkowski og grínistinn Eric André hafi sett Instagram á hliðina í gær þegar þau opinberuðu ástarsamband sitt á afar óhefðbundinn hátt. Emily og Eric fóru að sjást saman við hin ýmsu tilefni fyrir nokkrum vikum síðan. Í lok janúar skelltu þau sér saman til Cayman-eyja þar sem þau sáust stinga saman nefjum, bókstaflega. Parið hafði þó ekki staðfest ástarsamband sitt fyrr en nú. Í gær, á sjálfan Valentínusardaginn, opinberuðu Emily og Eric samband sitt með því að deila nektarmynd af sér á Instagram síðu Erics. Á myndinni liggur Eric nakinn uppi í sófa. Það er Emily sem tekur myndinni en hún sést sjálf nakin í speglinum. Fötin þeirra liggja í hrúgu á gólfinu, þar sem má einnig sjá rauðvínsflösku. View this post on Instagram A post shared by Eric Andre (@ericfuckingandre) Emily Ratajkowski er ein af þekktustu fyrirsætum heims. Hún skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún kom fram í umdeildu tónlistarmyndbandi tónlistarmannanna Robin Thicke og Pharrell árið 2013 við lagið Blurred lines. Emily var gift kvikmyndaframleiðandanum Sebastian Bear-McClard en þau þau skildu síðasta haust eftir að hann var henni ótrúr. Þau höfðu verið saman frá árinu 2018 og eiga saman einn dreng. Eftir skilnaðinn sást hún á stefnumóti með Brad Pitt og átti í stuttu ástarsambandi við grínistann Pete Davidson. Emily er greinilega hrifin af grínistum, því Eric André er uppistandari og grínleikari. Hann hefur verið með sinn eigin grínþátt, The Eric André Show frá árinu 2012 en hefur einnig farið með hlutverk í grínmyndum og þáttum á borð við The Internship og 2 Broke Girls. Þá hefur hann talsett teiknimyndir á borð við Lion King og Sing. Hollywood Ástin og lífið Valentínusardagurinn Tengdar fréttir Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. 29. nóvember 2022 14:30 Pete Davidson og Emily Ratajkowski eru að hittast Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski eru að njóta þess að kynnast og eyða tíma saman samkvæmt heimildum Us Weekly. 15. nóvember 2022 14:31 Brad Pitt og Emily Ratajkowski eyða tíma saman Leikarinn Brad Pitt og fyrirsætan Emily Ratajkowski hafa verið að eyða tíma saman samkvæmt heimildum People. Heimildirnar segja þau þó ekki vera í sambandi og að óljóst sé hversu mikil alvara sé í samskiptunum. 27. september 2022 12:31 Ratajkowski segir skilið við eiginmann sinn Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski. 9. september 2022 21:45 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Sjá meira
Emily og Eric fóru að sjást saman við hin ýmsu tilefni fyrir nokkrum vikum síðan. Í lok janúar skelltu þau sér saman til Cayman-eyja þar sem þau sáust stinga saman nefjum, bókstaflega. Parið hafði þó ekki staðfest ástarsamband sitt fyrr en nú. Í gær, á sjálfan Valentínusardaginn, opinberuðu Emily og Eric samband sitt með því að deila nektarmynd af sér á Instagram síðu Erics. Á myndinni liggur Eric nakinn uppi í sófa. Það er Emily sem tekur myndinni en hún sést sjálf nakin í speglinum. Fötin þeirra liggja í hrúgu á gólfinu, þar sem má einnig sjá rauðvínsflösku. View this post on Instagram A post shared by Eric Andre (@ericfuckingandre) Emily Ratajkowski er ein af þekktustu fyrirsætum heims. Hún skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún kom fram í umdeildu tónlistarmyndbandi tónlistarmannanna Robin Thicke og Pharrell árið 2013 við lagið Blurred lines. Emily var gift kvikmyndaframleiðandanum Sebastian Bear-McClard en þau þau skildu síðasta haust eftir að hann var henni ótrúr. Þau höfðu verið saman frá árinu 2018 og eiga saman einn dreng. Eftir skilnaðinn sást hún á stefnumóti með Brad Pitt og átti í stuttu ástarsambandi við grínistann Pete Davidson. Emily er greinilega hrifin af grínistum, því Eric André er uppistandari og grínleikari. Hann hefur verið með sinn eigin grínþátt, The Eric André Show frá árinu 2012 en hefur einnig farið með hlutverk í grínmyndum og þáttum á borð við The Internship og 2 Broke Girls. Þá hefur hann talsett teiknimyndir á borð við Lion King og Sing.
Hollywood Ástin og lífið Valentínusardagurinn Tengdar fréttir Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. 29. nóvember 2022 14:30 Pete Davidson og Emily Ratajkowski eru að hittast Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski eru að njóta þess að kynnast og eyða tíma saman samkvæmt heimildum Us Weekly. 15. nóvember 2022 14:31 Brad Pitt og Emily Ratajkowski eyða tíma saman Leikarinn Brad Pitt og fyrirsætan Emily Ratajkowski hafa verið að eyða tíma saman samkvæmt heimildum People. Heimildirnar segja þau þó ekki vera í sambandi og að óljóst sé hversu mikil alvara sé í samskiptunum. 27. september 2022 12:31 Ratajkowski segir skilið við eiginmann sinn Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski. 9. september 2022 21:45 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Sjá meira
Pete Davidson og Emily Ratajkowski stálu senunni á körfuboltaleik Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski mættu saman á körfuboltaleik í New York um helgina. Þau sátu saman á fremsta bekk, hvöttu áfram liðið Knicks og virtust hugfangin hvort af öðru. 29. nóvember 2022 14:30
Pete Davidson og Emily Ratajkowski eru að hittast Grínistinn Pete Davidson og fyrirsætan Emily Ratajkowski eru að njóta þess að kynnast og eyða tíma saman samkvæmt heimildum Us Weekly. 15. nóvember 2022 14:31
Brad Pitt og Emily Ratajkowski eyða tíma saman Leikarinn Brad Pitt og fyrirsætan Emily Ratajkowski hafa verið að eyða tíma saman samkvæmt heimildum People. Heimildirnar segja þau þó ekki vera í sambandi og að óljóst sé hversu mikil alvara sé í samskiptunum. 27. september 2022 12:31
Ratajkowski segir skilið við eiginmann sinn Fyrirsætan, leikkonan og rithöfundurinn Emily Ratajkowski er sögð hafa sótt um skilnað frá eiginmanni sínum til fjögurra ára en eiginmaðurinn Sebastian Bear-McClard, er sakaður um að hafa haldið framhjá Ratajkowski. 9. september 2022 21:45