Versnandi fæðuskortur í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2023 13:11 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur tekið dóttur sína með sér á nokkra opinbera viðburði á undanförnum mánuðum. AP/KCNA Fæðuskortur Norður-Kóreu hefur farið versnandi að undanförnu og hafa yfirvöld meðal annars dregið úr matarskammti hermanna. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur viðurkennt vandamálið og sagt að þróun í landbúnaði sé eitt mikilvægasta verkefni þessa árs. Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir starfsmönnum Sameiningarráðuneytis Suður-Kóreu. Annar fjölmiðill í Suður-Kóreu segir daglegan matarskammt hermanna í Norður-Kóreu hafa verið minnkaðan úr 620 grömmum í 580 grömm. Það er í fyrsta sinn á þessari öld sem matarskammtur hermanna er minnkaður. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur beðið um aðstoð Sameinuðu þjóðanna en einræðisríkið hefur verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það er vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu en í gegnum árin hafa margar tilraunir verið gerðar með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar sem eiga að geta borið þau kjarnorkuvopn. Á sama tíma og ríkið hefur varið fúlgum fjár í þessi vopn hefur mikill fæðuskortur myndast. Óveður og náttúruhamfarir hafa einnig leikið landbúnað Norður-Kóreu grátt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í fyrra að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopnin af hendi. Kwon Young-se, sameiningarráðherra, sagði á þingfundi að þrátt fyrir versnandi ástand í Norður-Kóreu sé ástandið enn ekki eins og á tíunda áratug síðustu aldar, þegar fjölmargir íbúar Norður-Kóreu dóu í hungursneyð. Verkamannaflokkur Norður-Kóreu hefur tilkynnt að miðstjórn flokksins mun funda seinna í þessum mánuði. Þar á að ræða leiðir til að auka þróun í landbúnaði einræðisríkisins. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Útgöngubann vegna ótilgreindra öndunarfæraveikinda í Pyongyang Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa fyrirskipað fimm daga útgöngubann vegna útbreiðslu ótilgreinds öndunarfærasjúkdóms. Frá þessu greina fjölmiðlar í Suður-Kóreu og vitna í tilkynningu frá borgaryfirvöldum. 25. janúar 2023 08:13 Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56 Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27. nóvember 2022 10:12 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Þetta hefur Yonhap fréttaveitan eftir starfsmönnum Sameiningarráðuneytis Suður-Kóreu. Annar fjölmiðill í Suður-Kóreu segir daglegan matarskammt hermanna í Norður-Kóreu hafa verið minnkaðan úr 620 grömmum í 580 grömm. Það er í fyrsta sinn á þessari öld sem matarskammtur hermanna er minnkaður. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur beðið um aðstoð Sameinuðu þjóðanna en einræðisríkið hefur verið beitt umfangsmiklum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það er vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu en í gegnum árin hafa margar tilraunir verið gerðar með kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar sem eiga að geta borið þau kjarnorkuvopn. Á sama tíma og ríkið hefur varið fúlgum fjár í þessi vopn hefur mikill fæðuskortur myndast. Óveður og náttúruhamfarir hafa einnig leikið landbúnað Norður-Kóreu grátt. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýsti því yfir í fyrra að hann ætlaði aldrei að láta kjarnorkuvopnin af hendi. Kwon Young-se, sameiningarráðherra, sagði á þingfundi að þrátt fyrir versnandi ástand í Norður-Kóreu sé ástandið enn ekki eins og á tíunda áratug síðustu aldar, þegar fjölmargir íbúar Norður-Kóreu dóu í hungursneyð. Verkamannaflokkur Norður-Kóreu hefur tilkynnt að miðstjórn flokksins mun funda seinna í þessum mánuði. Þar á að ræða leiðir til að auka þróun í landbúnaði einræðisríkisins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Útgöngubann vegna ótilgreindra öndunarfæraveikinda í Pyongyang Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa fyrirskipað fimm daga útgöngubann vegna útbreiðslu ótilgreinds öndunarfærasjúkdóms. Frá þessu greina fjölmiðlar í Suður-Kóreu og vitna í tilkynningu frá borgaryfirvöldum. 25. janúar 2023 08:13 Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56 Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27. nóvember 2022 10:12 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56
Útgöngubann vegna ótilgreindra öndunarfæraveikinda í Pyongyang Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, hafa fyrirskipað fimm daga útgöngubann vegna útbreiðslu ótilgreinds öndunarfærasjúkdóms. Frá þessu greina fjölmiðlar í Suður-Kóreu og vitna í tilkynningu frá borgaryfirvöldum. 25. janúar 2023 08:13
Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56
Kim talinn vera að undirbúa fjórðu kynslóðina Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu í morgun nýjar myndir af dóttur Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins. Vika er síðan fyrstu myndirnar af Ju Ae voru birtar en nýju myndirnar munu hafa verið teknar um svipað leyti. 27. nóvember 2022 10:12