„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Máni Snær Þorláksson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. febrúar 2023 16:07 Rögnvaldur Helgi Helgason segir stéttina frá stuðning frá almenningi. Vísir Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. Rögnvaldur Helgi Helgason, olíubílstjóri hjá Skeljungi, mætti á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Rögnvaldur er einn þeirra 70 olíubílstjóra sem byrjaði í verkfalli á hádegi í dag. Þá hófst einnig verkfall hjá um 500 starfsmönnum Berjaya og Edition hótelanna. Í samtali við fréttastofu segir Rögnvaldur að almennt sé ánægja með verkfallið hjá stéttinni. „Ég held að það séu allir bara jákvæðir fyrir þessu verkfalli, mér heyrist það. Það hefur enginn kvartað,“ segir hann. „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar.“ Því hefur verið haldið fram að olíubílstjórar séu hálaunaðir og fái jafnvel tæpa milljón á mánuði í laun. Rögnvaldur segir þó að svo sé ekki. „Ég held að það sé ekki alveg rétt, við erum allavega ekki með þetta sem ég þekki. En það getur verið að einn og einn sé með þetta ef þeir vinna mikið.“ Fáið þið marga yfirvinnutíma á mánuði? „Það er voðalega misjafnt, stundum og stundum ekki. Það fer bara eftir því hvernig ástandið er, hversu mikið er að gera.“ Fá klapp á bakið Aðspurður um það hvernig almenningur hefur brugðist við verkfallinu segir Rögnvaldur að viðbrögðin hafi verið góð. Fólk hafi meira að segja klappað honum á bakið í gær. „Við fáum stuðning. Ég var að setja á bensínstöð í gær, það kom fólk til mín og bara klappaði á bakið á okkur og þakkaði fyrir. Þau voru bara ánægð með að við færum í verkfall. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sjá meira
Rögnvaldur Helgi Helgason, olíubílstjóri hjá Skeljungi, mætti á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Rögnvaldur er einn þeirra 70 olíubílstjóra sem byrjaði í verkfalli á hádegi í dag. Þá hófst einnig verkfall hjá um 500 starfsmönnum Berjaya og Edition hótelanna. Í samtali við fréttastofu segir Rögnvaldur að almennt sé ánægja með verkfallið hjá stéttinni. „Ég held að það séu allir bara jákvæðir fyrir þessu verkfalli, mér heyrist það. Það hefur enginn kvartað,“ segir hann. „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar.“ Því hefur verið haldið fram að olíubílstjórar séu hálaunaðir og fái jafnvel tæpa milljón á mánuði í laun. Rögnvaldur segir þó að svo sé ekki. „Ég held að það sé ekki alveg rétt, við erum allavega ekki með þetta sem ég þekki. En það getur verið að einn og einn sé með þetta ef þeir vinna mikið.“ Fáið þið marga yfirvinnutíma á mánuði? „Það er voðalega misjafnt, stundum og stundum ekki. Það fer bara eftir því hvernig ástandið er, hversu mikið er að gera.“ Fá klapp á bakið Aðspurður um það hvernig almenningur hefur brugðist við verkfallinu segir Rögnvaldur að viðbrögðin hafi verið góð. Fólk hafi meira að segja klappað honum á bakið í gær. „Við fáum stuðning. Ég var að setja á bensínstöð í gær, það kom fólk til mín og bara klappaði á bakið á okkur og þakkaði fyrir. Þau voru bara ánægð með að við færum í verkfall.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sjá meira