„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Máni Snær Þorláksson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. febrúar 2023 16:07 Rögnvaldur Helgi Helgason segir stéttina frá stuðning frá almenningi. Vísir Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. Rögnvaldur Helgi Helgason, olíubílstjóri hjá Skeljungi, mætti á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Rögnvaldur er einn þeirra 70 olíubílstjóra sem byrjaði í verkfalli á hádegi í dag. Þá hófst einnig verkfall hjá um 500 starfsmönnum Berjaya og Edition hótelanna. Í samtali við fréttastofu segir Rögnvaldur að almennt sé ánægja með verkfallið hjá stéttinni. „Ég held að það séu allir bara jákvæðir fyrir þessu verkfalli, mér heyrist það. Það hefur enginn kvartað,“ segir hann. „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar.“ Því hefur verið haldið fram að olíubílstjórar séu hálaunaðir og fái jafnvel tæpa milljón á mánuði í laun. Rögnvaldur segir þó að svo sé ekki. „Ég held að það sé ekki alveg rétt, við erum allavega ekki með þetta sem ég þekki. En það getur verið að einn og einn sé með þetta ef þeir vinna mikið.“ Fáið þið marga yfirvinnutíma á mánuði? „Það er voðalega misjafnt, stundum og stundum ekki. Það fer bara eftir því hvernig ástandið er, hversu mikið er að gera.“ Fá klapp á bakið Aðspurður um það hvernig almenningur hefur brugðist við verkfallinu segir Rögnvaldur að viðbrögðin hafi verið góð. Fólk hafi meira að segja klappað honum á bakið í gær. „Við fáum stuðning. Ég var að setja á bensínstöð í gær, það kom fólk til mín og bara klappaði á bakið á okkur og þakkaði fyrir. Þau voru bara ánægð með að við færum í verkfall. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Rögnvaldur Helgi Helgason, olíubílstjóri hjá Skeljungi, mætti á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Rögnvaldur er einn þeirra 70 olíubílstjóra sem byrjaði í verkfalli á hádegi í dag. Þá hófst einnig verkfall hjá um 500 starfsmönnum Berjaya og Edition hótelanna. Í samtali við fréttastofu segir Rögnvaldur að almennt sé ánægja með verkfallið hjá stéttinni. „Ég held að það séu allir bara jákvæðir fyrir þessu verkfalli, mér heyrist það. Það hefur enginn kvartað,“ segir hann. „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar.“ Því hefur verið haldið fram að olíubílstjórar séu hálaunaðir og fái jafnvel tæpa milljón á mánuði í laun. Rögnvaldur segir þó að svo sé ekki. „Ég held að það sé ekki alveg rétt, við erum allavega ekki með þetta sem ég þekki. En það getur verið að einn og einn sé með þetta ef þeir vinna mikið.“ Fáið þið marga yfirvinnutíma á mánuði? „Það er voðalega misjafnt, stundum og stundum ekki. Það fer bara eftir því hvernig ástandið er, hversu mikið er að gera.“ Fá klapp á bakið Aðspurður um það hvernig almenningur hefur brugðist við verkfallinu segir Rögnvaldur að viðbrögðin hafi verið góð. Fólk hafi meira að segja klappað honum á bakið í gær. „Við fáum stuðning. Ég var að setja á bensínstöð í gær, það kom fólk til mín og bara klappaði á bakið á okkur og þakkaði fyrir. Þau voru bara ánægð með að við færum í verkfall.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira