Lavrov segir Vesturlönd hafa ráðist á Rússland Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2023 20:00 Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Helena Carreiras varnarmálaráðherra Portúgal, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra, Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands og Guido Crosetto varnarmálaráðherra Ítalíu í höfuðstöðvum NATO í dag. AP/Olivier Matthys Atlandshafsbandalagið og Evrópusambandið hétu í dag auknum og áframhaldandi stuðningi við varnir Úkraínu gegn innrás Rússa. Utanríkisráðherra Rússlands sakar Bandaríkin og undirsáta þeirra um að grafa undan sjálfstæðri utanríkisstefnu Rússlands með það að markmiði að tortíma landinu. Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO lauk í Brussel í dag þar sem bandalagið hét órofa stuðningi bandalagsins við varnir Úkraínu gegn innrás Rússlands. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri segir að NATO hefði einnig aukið fælingarmátt sinn með fjölgun í hersveitum og auknum búnaði í aðildarríkjunum í austur Evrópu. Andrzej Duda forseti Póllands fundaði með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í dag. Pólverjar eru einna einörðustu stuðningsmenn Úkraínu enda sjálfir með landamæri að Rússlandi og saga þeirra af samskiptum við Rússa er blóði drifin.AP/Olivier Matthys „Við munum einnig taka til athugunar leiðir til að auka framleiðslugetu okkar þar sem við vonumst til að auka framleiðslu okkar á vopnum og skotfærum. Og við munum grípa til aðgerða til að styrkja varnirnauðsynlegra innviða, þeirra á meðal neðansjávarkapla og leiðslna,“ sagði Stoltenberg. Ursula von der Leyen kynnti tíunda pakka refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússlandi í dag.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynnti tíunda pakka refsiaðgerða bandalagsins gegn Rússlandi í dag. Hann kveður á um bann á útflutningi á ýmsum iðnaðar- og tæknivörum sem gagnast hergagnaiðnaðinum í Rússlandi og aðgerðir gegn sjö fyrirtækjum í Íran sem selt hafa Rússum árásar dróna. Evrópusambandið hefði nú innleitt hörðustu refsiaðgerðir í sögu sambandsins sem verði fylgt hart eftir. „Við munum hafa uppi á ólígörkum sem reyna að fela sig eða selja eignir sínar til að komast hjá refsiaðerðum. Aðildarríkin munu í samvinnu taka saman yfirlit yfir allar frystar eigur rússneska Seðlabankans í Evrópusambandinu. Við þurfum að vita hvar þær eru og hvers virði þær eru,“ sagði vond der Leyen. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að í raun væru það Bandaríkin og undirsátar þeirra sem hefðu ráðist á Rússland og þar með sjálfstæðri utanríkisstefnu landsins.AP/Alexander Zemlianichenko Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði hins vegar í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að Bandaríkin og undirsátar þeirra hefðu lengi undirbúið árás sína á Rússland í gegnum Úkraínu. Vesturlönd færu ekki í felur með tilgang sinn með stríðinu, sem væri ekki einungis að sigra Rússa á vígvellinum, leggja efnahag Rússlands í rúst heldur ryðja brautina að því að gera Rússa útlæga í samfélagi þjóðanna. „Og hafa gripið til ólöglegra kúgunaraðferða, hótana og hreins þjófnaðar til að refsa þeim sem fylgja sjálfstæðri og þjóðlegri utanríkisstefnu,“ sagði Lavrov á rússneska þinginu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Geta ekki bæði varið Bakhmut og undirbúið gagnárásir Bandaríkjamenn hafa varað ráðamenn í Úkraínu við því að næstu mánuðir verði mikilvægir og að þeir eigi að einbeita sér að undirbúningi gagnárása í vor, frekar en að verja Bakhmut. Úkraínumenn skortir skotfæri og varahluti við varnir gegn umfangsmiklum árásum Rússa, sem hafa litlum árangri skilað hingað til. 14. febrúar 2023 14:00 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO lauk í Brussel í dag þar sem bandalagið hét órofa stuðningi bandalagsins við varnir Úkraínu gegn innrás Rússlands. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri segir að NATO hefði einnig aukið fælingarmátt sinn með fjölgun í hersveitum og auknum búnaði í aðildarríkjunum í austur Evrópu. Andrzej Duda forseti Póllands fundaði með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í dag. Pólverjar eru einna einörðustu stuðningsmenn Úkraínu enda sjálfir með landamæri að Rússlandi og saga þeirra af samskiptum við Rússa er blóði drifin.AP/Olivier Matthys „Við munum einnig taka til athugunar leiðir til að auka framleiðslugetu okkar þar sem við vonumst til að auka framleiðslu okkar á vopnum og skotfærum. Og við munum grípa til aðgerða til að styrkja varnirnauðsynlegra innviða, þeirra á meðal neðansjávarkapla og leiðslna,“ sagði Stoltenberg. Ursula von der Leyen kynnti tíunda pakka refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússlandi í dag.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynnti tíunda pakka refsiaðgerða bandalagsins gegn Rússlandi í dag. Hann kveður á um bann á útflutningi á ýmsum iðnaðar- og tæknivörum sem gagnast hergagnaiðnaðinum í Rússlandi og aðgerðir gegn sjö fyrirtækjum í Íran sem selt hafa Rússum árásar dróna. Evrópusambandið hefði nú innleitt hörðustu refsiaðgerðir í sögu sambandsins sem verði fylgt hart eftir. „Við munum hafa uppi á ólígörkum sem reyna að fela sig eða selja eignir sínar til að komast hjá refsiaðerðum. Aðildarríkin munu í samvinnu taka saman yfirlit yfir allar frystar eigur rússneska Seðlabankans í Evrópusambandinu. Við þurfum að vita hvar þær eru og hvers virði þær eru,“ sagði vond der Leyen. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að í raun væru það Bandaríkin og undirsátar þeirra sem hefðu ráðist á Rússland og þar með sjálfstæðri utanríkisstefnu landsins.AP/Alexander Zemlianichenko Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði hins vegar í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að Bandaríkin og undirsátar þeirra hefðu lengi undirbúið árás sína á Rússland í gegnum Úkraínu. Vesturlönd færu ekki í felur með tilgang sinn með stríðinu, sem væri ekki einungis að sigra Rússa á vígvellinum, leggja efnahag Rússlands í rúst heldur ryðja brautina að því að gera Rússa útlæga í samfélagi þjóðanna. „Og hafa gripið til ólöglegra kúgunaraðferða, hótana og hreins þjófnaðar til að refsa þeim sem fylgja sjálfstæðri og þjóðlegri utanríkisstefnu,“ sagði Lavrov á rússneska þinginu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Geta ekki bæði varið Bakhmut og undirbúið gagnárásir Bandaríkjamenn hafa varað ráðamenn í Úkraínu við því að næstu mánuðir verði mikilvægir og að þeir eigi að einbeita sér að undirbúningi gagnárása í vor, frekar en að verja Bakhmut. Úkraínumenn skortir skotfæri og varahluti við varnir gegn umfangsmiklum árásum Rússa, sem hafa litlum árangri skilað hingað til. 14. febrúar 2023 14:00 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Geta ekki bæði varið Bakhmut og undirbúið gagnárásir Bandaríkjamenn hafa varað ráðamenn í Úkraínu við því að næstu mánuðir verði mikilvægir og að þeir eigi að einbeita sér að undirbúningi gagnárása í vor, frekar en að verja Bakhmut. Úkraínumenn skortir skotfæri og varahluti við varnir gegn umfangsmiklum árásum Rússa, sem hafa litlum árangri skilað hingað til. 14. febrúar 2023 14:00
Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19
Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17