Lavrov segir Vesturlönd hafa ráðist á Rússland Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2023 20:00 Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Helena Carreiras varnarmálaráðherra Portúgal, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra, Ben Wallace varnarmálaráðherra Bretlands og Guido Crosetto varnarmálaráðherra Ítalíu í höfuðstöðvum NATO í dag. AP/Olivier Matthys Atlandshafsbandalagið og Evrópusambandið hétu í dag auknum og áframhaldandi stuðningi við varnir Úkraínu gegn innrás Rússa. Utanríkisráðherra Rússlands sakar Bandaríkin og undirsáta þeirra um að grafa undan sjálfstæðri utanríkisstefnu Rússlands með það að markmiði að tortíma landinu. Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO lauk í Brussel í dag þar sem bandalagið hét órofa stuðningi bandalagsins við varnir Úkraínu gegn innrás Rússlands. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri segir að NATO hefði einnig aukið fælingarmátt sinn með fjölgun í hersveitum og auknum búnaði í aðildarríkjunum í austur Evrópu. Andrzej Duda forseti Póllands fundaði með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í dag. Pólverjar eru einna einörðustu stuðningsmenn Úkraínu enda sjálfir með landamæri að Rússlandi og saga þeirra af samskiptum við Rússa er blóði drifin.AP/Olivier Matthys „Við munum einnig taka til athugunar leiðir til að auka framleiðslugetu okkar þar sem við vonumst til að auka framleiðslu okkar á vopnum og skotfærum. Og við munum grípa til aðgerða til að styrkja varnirnauðsynlegra innviða, þeirra á meðal neðansjávarkapla og leiðslna,“ sagði Stoltenberg. Ursula von der Leyen kynnti tíunda pakka refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússlandi í dag.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynnti tíunda pakka refsiaðgerða bandalagsins gegn Rússlandi í dag. Hann kveður á um bann á útflutningi á ýmsum iðnaðar- og tæknivörum sem gagnast hergagnaiðnaðinum í Rússlandi og aðgerðir gegn sjö fyrirtækjum í Íran sem selt hafa Rússum árásar dróna. Evrópusambandið hefði nú innleitt hörðustu refsiaðgerðir í sögu sambandsins sem verði fylgt hart eftir. „Við munum hafa uppi á ólígörkum sem reyna að fela sig eða selja eignir sínar til að komast hjá refsiaðerðum. Aðildarríkin munu í samvinnu taka saman yfirlit yfir allar frystar eigur rússneska Seðlabankans í Evrópusambandinu. Við þurfum að vita hvar þær eru og hvers virði þær eru,“ sagði vond der Leyen. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að í raun væru það Bandaríkin og undirsátar þeirra sem hefðu ráðist á Rússland og þar með sjálfstæðri utanríkisstefnu landsins.AP/Alexander Zemlianichenko Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði hins vegar í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að Bandaríkin og undirsátar þeirra hefðu lengi undirbúið árás sína á Rússland í gegnum Úkraínu. Vesturlönd færu ekki í felur með tilgang sinn með stríðinu, sem væri ekki einungis að sigra Rússa á vígvellinum, leggja efnahag Rússlands í rúst heldur ryðja brautina að því að gera Rússa útlæga í samfélagi þjóðanna. „Og hafa gripið til ólöglegra kúgunaraðferða, hótana og hreins þjófnaðar til að refsa þeim sem fylgja sjálfstæðri og þjóðlegri utanríkisstefnu,“ sagði Lavrov á rússneska þinginu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Geta ekki bæði varið Bakhmut og undirbúið gagnárásir Bandaríkjamenn hafa varað ráðamenn í Úkraínu við því að næstu mánuðir verði mikilvægir og að þeir eigi að einbeita sér að undirbúningi gagnárása í vor, frekar en að verja Bakhmut. Úkraínumenn skortir skotfæri og varahluti við varnir gegn umfangsmiklum árásum Rússa, sem hafa litlum árangri skilað hingað til. 14. febrúar 2023 14:00 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Tveggja daga fundi varnarmálaráðherra NATO lauk í Brussel í dag þar sem bandalagið hét órofa stuðningi bandalagsins við varnir Úkraínu gegn innrás Rússlands. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri segir að NATO hefði einnig aukið fælingarmátt sinn með fjölgun í hersveitum og auknum búnaði í aðildarríkjunum í austur Evrópu. Andrzej Duda forseti Póllands fundaði með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO í dag. Pólverjar eru einna einörðustu stuðningsmenn Úkraínu enda sjálfir með landamæri að Rússlandi og saga þeirra af samskiptum við Rússa er blóði drifin.AP/Olivier Matthys „Við munum einnig taka til athugunar leiðir til að auka framleiðslugetu okkar þar sem við vonumst til að auka framleiðslu okkar á vopnum og skotfærum. Og við munum grípa til aðgerða til að styrkja varnirnauðsynlegra innviða, þeirra á meðal neðansjávarkapla og leiðslna,“ sagði Stoltenberg. Ursula von der Leyen kynnti tíunda pakka refsiaðgerða Evrópusambandsins gegn Rússlandi í dag.AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kynnti tíunda pakka refsiaðgerða bandalagsins gegn Rússlandi í dag. Hann kveður á um bann á útflutningi á ýmsum iðnaðar- og tæknivörum sem gagnast hergagnaiðnaðinum í Rússlandi og aðgerðir gegn sjö fyrirtækjum í Íran sem selt hafa Rússum árásar dróna. Evrópusambandið hefði nú innleitt hörðustu refsiaðgerðir í sögu sambandsins sem verði fylgt hart eftir. „Við munum hafa uppi á ólígörkum sem reyna að fela sig eða selja eignir sínar til að komast hjá refsiaðerðum. Aðildarríkin munu í samvinnu taka saman yfirlit yfir allar frystar eigur rússneska Seðlabankans í Evrópusambandinu. Við þurfum að vita hvar þær eru og hvers virði þær eru,“ sagði vond der Leyen. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að í raun væru það Bandaríkin og undirsátar þeirra sem hefðu ráðist á Rússland og þar með sjálfstæðri utanríkisstefnu landsins.AP/Alexander Zemlianichenko Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði hins vegar í munnlegri skýrslu til rússneska þingsins í dag að Bandaríkin og undirsátar þeirra hefðu lengi undirbúið árás sína á Rússland í gegnum Úkraínu. Vesturlönd færu ekki í felur með tilgang sinn með stríðinu, sem væri ekki einungis að sigra Rússa á vígvellinum, leggja efnahag Rússlands í rúst heldur ryðja brautina að því að gera Rússa útlæga í samfélagi þjóðanna. „Og hafa gripið til ólöglegra kúgunaraðferða, hótana og hreins þjófnaðar til að refsa þeim sem fylgja sjálfstæðri og þjóðlegri utanríkisstefnu,“ sagði Lavrov á rússneska þinginu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Geta ekki bæði varið Bakhmut og undirbúið gagnárásir Bandaríkjamenn hafa varað ráðamenn í Úkraínu við því að næstu mánuðir verði mikilvægir og að þeir eigi að einbeita sér að undirbúningi gagnárása í vor, frekar en að verja Bakhmut. Úkraínumenn skortir skotfæri og varahluti við varnir gegn umfangsmiklum árásum Rússa, sem hafa litlum árangri skilað hingað til. 14. febrúar 2023 14:00 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Geta ekki bæði varið Bakhmut og undirbúið gagnárásir Bandaríkjamenn hafa varað ráðamenn í Úkraínu við því að næstu mánuðir verði mikilvægir og að þeir eigi að einbeita sér að undirbúningi gagnárása í vor, frekar en að verja Bakhmut. Úkraínumenn skortir skotfæri og varahluti við varnir gegn umfangsmiklum árásum Rússa, sem hafa litlum árangri skilað hingað til. 14. febrúar 2023 14:00
Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19
Segja Rússa hafa misst heilt stórfylki við Vuhledar Úkraínumenn segja Rússa hafa misst mikinn fjölda atvinnuhermanna í árásum á bæinn Vuhledar í Dónetsk héraði. Í raun hafi Rússar misst heilt stórfylki (Brigade) landgönguliða í árásum á bæinn en árásirnar hafa litlum sem engum árangri skilað. 13. febrúar 2023 15:17
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent