„Þessi samningur er bara kominn á“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 21:44 Jón Steinar bendir á að sáttasemjari hafi freistast þess að fá að bera löglega tillögu sína undir atkvæði hjá Eflingu en ekki fengið það. Vísir/Vilhelm „Ég held að það liggi þannig fyrir að þessi kjarasamningur er í gildi og það er óheimilt að halda uppi verkföllum á þessu sviði vegna þess að það er í gildi kjarasamningur,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur forrstu Eflingar hafa hindrað félagsmenn í Eflingu í því að fella samninginn eins og þeir hefðu getað gert eftir reglum laganna. Jón Steinar mætti í Reykjavík síðdegis og ræddi þar yfirstandandi kjaradeilur en hann hefur áður viðrað þá skoðun opinberlega að ríkissáttasemjari hafi ekki haft heimild til að semja um þetta mál. Líkt og fram hefur komið taldi héraðsdómur Eflingu vera það skylt að afhenda félagsskrána og sagði miðlunartillöguna vera réttmæta en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ríkissáttasemjari hefði ekki umboð til að krefjast þess að fá þessa félagaskrá. „Hann gerði mistök í þessu. Hann mátti ekki skuldbinda sáttasemjaraembættið við það að skjóta ekki málinu til Hæstaréttar ef að tapaðist í Landsrétti,“ segir Jón Steinar. Ég lít svo á að þessi samningur, samkvæmt sáttatillögunni sem ríkissáttasemjari lagði fram, sé bara kominn á í lögskiptum aðilanna. Þetta er þannig og það efast enginn um það að ríkissáttasemjari hafði heimild að lögum til að gera sáttatillögu um samning. Og hann gerði það. Jón Steinar bendir á að sáttasemjari hafi freistast þess að fá að bera löglega tillögu sína undir atkvæði hjá Eflingu en ekki fengið það. „Hann er hindraður í því af forystu Eflingar. Sem sagt, það fæst engin atkvæðagreiðsla. Og hvað þýðir það? Félagsmenn í Eflingu hafa ekki fellt sáttatillöguna. Hún er bara í gildi. Ef að þeir afsala sér rétti til þess að greiða atkvæði um þessa tillögu þá eru þeir meðal annars að gefa frá sér möguleikann á því að fella hana, vegna þess að lögin kveða á um það að til þess að fella sáttatillöguna þá þurfi tiltekna þáttöku í atkvæðagreiðslu og tiltekinn atkvæðafjölda. Þeir hafa hindrað það með valdi.“ Jón Steinar telur fyrirsvarsmenn Eflingar hafa gert stór mistök með því að hindra það að atkvæðagreiðsla færi fram, þar sem að þeir hafi verið að hindra það að félagar í Eflingu gætu fellt tillöguna. „Það þýðir bara að tillagan er í gildi. Hún er réttilega fram borin, það er búið að reyna allt sem hægt er til þess að fá hana borna undir atkvæði. Það eru fyrirsvarsmenn Eflingar sem að hindra það að það geti átt sér stað niðurstaða. Það er kominn á samningur, í samræmi við sáttatillögu ríkissáttasemjara.“ Jón Steinar bætir við að málið sé búið að vera „voða ruglingslegt allt saman.“ „Og ég var svo sem ekkert búinn að vera viss um það, fyrr en kannski bara í morgun eða í gær, þegar ég var að leggja þetta niður fyrir mér, fara yfir lögin og svona. Þá blasir þetta við, miðað við atvikin. Þessi samningur er bara komin á.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Jón Steinar mætti í Reykjavík síðdegis og ræddi þar yfirstandandi kjaradeilur en hann hefur áður viðrað þá skoðun opinberlega að ríkissáttasemjari hafi ekki haft heimild til að semja um þetta mál. Líkt og fram hefur komið taldi héraðsdómur Eflingu vera það skylt að afhenda félagsskrána og sagði miðlunartillöguna vera réttmæta en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ríkissáttasemjari hefði ekki umboð til að krefjast þess að fá þessa félagaskrá. „Hann gerði mistök í þessu. Hann mátti ekki skuldbinda sáttasemjaraembættið við það að skjóta ekki málinu til Hæstaréttar ef að tapaðist í Landsrétti,“ segir Jón Steinar. Ég lít svo á að þessi samningur, samkvæmt sáttatillögunni sem ríkissáttasemjari lagði fram, sé bara kominn á í lögskiptum aðilanna. Þetta er þannig og það efast enginn um það að ríkissáttasemjari hafði heimild að lögum til að gera sáttatillögu um samning. Og hann gerði það. Jón Steinar bendir á að sáttasemjari hafi freistast þess að fá að bera löglega tillögu sína undir atkvæði hjá Eflingu en ekki fengið það. „Hann er hindraður í því af forystu Eflingar. Sem sagt, það fæst engin atkvæðagreiðsla. Og hvað þýðir það? Félagsmenn í Eflingu hafa ekki fellt sáttatillöguna. Hún er bara í gildi. Ef að þeir afsala sér rétti til þess að greiða atkvæði um þessa tillögu þá eru þeir meðal annars að gefa frá sér möguleikann á því að fella hana, vegna þess að lögin kveða á um það að til þess að fella sáttatillöguna þá þurfi tiltekna þáttöku í atkvæðagreiðslu og tiltekinn atkvæðafjölda. Þeir hafa hindrað það með valdi.“ Jón Steinar telur fyrirsvarsmenn Eflingar hafa gert stór mistök með því að hindra það að atkvæðagreiðsla færi fram, þar sem að þeir hafi verið að hindra það að félagar í Eflingu gætu fellt tillöguna. „Það þýðir bara að tillagan er í gildi. Hún er réttilega fram borin, það er búið að reyna allt sem hægt er til þess að fá hana borna undir atkvæði. Það eru fyrirsvarsmenn Eflingar sem að hindra það að það geti átt sér stað niðurstaða. Það er kominn á samningur, í samræmi við sáttatillögu ríkissáttasemjara.“ Jón Steinar bætir við að málið sé búið að vera „voða ruglingslegt allt saman.“ „Og ég var svo sem ekkert búinn að vera viss um það, fyrr en kannski bara í morgun eða í gær, þegar ég var að leggja þetta niður fyrir mér, fara yfir lögin og svona. Þá blasir þetta við, miðað við atvikin. Þessi samningur er bara komin á.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira