Vellirnir sem Ísland ætti að nota vegna úrræðaleysis stjórnvalda: Þórshöfn efst Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2023 11:30 Íslenska kvennalandsliðið, sem er í 16. sæti heimslistans, gæti mjög sennilega þurft að spila heimaleiki erlendis. VÍSIR/VILHELM Knattspyrnusamband Íslands hefur hafið leit að leikvangi erlendis fyrir íslensku landsliðin til að spila á, komi til þess að þau þurfi að spila heimaleiki að vetri til eins og líklegt er að gerist. Vísir leitaði til sérfræðings sem stillti upp tíu ákjósanlegustu leikvöngunum fyrir heimaleiki utan landsteinanna. Legið hefur fyrir í nokkurn tíma að íslenska karlalandsliðið í fótbolta gæti þurft að spila umspilsleiki í mars, eins og gerðist árið 2020 en ekkert varð þó af vegna Covid-faraldursins. Nú hefur bæst við að kvennalandslið Íslands gæti þurft að spila umspilsleiki í nóvember og febrúar. Um yrði að ræða afar mikilvæga leiki fyrir Ísland og því auðvitað ákjósanlegast að hægt væri að leika þá á Íslandi. Í ljósi þess að Laugardalsvöllur er hvorki upphitaður né með þaki, og úr því að stjórnvöld hafa enn ekkert ákveðið um byggingu nýs þjóðarleikvangs, er hins vegar orðið ansi líklegt að Ísland þurfi að leita til annarra þjóða um að fá að spila heimaleiki. Vísir fékk skipulagsfræðinginn Þórð Má Sigfússon til þess að leggja til tíu leikvanga erlendis sem Ísland gæti spilað á. Þórður hefur um árabil haldið úti Twitter-síðunni „Höllin er úrelt“ og barist fyrir byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir inniíþróttir sem nú er útlit fyrir að rísi í Laugardalnum á allra næstu árum. Þórður er sömuleiðis sérfróður um fótboltaleikvanga erlendis og átti ekki í vandræðum með að útbúa lista sem Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun ef til vill horfa til í leit sinni að aukaheimavellinum fyrir íslensku landsliðin. 1. Tórsvøllur í Þórshöfn, Færeyjum Þjóðarleikvangur Færeyja. Lítill og sjarmerandi gervigrasvöllur. Stutt ferðalag fyrir Íslendinga. Sætafjöldi: 5.063 manns í sæti. Getty/Craig Williamson 2. Viking Stadion í Stafangri, Noregi Margir hafa sagt að Íslendingar ættu að hanna nýjan þjóðarleikvang eftir teikningum af þessum leikvangi. Flottur leikvangur. Tiltölulega stutt ferðalag fyrir Íslendinga. Sætafjöldi: 15.900. Getty/Seb Daly 3. Parken í Kaupmannahöfn, Danmörku Orri Steinn Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Fannar Baldursson fögnuðu danska meistaratitlinum á Parken í fyrra. Gamla höfuðborg okkar Íslendinga gæti hjálpað okkur í vallarkrísunni með því að lána okkur hinn magnaða Parken. Margir Íslendingar búa í Köben og myndu vonandi fjölmenna á völlinn og ferðalagið er stutt frá Íslandi. Sætafjöldi: 38.065 manns í sæti.Getty/Lars Ronbog 4.Easter Road í Edinborg, Skotlandi Týpískur breskur leikvangur af gamla skólanum. Ekki þessi dæmigerði kleinuhringjaleikvangur heldur samanstendur hann af fjórum stökum stúkum, opið í hornunum. Íslendingar hafa löngum ferðast til Edinborgar og heimamenn munu taka okkur með opnum örmum. Stutt flug til Edinborgar. Sætafjöldi: 20.421. Getty/Ross Parker 5. Aker Stadion í Molde, Noregi Flottur, lítill leikvangur við sjávarsíðuna í Molde, umlukinn fallegri fjallasýn. Molde er Akureyri Noregs og myndu Norðlendingar væntanlega ferðast þangað í hrönnum til að styðja landsliðið. Tiltölulega stutt ferðalag. Sætafjöldi, 11.249.Getty 6. University of Bolton Stadium í Bolton, Englandi Tengsl Bolton við Íslenskan fótbolta eru sterk og því ekki galið fyrir KSÍ að leita þangað að skammtíma heimavelli. Stuðningsmenn Bolton myndu kannski fjölmenna á völlinn og styðja okkar menn. Stutt flug til Manchester. Sætafjöldi: 28.723 manns í sæti. Getty/Lee Parker 7. Estadio Heliodoro Rodríguez López á Tenerífe, Spáni Þúsundir Íslendinga streyma til Tenerífe í frí í hverjum mánuði og það er staðreynd sem KSÍ gæti nýtt sér. Þúsundir bjórþyrstra Íslendinga og „heimaleikur“ í spænska hitanum. Sætafjöldi: 22.824. Getty/Gonzalo Arroyo 8. Nya Parken í Norrköping, Svíþjóð Norrköping elskar Íslendingar og Íslendingar elska Norrköping. Norrköping hefur á undanförnum árum fóstrað unga íslenska fótboltamenn með góðum árangri, landsliðinu til heilla. Það væri margt vitlausara en að spila heimaleiki þar. Stuðningsmenn Norrköping myndu skella sér á völlinn og styðja sína menn. Stutt ferðalag. Sætafjöldi 17.234. Getty/Nils Petter Nilsson 9. Estádio Do Marítimo, Funchal, Madeira, Portúgal Madeira er kannski ekki eins vinsæll áfangastaður og Tenerífe hjá ferðaþyrstum Íslendingum. Veðrið er hins vegar svipað og ferðalagið styttra. Sætafjöldi 10.934. Getty 10. Stade De Luxembourg, Lúxemborg Smáþjóðir standa saman og varla myndu Lúxemborgarar neita okkur Íslendingum um hjálparhönd í heimavallarneyð. Lúxemborg vígði nýjan, lítinn og flottan þjóðarleikvang fyrir fótbolta fyrir fáeinum árum síðan. Íslenska landsliðið tæki vel út á þeim velli. Flug frá Keflavík til Brussel og þriggja tíma akstur til Lúxemborgar. Sætafjöldi 9.386.Getty/Dursun Aydemir Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Nýr þjóðarleikvangur Laugardalsvöllur Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik Sjá meira
Legið hefur fyrir í nokkurn tíma að íslenska karlalandsliðið í fótbolta gæti þurft að spila umspilsleiki í mars, eins og gerðist árið 2020 en ekkert varð þó af vegna Covid-faraldursins. Nú hefur bæst við að kvennalandslið Íslands gæti þurft að spila umspilsleiki í nóvember og febrúar. Um yrði að ræða afar mikilvæga leiki fyrir Ísland og því auðvitað ákjósanlegast að hægt væri að leika þá á Íslandi. Í ljósi þess að Laugardalsvöllur er hvorki upphitaður né með þaki, og úr því að stjórnvöld hafa enn ekkert ákveðið um byggingu nýs þjóðarleikvangs, er hins vegar orðið ansi líklegt að Ísland þurfi að leita til annarra þjóða um að fá að spila heimaleiki. Vísir fékk skipulagsfræðinginn Þórð Má Sigfússon til þess að leggja til tíu leikvanga erlendis sem Ísland gæti spilað á. Þórður hefur um árabil haldið úti Twitter-síðunni „Höllin er úrelt“ og barist fyrir byggingu nýrrar þjóðarhallar fyrir inniíþróttir sem nú er útlit fyrir að rísi í Laugardalnum á allra næstu árum. Þórður er sömuleiðis sérfróður um fótboltaleikvanga erlendis og átti ekki í vandræðum með að útbúa lista sem Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun ef til vill horfa til í leit sinni að aukaheimavellinum fyrir íslensku landsliðin. 1. Tórsvøllur í Þórshöfn, Færeyjum Þjóðarleikvangur Færeyja. Lítill og sjarmerandi gervigrasvöllur. Stutt ferðalag fyrir Íslendinga. Sætafjöldi: 5.063 manns í sæti. Getty/Craig Williamson 2. Viking Stadion í Stafangri, Noregi Margir hafa sagt að Íslendingar ættu að hanna nýjan þjóðarleikvang eftir teikningum af þessum leikvangi. Flottur leikvangur. Tiltölulega stutt ferðalag fyrir Íslendinga. Sætafjöldi: 15.900. Getty/Seb Daly 3. Parken í Kaupmannahöfn, Danmörku Orri Steinn Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Fannar Baldursson fögnuðu danska meistaratitlinum á Parken í fyrra. Gamla höfuðborg okkar Íslendinga gæti hjálpað okkur í vallarkrísunni með því að lána okkur hinn magnaða Parken. Margir Íslendingar búa í Köben og myndu vonandi fjölmenna á völlinn og ferðalagið er stutt frá Íslandi. Sætafjöldi: 38.065 manns í sæti.Getty/Lars Ronbog 4.Easter Road í Edinborg, Skotlandi Týpískur breskur leikvangur af gamla skólanum. Ekki þessi dæmigerði kleinuhringjaleikvangur heldur samanstendur hann af fjórum stökum stúkum, opið í hornunum. Íslendingar hafa löngum ferðast til Edinborgar og heimamenn munu taka okkur með opnum örmum. Stutt flug til Edinborgar. Sætafjöldi: 20.421. Getty/Ross Parker 5. Aker Stadion í Molde, Noregi Flottur, lítill leikvangur við sjávarsíðuna í Molde, umlukinn fallegri fjallasýn. Molde er Akureyri Noregs og myndu Norðlendingar væntanlega ferðast þangað í hrönnum til að styðja landsliðið. Tiltölulega stutt ferðalag. Sætafjöldi, 11.249.Getty 6. University of Bolton Stadium í Bolton, Englandi Tengsl Bolton við Íslenskan fótbolta eru sterk og því ekki galið fyrir KSÍ að leita þangað að skammtíma heimavelli. Stuðningsmenn Bolton myndu kannski fjölmenna á völlinn og styðja okkar menn. Stutt flug til Manchester. Sætafjöldi: 28.723 manns í sæti. Getty/Lee Parker 7. Estadio Heliodoro Rodríguez López á Tenerífe, Spáni Þúsundir Íslendinga streyma til Tenerífe í frí í hverjum mánuði og það er staðreynd sem KSÍ gæti nýtt sér. Þúsundir bjórþyrstra Íslendinga og „heimaleikur“ í spænska hitanum. Sætafjöldi: 22.824. Getty/Gonzalo Arroyo 8. Nya Parken í Norrköping, Svíþjóð Norrköping elskar Íslendingar og Íslendingar elska Norrköping. Norrköping hefur á undanförnum árum fóstrað unga íslenska fótboltamenn með góðum árangri, landsliðinu til heilla. Það væri margt vitlausara en að spila heimaleiki þar. Stuðningsmenn Norrköping myndu skella sér á völlinn og styðja sína menn. Stutt ferðalag. Sætafjöldi 17.234. Getty/Nils Petter Nilsson 9. Estádio Do Marítimo, Funchal, Madeira, Portúgal Madeira er kannski ekki eins vinsæll áfangastaður og Tenerífe hjá ferðaþyrstum Íslendingum. Veðrið er hins vegar svipað og ferðalagið styttra. Sætafjöldi 10.934. Getty 10. Stade De Luxembourg, Lúxemborg Smáþjóðir standa saman og varla myndu Lúxemborgarar neita okkur Íslendingum um hjálparhönd í heimavallarneyð. Lúxemborg vígði nýjan, lítinn og flottan þjóðarleikvang fyrir fótbolta fyrir fáeinum árum síðan. Íslenska landsliðið tæki vel út á þeim velli. Flug frá Keflavík til Brussel og þriggja tíma akstur til Lúxemborgar. Sætafjöldi 9.386.Getty/Dursun Aydemir
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Nýr þjóðarleikvangur Laugardalsvöllur Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik Sjá meira