Lífið

Ólafur og Ragn­heiður selja sjarmerandi ein­býlis­hús

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Þessi huggulega eign er nú til sölu.
Þessi huggulega eign er nú til sölu. Fasteignaljósmyndun

Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekenda, og eiginkona hans, Ragnheiður Agnarsdóttir, hafa sett hús sitt á sölu. 

Um er að ræða fallegt einbýli við Hamarsgerði í smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Húsið er rúmlega 180 fermetrar og er á tveimur hæðum auk kjallara. Húsið var byggt árið 1959 en það hefur verið endurnýjað að miklu leyti síðustu ár.

Í húsinu er meðal annars að finna sex svefnherbergi, þrjú baðherbergi, fataherbergi og sjónvarpsherbergi. Þá fylgir húsinu 40 fermetra bílskúr með sér inngangi sem nýta má sem sér einingu.

Ásett verð er 129,9 milljónir en fasteignamat hússins er 101,6 milljónir.

Hér að neðan má sjá myndir af húsinu en nánari upplýsingar um eignina er hægt að finna á Fasteignavef Vísis.

Húsið stendur við Hamargerði í Reykjavík.Fasteignaljósmyndun
Smekklegt andyri tekur á móti manni.Fasteignaljósmyndun
Húsið er vel skipulagt á tveimur hæðum.Fasteignaljósmyndun
Björt og falleg borðstofa.Fasteignaljósmyndun
Nýlegir gluggar eru í húsinu.Fasteignaljósmyndun
Borðstofa og stofa eru samliggjandi.Fasteignaljósmyndun
Hvít innrétting er í eldhúsi sem hefur verið sprautulökkuð. Borðplata er úr granít.Fasteignaljósmyndun
Fataherbergi er innan af hjónasvítunni.Fasteignaljósmyndun
Einn af sex svefnherbergjum hússins.Fasteignaljósmyndun
Á rishæð eru þrjú mjög rúmgóð parketlögð herbergi og eitt minna.Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Úr stofum er gengið út í garð til suðvesturs en þar er timburverönd og heitur pottur. Markísa er yfir hluta af veröndinni.Fasteignaljósmyndun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×