Segjast hafa fundið kínverskan belg í Taívan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 08:26 Belgurinn fannst á einni Matsu eyjanna, næst meginlandi Kína. AP Photo/Wally Santana Varnarmálaráðuneyti Taívan hefur tilkynnt það að kínverskur veðurbelgur hafi fundist á einni af smærri eyjum klasans í gær. Bandaríkjamenn hafa undanfarnar tvær vikur haldið því fram að þar í landi hafi fundist kínverskur njósnabelgur. Ekki bara það heldur hafa komið fram ásakanir um að kínverjar hafa beitt belgjum sem þessum til að njósna um Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá taívanska varnarmálaráðuneytinu að í belgnum hafi fundist búnaður sem rekja megi til raftæknifyrirtækis í borginni Taiyuan, sem er í eigu kínverska ríkisins. Smáeyjan sem belgurinn fannst á heitir Tungyin og er hluti af Matsu eyjaklasanum, sem er rétt fyrir utan Fujian hérað á meginlandi Kína. Taívan hélt yfirráðum yfir eyjunni eftir að það sleit sig frá Kína eftir borgarastyrjöld árið 1949 og eyjarnar eru álitnar fyrsta vígið til að falla komi til annars stríðs. Fram kemur í frétt AP um málið að talsmaður raftæknifyrirtækisins, sem heitir Taiyuan Wireless First Factory Ltd., hafi sagt í samtali við fréttastofuna að fyrirtækið hafi framleitt búnaðinn í blöðrunni en ekki blöðruna sjálfa. Fyrirtækið væri eitt margra sem framleiddi búnað fyrir kínversku veðurstofuna. Spennan milli Kína og Taívan hefur undanfarið aukist gífurlega, sérstaklega með auknum ferðum kínverskra herflugvéla og -skipa inn í taívanska lögsögu. Taívan hefur, til þess að svara fyrir sig, spýtt í kaup á hergögnumfrá Bandaríkjunum, aukið innlenda framleiðslu áhergögnum og lengt herskyldu karlmanna í landinu. Yfirvöld í Washington eru nánustu bandamenn Taívans, bæði hernaðarlega og diplómatískt, þrátt fyrir að skorið hafi verið á formlegt stjórnmálasamband árið 1979. Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Tengdar fréttir Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. 17. febrúar 2023 06:56 Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Ekki bara það heldur hafa komið fram ásakanir um að kínverjar hafa beitt belgjum sem þessum til að njósna um Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá taívanska varnarmálaráðuneytinu að í belgnum hafi fundist búnaður sem rekja megi til raftæknifyrirtækis í borginni Taiyuan, sem er í eigu kínverska ríkisins. Smáeyjan sem belgurinn fannst á heitir Tungyin og er hluti af Matsu eyjaklasanum, sem er rétt fyrir utan Fujian hérað á meginlandi Kína. Taívan hélt yfirráðum yfir eyjunni eftir að það sleit sig frá Kína eftir borgarastyrjöld árið 1949 og eyjarnar eru álitnar fyrsta vígið til að falla komi til annars stríðs. Fram kemur í frétt AP um málið að talsmaður raftæknifyrirtækisins, sem heitir Taiyuan Wireless First Factory Ltd., hafi sagt í samtali við fréttastofuna að fyrirtækið hafi framleitt búnaðinn í blöðrunni en ekki blöðruna sjálfa. Fyrirtækið væri eitt margra sem framleiddi búnað fyrir kínversku veðurstofuna. Spennan milli Kína og Taívan hefur undanfarið aukist gífurlega, sérstaklega með auknum ferðum kínverskra herflugvéla og -skipa inn í taívanska lögsögu. Taívan hefur, til þess að svara fyrir sig, spýtt í kaup á hergögnumfrá Bandaríkjunum, aukið innlenda framleiðslu áhergögnum og lengt herskyldu karlmanna í landinu. Yfirvöld í Washington eru nánustu bandamenn Taívans, bæði hernaðarlega og diplómatískt, þrátt fyrir að skorið hafi verið á formlegt stjórnmálasamband árið 1979.
Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Tengdar fréttir Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. 17. febrúar 2023 06:56 Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. 17. febrúar 2023 06:56
Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53
Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08