Segjast hafa fundið kínverskan belg í Taívan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 08:26 Belgurinn fannst á einni Matsu eyjanna, næst meginlandi Kína. AP Photo/Wally Santana Varnarmálaráðuneyti Taívan hefur tilkynnt það að kínverskur veðurbelgur hafi fundist á einni af smærri eyjum klasans í gær. Bandaríkjamenn hafa undanfarnar tvær vikur haldið því fram að þar í landi hafi fundist kínverskur njósnabelgur. Ekki bara það heldur hafa komið fram ásakanir um að kínverjar hafa beitt belgjum sem þessum til að njósna um Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá taívanska varnarmálaráðuneytinu að í belgnum hafi fundist búnaður sem rekja megi til raftæknifyrirtækis í borginni Taiyuan, sem er í eigu kínverska ríkisins. Smáeyjan sem belgurinn fannst á heitir Tungyin og er hluti af Matsu eyjaklasanum, sem er rétt fyrir utan Fujian hérað á meginlandi Kína. Taívan hélt yfirráðum yfir eyjunni eftir að það sleit sig frá Kína eftir borgarastyrjöld árið 1949 og eyjarnar eru álitnar fyrsta vígið til að falla komi til annars stríðs. Fram kemur í frétt AP um málið að talsmaður raftæknifyrirtækisins, sem heitir Taiyuan Wireless First Factory Ltd., hafi sagt í samtali við fréttastofuna að fyrirtækið hafi framleitt búnaðinn í blöðrunni en ekki blöðruna sjálfa. Fyrirtækið væri eitt margra sem framleiddi búnað fyrir kínversku veðurstofuna. Spennan milli Kína og Taívan hefur undanfarið aukist gífurlega, sérstaklega með auknum ferðum kínverskra herflugvéla og -skipa inn í taívanska lögsögu. Taívan hefur, til þess að svara fyrir sig, spýtt í kaup á hergögnumfrá Bandaríkjunum, aukið innlenda framleiðslu áhergögnum og lengt herskyldu karlmanna í landinu. Yfirvöld í Washington eru nánustu bandamenn Taívans, bæði hernaðarlega og diplómatískt, þrátt fyrir að skorið hafi verið á formlegt stjórnmálasamband árið 1979. Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Tengdar fréttir Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. 17. febrúar 2023 06:56 Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Ekki bara það heldur hafa komið fram ásakanir um að kínverjar hafa beitt belgjum sem þessum til að njósna um Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá taívanska varnarmálaráðuneytinu að í belgnum hafi fundist búnaður sem rekja megi til raftæknifyrirtækis í borginni Taiyuan, sem er í eigu kínverska ríkisins. Smáeyjan sem belgurinn fannst á heitir Tungyin og er hluti af Matsu eyjaklasanum, sem er rétt fyrir utan Fujian hérað á meginlandi Kína. Taívan hélt yfirráðum yfir eyjunni eftir að það sleit sig frá Kína eftir borgarastyrjöld árið 1949 og eyjarnar eru álitnar fyrsta vígið til að falla komi til annars stríðs. Fram kemur í frétt AP um málið að talsmaður raftæknifyrirtækisins, sem heitir Taiyuan Wireless First Factory Ltd., hafi sagt í samtali við fréttastofuna að fyrirtækið hafi framleitt búnaðinn í blöðrunni en ekki blöðruna sjálfa. Fyrirtækið væri eitt margra sem framleiddi búnað fyrir kínversku veðurstofuna. Spennan milli Kína og Taívan hefur undanfarið aukist gífurlega, sérstaklega með auknum ferðum kínverskra herflugvéla og -skipa inn í taívanska lögsögu. Taívan hefur, til þess að svara fyrir sig, spýtt í kaup á hergögnumfrá Bandaríkjunum, aukið innlenda framleiðslu áhergögnum og lengt herskyldu karlmanna í landinu. Yfirvöld í Washington eru nánustu bandamenn Taívans, bæði hernaðarlega og diplómatískt, þrátt fyrir að skorið hafi verið á formlegt stjórnmálasamband árið 1979.
Taívan Kína Suður-Kínahaf Bandaríkin Tengdar fréttir Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. 17. febrúar 2023 06:56 Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. 17. febrúar 2023 06:56
Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53
Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08