„Brjálæðislega dýr bjór“ bitni á ferðaþjónustunni og tekjulágum Máni Snær Þorláksson skrifar 17. febrúar 2023 15:41 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Enn og aftur hefur Íslandi tekist að bæta Evrópumetið í áfengissköttum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda gagnrýnir hækkunina harðlega. Hún bitni á ferðaþjónustunni og þeim sem hafa minnst á milli handanna. „Þetta er bara óskaplega dapurleg staða, að það sé bætt í þetta Evrópumet ár frá ári,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu. Félagið vakti athygli á hækkun áfengisskattsins á heimasíðu sinni fyrr í dag. Ólafur furðar sig á því hve fátt er um svör frá ráðamönnum þegar kemur að hækkunum á áfengisskattinum. „Við fáum aldrei nein svör við því frá stjórnmálamönnum hvaða skynsamlegu rök séu fyrir því að Íslendingar borgi til dæmis fimm til átta sinnum hærri áfengisskatt heldur en Danir, sem búa í afskaplega svipuðu þjóðfélagi og við. Þessi munur eykst bara ár frá ári og þetta kemur að sjálfsögðu niður á neytendum og lífskjörum. Af því að auðvitað eru áfengisinnkaupin bara partur af matarinnkaupunum eins og alls staðar annars staðar.“ „Stórkostleg náttúra, vingjarnlegt fólk en brjálæðislega dýr bjór“ Ólafur segir þetta hafi slæm áhrif á áfengisframleiðslu hér á landi, innflutning og ferðaþjónustu. „Þetta að sjálfsögðu skemmir fyrir bæði innlendri áfengisframleiðslu, sem á mikla möguleika, og innflutningi á áfengi og síðast en ekki síst þá skekkir þetta samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar alveg svakalega,“ segir hann. „Það vita það allir að það tilheyrir að kaupa sér bjór eða flösku af víni með matnum þegar maður er í fríi. Það er bara miklu, miklu dýrara á Íslandi en annars staðar. Það skemmir fyrir ferðaþjónustunni.“ Að sögn hans eru ferðamenn meðvitaðir um það hversu hátt áfengisverðið er orðið hér á landi. Það sé skelfilegt hversu mikið til að mynda einn bjór getur kostað á veitingastöðum. „Maður sér það bara á TripAdvisor og hingað og þangað þar sem fólk er að tjá sig um Ísland sem áfangastað: Stórkostleg náttúra, vingjarnlegt fólk en brjálæðislega dýr bjór.“ Hækkanirnar kyndi undir verðbólgunni Það vekur athygli Ólafs að meirihluti ríkja í Evrópu sá ekki ástæðu til að hækka áfengisskatta um síðastliðin áramót. „Þrátt fyrir að það þeir séu krónutöluskattar eins og hér og þrátt fyrir að það hafi verið metverðbólga í álfunni allri.“ Þau ríki sem hækkuðu skattinn hafi síðan ekki látið sér detta í hug að hækka í samræmi við verðbólguna, eins og gert var hér. „Það ríki sem hækkar mest hlutfallslega miðað við verðbólgu er Rúmenía sem hækkar um 43% af verðbólgunni á meðan Ísland er að hækka um 107%. Þessar hækkanir, rétt eins og hækkanir á öðrum krónutölusköttum um áramótin, kynda undir verðbólgunni.“ Fræðsla og forvarnir séu árangursríkari en „skattpíning“ Ólafur bendir á að þar sem um er að ræða krónutöluskatta þá hækka ódýrustu tegundirnar af áfengi hlutfallslega meira heldur en þær dýrari. „Þannig þetta bitnar verst á þeim sem hafa minnst á milli handanna og langar að eiga fyrir bjórkippu eða vínflösku,“ segir hann. Lýðheilsusjónarmiðum hefur verið velt upp þegar rætt er um ástæðuna fyrir hárri skattlagningu á áfengi hér á landi. Ólafur segir sömu rök vera notuð í Finnlandi og Svíþjóð en þar er skatturinn þó ekki nærri því jafn mikill. „Það hefur enginn getað útskýrt af hverju Ísland ætti að vera með tvöfalt til þrefalt hærri skatta heldur en þessi lönd.“ Þá er hann ekki á því að meiri skattlagning fái fólk til að neyta minna áfengis. „Ég vil meina að fræðsla og forvarnir séu miklu árangursríkari heldur en skattpíning til að fá fólk til að drekka skynsamlega, segir hann. Ferðamennska á Íslandi Verðlag Áfengi og tóbak Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
„Þetta er bara óskaplega dapurleg staða, að það sé bætt í þetta Evrópumet ár frá ári,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu. Félagið vakti athygli á hækkun áfengisskattsins á heimasíðu sinni fyrr í dag. Ólafur furðar sig á því hve fátt er um svör frá ráðamönnum þegar kemur að hækkunum á áfengisskattinum. „Við fáum aldrei nein svör við því frá stjórnmálamönnum hvaða skynsamlegu rök séu fyrir því að Íslendingar borgi til dæmis fimm til átta sinnum hærri áfengisskatt heldur en Danir, sem búa í afskaplega svipuðu þjóðfélagi og við. Þessi munur eykst bara ár frá ári og þetta kemur að sjálfsögðu niður á neytendum og lífskjörum. Af því að auðvitað eru áfengisinnkaupin bara partur af matarinnkaupunum eins og alls staðar annars staðar.“ „Stórkostleg náttúra, vingjarnlegt fólk en brjálæðislega dýr bjór“ Ólafur segir þetta hafi slæm áhrif á áfengisframleiðslu hér á landi, innflutning og ferðaþjónustu. „Þetta að sjálfsögðu skemmir fyrir bæði innlendri áfengisframleiðslu, sem á mikla möguleika, og innflutningi á áfengi og síðast en ekki síst þá skekkir þetta samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar alveg svakalega,“ segir hann. „Það vita það allir að það tilheyrir að kaupa sér bjór eða flösku af víni með matnum þegar maður er í fríi. Það er bara miklu, miklu dýrara á Íslandi en annars staðar. Það skemmir fyrir ferðaþjónustunni.“ Að sögn hans eru ferðamenn meðvitaðir um það hversu hátt áfengisverðið er orðið hér á landi. Það sé skelfilegt hversu mikið til að mynda einn bjór getur kostað á veitingastöðum. „Maður sér það bara á TripAdvisor og hingað og þangað þar sem fólk er að tjá sig um Ísland sem áfangastað: Stórkostleg náttúra, vingjarnlegt fólk en brjálæðislega dýr bjór.“ Hækkanirnar kyndi undir verðbólgunni Það vekur athygli Ólafs að meirihluti ríkja í Evrópu sá ekki ástæðu til að hækka áfengisskatta um síðastliðin áramót. „Þrátt fyrir að það þeir séu krónutöluskattar eins og hér og þrátt fyrir að það hafi verið metverðbólga í álfunni allri.“ Þau ríki sem hækkuðu skattinn hafi síðan ekki látið sér detta í hug að hækka í samræmi við verðbólguna, eins og gert var hér. „Það ríki sem hækkar mest hlutfallslega miðað við verðbólgu er Rúmenía sem hækkar um 43% af verðbólgunni á meðan Ísland er að hækka um 107%. Þessar hækkanir, rétt eins og hækkanir á öðrum krónutölusköttum um áramótin, kynda undir verðbólgunni.“ Fræðsla og forvarnir séu árangursríkari en „skattpíning“ Ólafur bendir á að þar sem um er að ræða krónutöluskatta þá hækka ódýrustu tegundirnar af áfengi hlutfallslega meira heldur en þær dýrari. „Þannig þetta bitnar verst á þeim sem hafa minnst á milli handanna og langar að eiga fyrir bjórkippu eða vínflösku,“ segir hann. Lýðheilsusjónarmiðum hefur verið velt upp þegar rætt er um ástæðuna fyrir hárri skattlagningu á áfengi hér á landi. Ólafur segir sömu rök vera notuð í Finnlandi og Svíþjóð en þar er skatturinn þó ekki nærri því jafn mikill. „Það hefur enginn getað útskýrt af hverju Ísland ætti að vera með tvöfalt til þrefalt hærri skatta heldur en þessi lönd.“ Þá er hann ekki á því að meiri skattlagning fái fólk til að neyta minna áfengis. „Ég vil meina að fræðsla og forvarnir séu miklu árangursríkari heldur en skattpíning til að fá fólk til að drekka skynsamlega, segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Verðlag Áfengi og tóbak Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira